Færslur: Áramótaskaupið

Myndskeið
Endurgerðu eldgamalt atriði úr Áramótaskaupinu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Karl Örvarsson, eftirherma og athafnamaður, endurgerðu 36 ára gamalt atriði úr Áramótaskaupinu í lokaatriði Fréttaannáls RÚV sem sýndur var í gær, gamlárskvöld.
Skaupið
Áramótaskaupið aðgengilegt á vefnum
Viltu horfa á uppáhaldsatriðið þitt í Áramótaskaupinu? Þessi ómissandi endapunktur ársins var sýndur á RÚV í kvöld þar sem þar sem einvalalið leikara rýndi í fréttir, viðburði og uppákomur ársins.
01.01.2022 - 00:45
Áramótaskaupið
„Þú berð ekki virðingu fyrir mér“
Gjörningur Sögu Garðarsdóttur og Gunnars Hanssonar í Áramótaskaupinu í heild sinni. Ásamt því að biðja um franskar og afslátt, setja þau á sig dýragrímur, öskra í kór og koma á framfæri pólitískum skilaboðum.
Myndskeið
Ótrúlega skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom
„Þetta hefur verið svo tilfinningaþrungið ár. Við lögðum upp með að ná utan um tilfinninguna og reyna að hafa gaman í leiðinni, þótt tilfinningin sé í rauninni slæm,“ segir Reynir Lyngdal, einn höfunda Áramótaskaupsins í ár. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, annar höfundur, segir að það hafi verið skemmtilegt að semja Skaupið á Zoom.
23.12.2020 - 21:46
Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins í ár
Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal leikstýrir Skaupinu líkt og í fyrra. Tökur hefjast í nóvember og Republik sér um framleiðsluna.
04.09.2020 - 11:24
„Mamma tók mig með á bannaðar glæpamyndir“
„Þegar það var byrjað að brytja einhvern niður gat maður ekkert sofið. En þá sagði mamma: Þetta er bara tómatsósa,“ rifjar kvikmyndagerðarmaðurinn Gunnar Björn Guðmundsson upp um sérstakt kvikmyndauppeldi móður sinnar. Hann þakkaði móður sinni uppátækið með því að tileinka henni kvikmyndina Amma Hófí sem nú er í bíó.
31.08.2020 - 14:51
Viðtal
„Það er ekki nóg að Skaupið sé skemmtilegt“
Reynir Lyngdal, nýútnefndur leikstjóri Áramótaskaupsins, og Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona, úr höfundateymi skaupsins, viðurkenna fúslega að pressan á þeim sé ansi mikil.
16.08.2019 - 14:16
„Leyfðu okkur að gera grín að þér í friði“
Tökum á áramótaskaupinu lauk á dögunum eftir um tæpa tveggja mánaða vinnutörn en aðstandendur skaupsins þurftu þó að koma saman til krísufundar vegna mikilla vendinga í fréttum síðustu viku.
03.12.2018 - 14:47
Þau skrifa skaupið
Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð . 
11.10.2018 - 17:11
Fóstbræður verða með áramótaskaupið
Jón Gnarr leikstýrir Áramótaskaupinu í ár. Höfundar þess verða auk Jóns þau Helga Braga Jónsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Öll nema Katla Margrét voru í Fóstbræðragenginu. Katla var einn höfunda þáttanna Stelpurnar sem sýndir voru á Stöð 2.
10.09.2016 - 21:52