Færslur: áramót

Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Skemmtanahald ekki lengur bannað yfir jólin
Í gær var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnti á reglur um skemmtanahald yfir hátíðirnar. Allt skemmtanahald væri bannað frá kl. 18 á aðfangadag til kl. sex að morgni annars dags jóla. Lögum um frið vegna helgihalds var breytt í sumar og þessar reglur ekki lengur í gildi.
19.12.2019 - 08:18
Evrópumet í svifryki
Síðustu daga hefur Umhverfisstofnun staðið fyrir sýnasöfnun á mælistöðinni á Grensási. Sláandi munur er á sýnum sem var safnað um áramótin og dagana fyrir áramót. Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Sævar Helgi Bragason komu í Mannlega þáttinn í dag.
03.01.2019 - 16:20
Svona stendur þú við áramótaheitin
Í upphafi árs eru margir sem hafa strengt áramótaheit. Það getur hins vegar verið meira en að segja það að standa við heitin og rannsóknir sýna að innan við 10% áramótaheita endast út heilt ár.
02.01.2019 - 16:07
Myndskeið
Áramótaheit: Háleit markmið í upphafi árs
Áramótaheit eiga sér langa sögu víða um heim. Margir eru með háleit markmið í upphafi árs en algengt er að fólk missi sjónar á ætlunarverkinu þegar líður á árið. 
30.12.2018 - 20:50
Með hátt í tonn af flugeldum heima hjá sér
Áhuginn á flugeldum um áramótin getur stundum hlaupið með fólk í gönur. Lögregla í Hamborg í Þýskalandi lagði um helgina hald á 850 kíló af flugeldum og skottertum sem 23 ára gamall maður hafði keypt sér í tilefni áramótanna.
30.12.2018 - 14:33
Beint
Árið með Gísla Marteini
Árið gert upp með lykilfólki ársins 2018. Fólk ársins, lag ársins, tíðindi ársins og „Hvur þremillinn! ársins“.
Áramótadressið
Ef það er einhvern tímann tilefni fyrir glimmer, glimmer og meira glimmer þá er það líklegast um áramótin. Við fórum yfir heitustu áramótatískuna í tískuhorninu.
27.12.2018 - 15:30
Ávarp forseta Íslands
Nýársávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.
01.01.2018 - 13:02
Varar við mikilli mengun á gamlárskvöld
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar borgarbúa við yfirvofandi svifryksmengun vegna flugelda á gamlárskvöld. Þá er fólk með öndunarfæra-, hjarta- og æðasjúkdóma hvatt til að halda sig innandyra og loka gluggum þegar nýtt ár gengur í garð.
30.12.2017 - 12:48
Myndskeið
Býst við hamfaramengun á gamlárskvöld
Umhverfisverkfræðingur segir að yfirvofandi loftmengun á höfuðborgarsvæðinu vegna flugelda á gamlárskvöld, verði helst líkt við mengun í kjölfar náttúruhamfara. Hún telur að setja ætti hömlur á flugeldasölu til að sporna gegn svifryksmengun.
29.12.2017 - 19:13
Stálu flugeldum fyrir milljón
Talið er að söluandvirði flugelda, sem stolið var úr læstum gámi við Skátafélagið Skjöldunga við Sólheima í Reykjavík, nemi um einni milljón króna. Flugeldastjóra félagsins er brugðið og segir skítt að fólk steli frá hjálparsamtökum sem hafi það eitt að markmiði að bjarga mannslífum.
29.12.2017 - 13:28
„Það verður manngerð þoka, full af eiturefnum“
Sævar Helgi Bragason lýsti því yfir á Twitter í fyrradag að banna ætti almenna notkun flugelda á Íslandi vegna reyk- og rykmengunar, sóðaskaps og hávaðamengunar. Upp hófust heitar umræður og óhætt er að segja að fólk hafi ekki verið á einu máli um þessa uppástungu Sævars.
28.12.2017 - 15:52
Víðsjárvert kvæðamannamót á áramótum
Í tilefni áramóta brá Víðsjá á leik og skoraði á nokkur skelegg skáld til að kveðast á. Þau tóku vel í það. Þórarinn Eldjárn reið á vaðið, en við vörpuðum til hans einum sígildum:
02.01.2017 - 16:19
Safna í brennuna allan ársins hring
Kapalkefli, vörubretti og annað eldfimt timbur hleðst nú upp í vígalega bálkesti víða um land. En það er ekki einfalt að undirbúa áramótabrennuna. Fara þarf eftir fjölmörgum reglugerðum og brennan má ekki loga of lengi.
29.12.2016 - 19:22
  •