Færslur: áramót

Þúsundir brutu sóttvarnarreglur í Lundúnum
Lúndúnalögreglan hyggst sekta 217 eftir að upp komst um óleyfilega tónleika og fjölmenn veisluhöld í borginni á gamlárskvöld. Þúsundir komu saman víða um borgina þrátt fyrir strangar reglur sem banna fjölmennar samkomur.
Mikið svifryk í lofti eftir nóttina
Árið 2021 hófst með hægviðri en því fylgdi þó nokkur mengun á höfuðborgarsvæðinu.
01.01.2021 - 07:26
Talsverður erill hjá lögreglu og slökkviliði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimmtán sinnum eftir miðnætti og átján sinnum alls til að slökkva elda í ruslagámum. Að sögn varðstjóra var aldrei hætta á ferðum og ekki varð umtalsvert tjón. Sömuleiðis var mikill erill hjá lögreglunni.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Kerti í stað flugelda á Seyðisfirði
Til að kveðja árið 2020 og fagna 2021 röðuðu Seyðfirðingar kertum á vegghleðslu umhverfis Lónið við ósa Fjarðarár, handan regnbogagötunnar í miðjum bænum.
01.01.2021 - 01:47
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu
Mikil svifryksmengun er í lofti á höfuðborgarsvæðinu sem tengja má flugeldaskothríð um áramótin. Þokumóða er einnig í lofti en Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að verulega hafi bætt í þokuna eftir að flugeldum fjölgaði á lofti.
Katrín Jakobsdóttir segir 2021 vera ár viðspyrnu
Katrín Jakobsdóttir sagði í áramótaávarpi sínu í kvöld að hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. Árið 2021 væri ár viðspyrnu.
Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41
Áramótabrenna verður í Snæfellsbæ í kvöld
Áramótabrennur hafa verið slegnar af um allt land vegna kórónuveirufaraldursins. Í Snæfellsbæ verður þó brenna í kvöld, og fólki boðið að kveðja árið í gegnum bílrúðurnar.
31.12.2020 - 12:28
Hátíðahöld um áramót með breyttu sniði
Hátíðahöld eru lágstemmd víða um heim um áramótin. Viðamiklar flugeldasýningar fara þó fram í nokkrum borgum, en fólk er beðið um að horfa á þær í sjónvarpi eða tölvunni til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út.
31.12.2020 - 11:52
Myndskeið
Þórólfur – ég hef elst um meira en 15 ár
Tveir, núll, tveir, núll drífðu þig út! Tveir, núll, tveir, núll, hvað varstu að spá? Svona hefst áramótalag sveitarinnar Vinir og vandamenn þar sem þeir kveðja árið sem er að líða og segja því að snauta á dyr. Meðal meðlima sveitarinnar er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem á einum stað í laginu syngur um að hann hafi elst um meira en 15 ár í ár.
Viðtal
Áramótin geta reynst dýrum erfið
Heyrn dýra er næmari en mannfólks og gerir þau viðkvæm fyrir flugeldum. Vel þarf að gæta að þeim yfir áramótin, segir Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun. Lögregla fékk í gær nokkur símtöl vegna þeirra sem byrjaðir eru að fagna áramótunum með flugeldum.
30.12.2020 - 20:39
Auðskilið mál
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu um áramótin
Mikil mengun gæti orðið á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Spáð er logni og frosti. Þá fýkur svifryk frá flugeldum ekki í burtu heldur safnast fyrir í andrúmsloftinu.
30.12.2020 - 17:30
Gætum slegið heimsmet í svifryksmengun um áramótin
Allt stefnir í að svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu verði yfir heilsuverndarmörkum frá gamlárskvöldi og langt fram á nýársdag. Gangi spár eftir verður mengunin jafn mikil eða meiri en hún var um áramótin fyrir tveimur árum, þegar hún mældist hvergi meiri í heiminum en hér á landi.
30.12.2020 - 12:00
Bjóða landsmönnum á gamlárstónleika sem hliðarsjálf
Tónlistarmennirnir Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Grýlurnar, Auður, Bríet og Friðrik Dór munu öll stíga á svið á gamlárskvöld á áramótafögnuði sem fer fram í þrívíðum ævintýraheimi á RÚV að loknu áramótaskaupi. Um er að ræða fyrsta gagnvirka sjónvarpsviðburð sinnar tegundar hér á landi og þótt víðar væri leitað samkvæmt framleiðendum viðburðarins.
26.12.2020 - 17:29
Engin sýnataka á jóladag
Á jóladag verður ekki hægt að fara í sýnatöku neins staðar á landinu og heldur ekki á nýársdag. Flesta hina hátíðisdagana verður hægt að fara í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og á sumum sýnatökustöðvum heilbrigðisstofnana. Opnunartíminn er þó takmarkaður.
23.12.2020 - 20:57
Innlent · Sýnataka · Jól · áramót · Skimun · COVID-19
Myndskeið
Færa flugeldasýningar til að forðast hópamyndanir
Flugeldasýningar verða með breyttu sniði um áramótin og allt gert til að forðast það að fólk hópist saman við sýningarnar. Þá verður opnunartími sölustaða flugelda lengdur og flugeldar seldir í netverslun.
17.12.2020 - 22:12
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu
Engar áramótabrennur verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í ár til þess að koma í veg fyrir óþarfa hópamyndanir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tóku þessa ákvörðun sameiginlega á fundi í síðustu viku.
15.12.2020 - 14:09
Gera ráð fyrir allt fari af stað eftir miðnætti
Dagurinn hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með rólegra móti það sem af er degi. Reynslan kennir okkur það að allt fer af stað eftir miðnætti, segir varðstjóri á vakt hjá Slökkviliðinu. Hann veltir fyrir sér hvort það verði eitthvað minna en vanalega vegna leiðinlegrar veðurspár.
31.12.2019 - 18:34
15% fjölgun kynferðisbrota hjá lögreglunni
Fimmtán prósent fleiri kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ár miðað við árið 2018. Þetta kemur fram í tölfræði lögreglunnar sem birt er á Facebook í dag, síðasta dag ársins.
31.12.2019 - 17:49
Strengdi 22 áramótaheit í fyrra
Fjöldi Íslendinga strengir heit um hver áramót og lofar sjálfu sér því að gera betur á nýju ári. Heitstrengingar um áramót er ekki séríslensk hefð. Víða um heim allan þekkjast mismunandi áramótahefðir, meðal annars heitstrengingar. Áramót hafa ekki alltaf verið um mánaðamót desember og janúar.
31.12.2019 - 15:01
Efnahags- og loftlagsmálin stóru málin 2020
Efnahags- og loftlagsmál og kjarasamningar opinberra starfsmanna verða helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar á næsta ári. Fjármálaráðherra segir nýafstaðið haustþing eitt það afkastamesta sem um getur.
Gert ráð fyrir svifryksmengun fyrstu klukkutíma ársins
Gert er ráð fyrir svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2020 vegna mengunar frá flugeldum en að styrkurinn falli hratt þegar líða tekur á fyrstu nótt ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
30.12.2019 - 17:13
Áramótaveðrið: Vindasamt gamlárskvöld í vændum
Veðurstofan gerir ráð fyrir vindasömu gamlárskvöldi víðast hvar á landinu. Það styttir upp og dregur úr vindi sunnan- og austanlands annað kvöld. Veðurfræðingur gerir ekki ráð fyrir því að mengun frá flugeldum muni liggja yfir höfuðborginni eftir sprengjuregnið.
30.12.2019 - 12:03
Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt
Rigning í flestum landshlutum á gamlárskvöld og vindasamt, þó þurrt að mestu á Norðausturlandi. Svifryk og mökkur ætti því ekki að vera til vandræða. Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt.
26.12.2019 - 20:31