Færslur: áramót

Einhleypir líklegri til að strengja áramótaheit
Fjórðungi færri strengdu áramótaheit nú um nýliðin áramót en síðustu fjögur ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu.
08.02.2022 - 11:09
Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Brasilía
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
Veður og lögreglustjóri komu í veg fyrir svifryksmengun
Svifryk fór ekki yfir sólarhringsheilsuverndarmörk Reykjavík í gær, nýársdag. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
02.01.2022 - 11:22
Heitir miklum umbótum í málefnum eldri borgara
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur boðar algera uppstokkun á lagaumhverfi málefna eldri borgara. Hún segir sömuleiðis að eldra fólk fái ekki alltaf þá aðstoð sem það verðskuldi.
Forseti varar við að óttanum sé leyft að ráða för
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu mikilvægt að viðhalda einingu í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
01.01.2022 - 13:44
Nýtt ár, nýjar reglur
Það er ekki aðeins hjá mannskepnunni sem innreið nýs árs markar nýtt upphaf. Áramótin eru einnig tímamót hjá hinu opinbera. Reglur breytast, stofnanir koma og fara og gjöld hækka.
01.01.2022 - 12:45
Myndskeið
Endurgerðu eldgamalt atriði úr Áramótaskaupinu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Karl Örvarsson, eftirherma og athafnamaður, endurgerðu 36 ára gamalt atriði úr Áramótaskaupinu í lokaatriði Fréttaannáls RÚV sem sýndur var í gær, gamlárskvöld.
Hnífsstunga, gróðureldar og flugeldaslys í nótt
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru 125 mál skráð frá klukkan 17 og fram til 9 í morgun.
01.01.2022 - 09:46
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Tedros bjartsýnn á sigur í baráttunni við veiruna
Tedros Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kveðst bjartsýnn á að mannkynið hafi betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn á þessu ári. Til að það takist þurfa ríki heims að vinna saman að því markmiði.
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs
Fréttastofan þakkar samfylgdina á árinu 2021 og óskar hlustendum, lesendum, áhorfendum og landsmönnum öllum, gleðilegs nýs árs. Fréttir verða næst sagðar í útvarpi klukkan eitt í nótt.
31.12.2021 - 23:52
Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Slógu botninn í Krakkafréttaárið með hvelli
Það er erfitt að fá ekki nýjasta lag þeirra Jóns Arnórs og Baldurs, Partý í kvöld, á heilann enda sannkallaður eyrnaormur. Þeir félagar áttu síðasta atriðið í Krakkafréttaannálnum 2021 og drógu bæði umsjónarmenn og gesti út á dansgólfið.
31.12.2021 - 19:50
Biðla til fólks að gæta sóttvarna um áramótin
Lögreglan biðlar til almennings að gæta að sóttvörnum þegar áramótunum verður fagnað í kvöld. Ekki stendur til að banna fólki að koma saman á opnum svæðum til að skjóta upp flugeldum.
Halda áramótabrennu til streitu og horfa á úr bílunum
Áramótabrennur hafa verið slegnar af víðast hvar á landinu. Á mörgum stöðum á þó að halda flugeldasýningar sem fólk getur horft á úr öruggri fjarlægð og sums staðar verður haldin svokölluð bílabrenna.
31.12.2021 - 12:40
Eyða áramótunum úti á sjó og uppi á fjöllum
Fólk eyðir áramótunum á misjafnan hátt, meðal annars úti á sjó og uppi á fjöllum. Á meðan skipverjar á loðnuskipi borða áramótasteikina á landleið, fagnar tuttugu manna hópur áramótunum í fjallaskála í Básum.
31.12.2021 - 12:16
Áramótaskaupið einnig aðgengilegt erlendis
Áramótaskaupið, sem sýnt er klukkan 22.30 í kvöld, verður aðgengilegt öllum jafnt innan lands sem utan. Verður því hægt að horfa á útsendinguna hér á RÚV.is jafnvel ef maður er staddur utan Íslands.
31.12.2021 - 10:40
Hætta á gróðureldum á Suðurlandi
Mikil hætta er á gróðureldum á Suðurlandi nú um áramótin. Þetta segir í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu.
31.12.2021 - 08:48
Big Ben heilsar árinu 2022 með kunnuglegum klukkuhljómi
Bjallan mikla sem ber gælunafnið Big Ben hljómar á miðnætti í kvöld til að marka upphaf ársins 2022. Viðgerð hefur staðið yfir á klukkunni og klukkuturninum frá árinu 2017.
31.12.2021 - 06:39
Erlent · Evrópa · Bretland · London · Big Ben · Westminster · áramót
Færeyjar: Hvatt til fámennis við áramótafögnuð
Kórónuveirusmitum fjölgar enn í Færeyjum og því hvetja yfirvöld almenning til hófs við áramótafögnuð að þessu sinni. Alls greindust 216 ný smit á fimmtudaginn sem er það mesta á einum degi í landinu frá því faraldurinn skall á.
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Sjónvarpsfrétt
Margir kaupa flugelda á netinu
Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna voru opnaðir í dag en líkt og í fyrra er hægt að panta flugelda á netinu. Erfiðlega gekk að koma flugeldum til landsins í faraldrinum en það náðist þó í tæka tíð.
29.12.2021 - 11:42
Omíkron orðið allsráðandi í Bandaríkjunum
Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er orðið allsráðandi þegar kemur að nýjum smitum meðal Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Hluti starfsliðs Hvíta hússins er smitaður af COVID-19.