Færslur: Aprílsólarkuldi

Gagnrýni
Samhengislaust rugl í fullkomnu samhengi
Elísabet Jökulsdóttir sýnir aðdáunarverða leikni í skáldsögunni Aprílsólarkuldi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Viðtal
Talaði ekki við móður sína eftir sjálfræðissviptinguna
„Þetta er rosaleg aðgerð og ég talaði ekki við hana í tvö ár en fann svo út að hún hefði bjargað lífi mínu,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir sem var nauðug vistuð á geðdeild eftir að hafa lengi verið með miklar ranghugmyndir um að vera útvalin af guði. Hún segir frá mögnuðu lífshlaupi í nýrri skáldsögu.
Gagnrýni
Dásamleg ljóðleiftur í agaðri skáldsögu
Það leynir sér ekki að skáldsagan Aprílsólarkuldi, eftir Elísabetu Jökulsdóttur, er afar persónulegt verk, segja gagnrýnendur Kiljunnar. Um leið sé bókin mótaðri og agaðri en það sem höfundurinn hefur áður sent frá sér. „Það er svo gaman að sjá hana stíga inn í form sem hún hefur fullkomið vald á.“
Hvergerðingar sérfræðingar í að taka á móti furðufuglum
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og miðbæjardrottning seldi nýverið töfrahúsið sitt á Framnesvegi og flutti til Hveragerðis. Hún segist í fyrstu hafa kviðið fyrir því að vera merkt sem furðufugl í bænum.