Færslur: aprílgabb

Fljúgandi diskur á Mýrdalssandi og ódýrar þyrluferðir
Til að láta einhvern hlaupa apríl þarf að ginna viðkomandi í erindisleysu, helst yfir þrjá þröskulda. Ærsli og gaman tengjast 1. apríl allt frá miðöldum í Evrópu. Þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár 25. mars á vorjafndægri. Slíkar hátíðir stóðu í átta daga þannig að 1. apríl var síðasti dagur nýárshátíðarinnar. 
01.04.2021 - 14:30
Myndskeið
Skyndibitakeðja í mál við Kópavogskirkju
Útsala á plötum, bann við heimsóknum á ferðamannastaði og fleira hefur fengið fólk til að hlaupa apríl. Þá komust aðstandendur Kópavogskirkju í hann krappan eitt árið þegar alþjóðleg skyndibitakeðja fór í mál við hana - allt í plati þó.
01.04.2020 - 20:00
Viðtal
Einhver búinn að skíta á bílinn
Pétur Jóhann Sigfússon var frekar bjartsýnn á ástandið í þjóðfélaginu þegar hann mætti í Núllstillinguna fyrr í dag. Sonur hans, Jóhann Berg, fylgdi með pabba sínum í viðtalið og var fyrsti áhorfandi þáttarins í Eldborg í Hörpu, sem alla jafna er tóm á meðan útsendingu stendur.
01.04.2020 - 18:42
Ætla að sleppa aprílgabbi vegna falsfrétta
Fjölmiðlar í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, ætla að sleppa hefðbundu aprílgabbi á morgun. Ritstjórar segja að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum.
31.03.2017 - 14:03