Færslur: Apple

Methagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi
Raftækjaframleiðandinn Apple skilaði methagnaði á síðasta ársfjórðungi síðasta árs vegna mikillar sölu á snjallsímum, fartölvum og spjaldtölvum fyrirtækisins. Alls seldi fyrirtækið vörur fyirr rúma 111 milljarða bandaríkjadala á lokaársfjórðungi síðasta árs, og skilaði hagnaði upp á 28,7 milljarða dala, jafnvirði um 3.700 milljarða króna. Fyrirtækið hefur aldrei skilað jafn miklum hagnaði á einum ársfjórðungi.
28.01.2021 - 04:42
Apple lokar á framleiðendur Fortnite
Tæknirisinn Apple ákvað í gærkvöld að loka á tölvuleikjaframleiðandann Epic Games, sem framleiðir meðal annars hinn geysivinsæla Fortnite. Leiknum var úthýst úr tækjum Apple 13. ágúst eftir uppfærslu þar sem Epic Games reyndi að koma í veg fyrir að Apple hlyti sinn skerf af tekjum leiksins.
29.08.2020 - 06:57
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Apple og Google taka höndum saman gegn COVID-19
Tæknirisarnir Apple og Google vinna nú saman með yfirvöldum við smitrakningu með aðstoð Bluetooth tækninnar. CNN greinir frá. Tæknin verður notuð til þess að sjá hverjir voru nálægt einhverjum sem hefur smitast af COVID-19. Sameiginlegt app fyrirtækjanna verður klárt fyrir bæði iOS og Android stýrikerfi í næsta mánuði.
10.04.2020 - 22:55
Apple fjarlægir forrit eftir þrýsting frá Kína
Tæknirisinn Apple fjarlægði smáforrit með korti af Hong Kong úr tækjum sínum. Vill fyrirtækið meina að forritið stefni lögreglu í hættu. Kínversk stjórnvöld þrýstu á Apple að fjarlægja forritið.
10.10.2019 - 06:20
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong · Apple
Lofa nýjum og betri iPhone eftir tíu daga
Apple boðaði þrjár útgáfur af nýjum iPhone 11 síma og snjallúr „sem aldrei sefur“, á sérstökum viðburði fyrirtækisins, í höfuðstöðvum Apple í Kaliforníu í dag. Tæknirisinn lofar betri myndgæðum og kröftugri myndavélum. Nýi síminn virðist vera útbúinn tveimur og jafnvel þremur myndavélum á bakhlið.
10.09.2019 - 19:21
Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.
14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Facebook · google · Apple · Smáforrit
Leiðsöguhundur og letidýr meðal nýrra tjákna
Flestir sem notast við netmiðla kannast við svokölluð tjákn, lyndistákn eða „emojis“ og hefur tæknirisinn Apple greint frá fjölda nýrra slíkra tákna sem notendur tækja frá fyrirtækinu geta nýtt sér innan skamms.
17.07.2019 - 05:53
Apple undirbýr endalok iTunes
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur í hyggju að hætta með forritið iTunes sem gert hefur notendum kleift að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti, hlusta á hlaðvörp og stjórna Apple tækjum í borðtölvum sínum í meira en tvo áratugi.
31.05.2019 - 19:28
Apple Pay kemur loksins á íslenskan markað
Nú geta íslenskir notendur IOS stýrikerfis Apple síma loksins nýtt símtækið sem greiðslumáta eins og Android notendur hafa lengi getað. Apple Pay er svipuð lausn og snertilaus debet- eða kredit-kort og eykur þægindi fólks við greiðslur á netinu.
09.05.2019 - 14:52
Stríð í uppsiglingu á milli Netflix og Apple?
Fram undan gætu verið átök milli Apple og Netflix vegna þess að Apple opnar efnisveitu í haust. Netflix lokaði Airplay-stuðningi úr Apple-tækjum á dögunum vegna tæknilegra takmarkana, en þeir vilja meina að þeir geti ekki tryggt ánægju viðskiptavina sinna af Netflix-appinu þegar útsendingu er kastað úr Apple-tækjum í sjónvörp.
10.04.2019 - 16:00
Eru Apple búnir að missa það?
Apple var með kynningu á mánudaginn eins og þeir hafa gert reglulega á undanförnum áratugum með góðum árangri. Svo góðum að það hefur minnt á trúarsamkomur. Eitthvað virðast töfrarnir vera farnir að súrna hjá Apple því kynningin var frekar vandræðaleg og það var stutt í kjánahrollinn hjá þeim sem á horfðu, segir Guðmundur Jóhannsson.
28.03.2019 - 11:20
Lögmaður Apple sakaður um innherjaviðskipti
Lögmaður Apple sem átti að fylgjast með því að hluthafar fyrirtækisins stunduðu ekki innherjaviðskipti hefur verið ákærður af bandarískum yfirvöldum. Honum er gefið að sök að hafa stundað innherjaviðskipti.
14.02.2019 - 06:28
Andlitsgreining skapar margvísleg álitaefni
Andlitsgreining í snjalltækjum og á samfélagsmiðlum vekur upp spurningar um persónuvernd og það hvernig upplýsingarnar eru notaðar, segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
03.02.2019 - 20:23
Reyndu að vara við galla fyrir meira en viku
Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við því að hægt væri að hlera samtöl í gegnum FaceTime forrit fyrirtækisins fyrir viku. BBC greinir frá. Apple greindi fyrst frá gallanum á mánudag. Michele Thompson og fjórtán ára sonur hennar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma viðvörunum sínum á framfæri en segja að þær hafi að mestu verið hunsaðar.
30.01.2019 - 06:47
Hlutabréfaverð í Apple fellur enn
Hlutabréfaverð í tölvurisanum Apple hélt áfram að falla í dag. Markaðsvirði fyrirtækisins minnkaði um 75 milljarða Bandaríkjadala í dag, eða um 10 prósent. Þetta versta útreið Apple á mörkuðum síðan 2013.
03.01.2019 - 22:00
Apple gefur út afkomuviðvörun
Apple hefur lækkað tekjuspá sína fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Það er gert vegna mun hraðari hjöðnun á kínverskum mörkuðum er gert var ráð fyrir.
02.01.2019 - 23:31
Stjórnendur Facebook og Apple í hár saman
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, verst ásökunum stjórnanda Apple um að honum sé sama um notendur Facebook. Hann segir það alrangt að ókeypis aðgangur að samfélagsmiðlinum þýði að honum sé sama um notendur hans.
03.04.2018 - 00:53
Erlent · Facebook · Apple
Frakkar íhuga að kæra Apple
Frönsk yfirvöld íhuga að kæra Apple eftir að fyrirtækið viðurkenndi að hægja á eldri símum fyrirtækisins þegar stýrikerfi þeirra eru uppfærð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrirtækið segir það gert til að tryggja hámarksgetu rafhlöðu.
09.01.2018 - 03:31
Apple gagnrýnt fyrir meðvirkni í Kína
Bandaríski tæknirisinn Apple er sakaður um að sýna ritskoðunarstefnu kínverskra stjórnvalda meðvirkni með því að fjarlægja svokölluð VPN-smáforrit úr vefverslun sinni þar í landi. Tim Cook, yfirmaður fyrirtækisins, ver ákvörðun Apple hinsvegar með þeim rökum að fylgja þurfi lögum og reglum í hverju landi fyrir sig.
02.08.2017 - 03:12