Færslur: Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Lagið um hatrið
Tómið heimtir alla, eða hvað?
Hataraævintýrið í Ísrael árið 2019 er flestum Íslendingum og Eurovision-aðdáendum um allan heim líklega í fersku minni enda tókst gjörningasveitinni að vekja mikla athygli og valda usla í keppninni. Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri var með í för og tók upp heimildamynd um það sem fram fór. Fyrsti hluti hennar er á RÚV í kvöld.
Viðtal
Um listina að taka afstöðu
Heimildarmyndin A Song Called Hate verður frumsýnd á föstudag. Í henni er fylgst með meðlimum Hatara í aðdragandanum að umdeildri þátttöku sveitarinnar í Eurovison-keppninni í Ísrael 2019.
Viðtal
„Ég var búin að búa mig undir óvissuna“
Anna Hildur Hildibrandsdóttir fylgdi Hatara-hópnum til Ísraels þegar hljómsveitin tók eftirminnilega þátt í Eurovision árið 2019 og gerði heimildarmynd um ferðalagið. Hópnum tókst að valda nokkrum pólitískum titringi á svæðinu og þegar stigin voru kynnt á úrslitakvöldinu supu margir hveljur þegar liðsmenn sveitarinnar drógu upp palenstínska fánann og veifuðu honum fyrir framan myndavélarnar.