Færslur: Ann Linde

Ummæli sendiráðs um fallinn hermann fordæmd harðlega
Utanríkisráðherra Svíþjóðar boðaði sendiherra Rússlands á sinn fund í gær vegna ummæla sem látin voru falla á samfélagsmiðlum í nafni sendiráðsins um fallinn sænskan hermann.
Ann Linde kallar rússneska sendiherrann á teppið
Sendiherra Rússa í Svíþjóð verður kallaður á teppi utanríkisráðuneytisins í næstu viku vegna ummæla sem hann lét falla um sænskan hermann sem féll í Úkraínu.
Rússar ítreka viðvörunarorð gangi Svíar í NATÓ
Ef Svíar ákveða að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið bíða þeirra refsiaðgerðir af hálfu Rússa. Rússneska fréttastofan Interfax hafði þetta eftir embættismanni í utanríkisráðuneytinu í gær. Ann Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar segir að Rússar hafi ekkert vægi þegar kemur að sjálfstæðum ákvörðunum Svía.
Dönsk stjórnvöld aðstoða Íslendinga við að komast heim
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greinir frá því í færslu á Twitter að fyrr í dag hafi flugvél lent í Kaupmannahöfn með 131 farþega frá Islamabad í Pakistan. Um borð hafi verið fólk sem Danir hefðu aðstoðað stjórnvöld í Svíþjóð og á Íslandi við að ferja heim frá Afganistan.
22.08.2021 - 15:25
Svíar mega fara til 10 landa - meðal annars Íslands
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í dag um rýmkun ferðatakmarkana sem Svíar hafa þurft að sæta síðan í mars. Frá og með 30. júní mega Svíar ferðast til tíu landa, þeirra á meðal er Ísland sem er það eina af Norðurlöndunum sem býður Svía velkomna.
17.06.2020 - 16:25