Færslur: Angela Merkel

Segist ekki þurfa að afsaka stefnu sína gagnvart Rússum
Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu en segist ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu varðandi stefnu hennar gagnvart Rússum og Rússlandsforseta í valdatíð sinni. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali sem tekið var við kanslarann fyrrverandi í Berlín í gær.
08.06.2022 - 07:14
Pistill
Tilfinningar á torgum samfélagsmiðla
„Hvað gerist þegar rýmið til að halda hamingju og harmi í hjarta okkar, þetta tilfinningarými sem við hleypum eingöngu okkar nánustu inn í, tekur að skreppa saman, samhliða því að líf okkar fer að sístækkandi hluta fram á opinberum vettvangi?“
27.04.2022 - 09:54
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
Þýskaland
Endurkjör Steinmeiers talið býsna öruggt
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands þykir nokkuð öruggur um að ná endurkjöri í dag. Þingmenn á sambandsþinginu kjósa forsetann ásamt jafnmörgum fulltrúum þinga hvers sambandsríkis.
Sjónvarpsfrétt
Merkel: Góður stjórnandi í kreppu en margt enn ógert
Angela Merkel, sem lét af embætti kanslara Þýskalands í gær eftir 16 ár í embætti leiddi Þýskaland í gegnum markar kreppur, færði Kristilega demókrata nær miðjunni og tók ekki róttækar ákvarðanir nema hún nauðsynlega þyrfti. Þetta er meðal þess sem sérfræðingar segja um pólitíska arfleið Merkel.
09.12.2021 - 09:53
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Spegillinn
Krísukanslarinn kvaddur
Á hráslagalegu desemberkvöldi var Angela Merkel, kanslari Þýskalands kvödd af þýska hernum. Merkel sat á rauðum palli fyrir framan aðra gesti við varnarmálaráðuneytið í Berlín og fylgdist með lúðrablásurum marséra í bjarma frá kyndlum. Athöfnin sem kölluð er Der grosse Zapfenstreich er sá mesti heiður sem þýski herinn getur nokkrum sýnt og var eiginlega hin opinbera kveðja til Merkel eftir sextán ár á kanslarastóli.
03.12.2021 - 20:58
Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Rauði krossinn lýsir áhyggjur af innviðum samfélaga
Í nýrri skýrslu Rauða krossinn koma fram þungar áhyggjur af því að innviðir samfélaga þoli illa álagið sem fylgir aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Evrópa er að nýju orðin þungamiðja faraldursins þar sem gripið er til harðra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslunni.
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Óttast að hundrað þúsund gætu dáið í nýrri bylgju
Hundrað þúsund gætu dáið til viðbótar í nýjustu Covid-bylgjunni í Þýskalandi. Þetta er mat Christians Drosten, veirufræðings sem þýski miðillinn Deutsche Welle ræddi við í dag. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í landinu en í gær, eða rúmlega fimmtíu þúsund. 235 létust en fyrra met í fjölda smitaðra var sett á þriðjudaginn. Drosten sagði algjört neyðarástand nú ríkja í landinu.
Leiðtogarnir kvöddu Angelu Merkel með virktum
Leiðtogar Evrópusambandsríkja kvöddu með virktum Angelu Merkel, fráfarandi kanslara Þýskalands, á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Brussel. Hún hefur setið á annað hundrað slíka fundi á síðastliðnum sextán árum.
22.10.2021 - 16:10
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Hnífjafnt samkvæmt útgönguspám í Þýskalandi
Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn fá hvor um sig 25 prósent atkvæða í kosningum í Þýskalandi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar nú klukkan 16:00 þegar kjörstöðum var lokað. Samkvæmt útgönguspánum eru Græningjar orðnir þriðji stærsti flokkurinn með 15 prósent atkvæða. Þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland fær 11 prósent, líkt og Frjálslyndir. Vinstriflokkurinn fær 5 prósent, samkvæmt útgönguspám.
26.09.2021 - 16:07
Sjónvarpsfrétt
Hver er arfleið Angelu Merkel?
Fjórir hafa gegnt embætti forseta Frakklands í valdatíð Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara, og fimm hafa setið í embætti forsætisráðherra Bretlands. Sumum þykir valdatíð Merkel mikilægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna en öðrum þykir kanslarinn ekki hafa gert nóg til að uppræta kynjamisrétti.
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Forysta Jafnaðarmanna í Þýskalandi eykst
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september. Samkvæmt þessari nýju könnun styðja 25 prósetnt kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna, CDU/CSU, og 16 Græningja.
Heimsglugginn
Jafnaðarmenn með nauma forystu í Þýskalandi
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi eftir mánuð. Lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari.
Pútín varar við algeru hruni í Afganistan
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hvetur alþjóðasamfélagið til að koma í veg fyrir að algert hrun í Afganistan eftir valdatöku Talibana. Þetta kom fram á fundi hans með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í dag þar sem þau ræddu málefni Afganistan í þaula. 
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Ringulreið í Kabúl en þúsundir leita leiða til að flýja
Erlend ríki keppast nú við að koma borgurum sínum brott frá Afganistan. Ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins halda neyðarfund um stöðuna í Afganistan í dag.
Breskur sendiráðsstarfsmaður grunaður um njósnir
Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.
Mannfall í átökum stríðandi fylkinga í Úkraínu
Úkraínskur hermaður og almennur borgari féllu í átökum milli hers landsins og sveita aðskilnaðarsinna hlynntum rússneskum stjórnvöldum. Átök hafa blossað upp að nýju í sumar.
11.08.2021 - 10:27
Merkel segir vart til orð yfir eyðilegginguna
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þýsk tunga eigi vart orð til að lýsa eyðileggingunni sem flóðin í vestanverðu landinu hefur haft í för með sér. Hún kannaði aðstæður í þorpinu Schuld í Rheinland- Pfalz ríki í dag.
18.07.2021 - 17:52