Færslur: Angela Merkel

Tvísýnt um Brexit viðskiptasamning
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að Bretar verði að búa sig undir að viðskiptin við Evrópusambandið verði á grundvelli alþjóðlegra viðskiptasamninga. Horfur á að viðskiptasamningur takist á milli ESB og Breta hafa minnkað. Lítill vilji virðist til að slaka á afstöðu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þó að báðir þurfi að gefa eftir til að ná samkomulagi. 
16.10.2020 - 13:34
Mögulega hætt við Nord Stream 2
Þjóðverjar hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gaslögnina Nord Stream 2, gefi Rússar ekki viðunandi skýringar á hvernig stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny veiktist af taugaeitrinu novichok. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín. Hann er áfram í öndunarvél og segja læknar að of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins.
07.09.2020 - 18:17
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
03.09.2020 - 10:14
Merkel fordæmir tilræðið við Navalny
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefur rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny. Hún segir engan vafa leika á að honum hafi verið byrlað taugaeitrið nocvichok. Navalny er á Charité spítalanum í Berlín þar sem honum er haldið sofandi.
02.09.2020 - 17:06
Navalny gefið sama mótefni og Skripal-feðginum
Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti í dag rússnesk yfirvöld til að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny sem nú liggur nú í dái á sjúkrahúsi í Berlín.
24.08.2020 - 22:43
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Fleiri vantreysta Trump en Pútín og Xi Jinping
Mun fleiri bera traust til Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta en til Bandaríkjaforseta, samkvæmt könnun sem gerð var meðal nær 37.000 borgara í 32 ríkjum heims. Og fleiri vantreysta Bandaríkjaforseta en forsetum Rússlands og Kína.
09.01.2020 - 04:05
Macron segir að NATO sé að verða heiladautt
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Atlandshafsbandalagið sé að verða heiladautt. Þetta sagði hann í viðtali við tímaritið Economist í dag. Yfirvöld í Rússlandi eru ánægð með ummæli Macrons en Kanslari Þýskalands er á öðru máli.
07.11.2019 - 20:35
Myndskeið
Þétta raðirnar gegn loftslagsvá
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta svæði heims árið 2030, samkvæmt yfirlýsingu sem forsætisráðherrar ríkjanna undirrituðu í dag. Kanslari Þýskalands vill leggjast á árina með Norðurlöndunum í málefnum norðurslóða.
20.08.2019 - 19:39
Myndskeið
Merkel skalf og titraði aftur í Berlín
Angela Merkel Þýskalandskanslari fékk skjálftakast í dag - í annað sinn á rúmri viku. Á myndskeiði af atvikinu sést hún hríðskjálfa við hlið Frank-Walter Steinmeier forseta þegar nýr dómsmálaráðherra var kynntur.
27.06.2019 - 11:12
Merkel telur stöðu sína óbreytta
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur ekki ástæðu til að ætla að tilkynning hennar um að hún fari frá árið 2021 dragi úr áhrifum hennar sem kanslara á alþjóðavettvangi.
30.10.2018 - 15:30
Merkel vill sitja sem kanslari til ársins 2021
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, staðfesti á blaðamannafundi í hádeginu að hún ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður CDU, flokks Kristilegra demókrata á landsfundi flokksins í desember. Hún sé reiðubúin til þess að sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur árið 2021.
29.10.2018 - 13:43
Greinir á um Evrópusamstarf
Frönsk stjórnvöld eru sögð ósátt við dræmar undirtektir í Þýskalandi við tillögum sínum um endurbætur á samstarfi Evrópuríkja. Leiðtogar ríkjanna ræðast við ásamt ráðherrum í Berlín.
19.06.2018 - 13:51
Setur Merkel afarkosti
Líkur eru taldar á að ríkisstjórnarsamstarfið í Þýskalandi sé í hættu. Innanbúðardeilur eru í stjórninni vegna innflytjendamála. Horst Seehofer innanríkisráðherra hefur sett Angelu Merkel kanslara afarkosti.
18.06.2018 - 22:10
Ágreiningur innan ríkisstjórnar Merkel
Gjá hefur myndast milli Angela Merkel Þýskalandskanslara og Horst Seehofer, innanríkisráðherra landsins, um innflytjendamál, eins og að orði er komist í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Þrýst er á Merkel um að herða á innflytjendamálum en hún hefur þótt mjög frjálslynd í þeim efnum, sérstaklega eftir að um milljón manns var hleypt til landsins árið 2015. Ágreiningurinn er talinn ógna samsteypustjórn Merkel.
15.06.2018 - 01:53
Merkel kjörin kanslari í fjórða sinn
Angela Merkel sór í dag embættiseið í fjórða sinn sem kanslari Þýskalands. Áður hafði meirihluti þingmanna á sambandsþinginu í Berlín lýst yfir stuðningi við hana með 364 atkvæðum gegn 315. Níu sátu hjá. Eftir það tilnefndi Frank-Walter Steinmeier hana sem kanslara.
14.03.2018 - 11:35
Fréttaskýring
Samið um nýja „Große Koalition" í Þýskalandi
Loksins, loksins hefur sjálfsagt einhver sagt í Þýskalandi í morgun þegar tilkynnt var að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar, rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar kusu nýtt þing. Angela Merkel verður áfram kanslari. Það hefur ekki gengið þrautalaust að mynda nýja stjórn enda kom upp flókin staða eftir kosningarnar í lok september. Stjórnarflokkarnir, Kristilegir og Jafnaðarmenn, þeir sömu og ætla nú að mynda stjórn, töpuðu verulegu fylgi.
Fréttaskýring
Þýskir Jafnaðarmenn ákveða sig á morgun
Þýskir Jafnaðarmenn ákveða á fundi á morgun hvort þeir gangi til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Kristlega demókrata. Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra og kanslari, urðu ásátt um það fyrr í vikunni að hefja slíkar viðræður.
Tyrkir vilja bætta sambúð við Evrópu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fór fyrir helgi til Frakklands til viðræðna við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Heimsóknin er liður í tilraunum Tyrkja til að bæta sambúðina við ríki Evrópusambandsins, sem hefur verið mjög stirð undanfarin misseri.
Mótmælaalda vegna G20-fundar í Hamborg
Mikill viðbúnaður er í Hamborg í Þýskalandi vegna komu leiðtoga G20-ríkjanna í vikunni, bæði hjá lögreglu og ýmsum mótmælendahópum, enda eru leiðtogarnir umdeildir. Lögreglan furðar sig á því að G20-fundurinn sé enn haldinn í fjölmennri borg og óttast að hryllingurinn í Genúa á Ítalíu árið 2001 endurtaki sig. Þá lést 23 ára mótmælandi í átökum við lögreglu.
03.07.2017 - 12:33
Merkel hittir Trump í Washington
Fyrsti fundur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands með Donald Trump Bandaríkjaforseta verður í Washington um miðjan þennan mánuð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. AFP hefur þetta eftir heimildamanni sínum í þýska stjórnkerfinu.
03.03.2017 - 15:07