Færslur: Andrés prins

Vitni grefur undan frásögn Andrésar í Epstein-máli
Vitni hefur gefið sig fram við lögmann sex brotaþola í máli bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epsteins. Vitnið segist hafa séð Andrés prins með einni af stúlkunum sem Epstein hélt í mansali á skemmtistaðnum Tramp í Mayfair. Andrés hefur haldið því fram að hann hafi aldrei hitt umrædda stúlku og þaðan af síður verið á þessum skemmtistað því þennan dag hafi hann setið að snæðingi með dóttur sinni á pizzustað í Woking.
04.08.2020 - 19:10
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.
Myndband
Saksóknarar vilja að Andrés prins gefi skýrslu
Saksóknari í New York-ríki í Bandaríkjunum sagði á blaðamannafundi í dag að hún vilji ræða að Andrés Bretaprins vegna rannsóknar á brotum barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Saksóknarinn, Audrey Strauss, vildi ekkert gefa upp um stöðu prinsins við rannsóknina. Fyrrverandi kærasta Epstein var handtekin af FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, í dag.
02.07.2020 - 22:05
Fyrrum kærasta Jeffrey Epstein handtekin af FBI
Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Maxwell er sú sem kynnti Andrés Bretaprins fyrir Epstein.
02.07.2020 - 14:23
Neituðu að flagga á afmæli Andrésar prins
Eftir að fjöldi breskra borgar- og bæjarstjóra neituðu að flagga breska fánanum í tilefni sextugsafmælis Andrésar prins ákváðu stjórnvöld að breyta stefnu sinni. 
07.02.2020 - 10:13
Segir Andrés prins ekki hjálplegan
Saksóknari í New York segir Andrés Bretaprins hafa verið allt annað en hjálplegan í rannsókn embættisins á máli Jeffrey Epsteins. Yfirlýsing saksóknarans stangast á við fyrri yfirlýsingar prinsins, sem hefur sagst boðinn og búinn að veita allar upplýsingar um Epstein heitinn, sem grunaður var um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
Myndskeið
Fimm konur vilja stefna Andrési fyrir dóm
Fimm konur vilja láta stefna Andrési Bretaprinsi fyrir dóm. Þær segja hann hafa verið vitni af því þegar stúlkur undir lögaldri nuddu menn í húsakynnum barnaníðingsins Jeffrey Epstein.
02.12.2019 - 22:29