Færslur: Andres Manuel Lopez Obrador

Mexíkóforseti segist á góðum batavegi eftir COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, er á góðum batavegi eftir að hafa veikst af COVID-19 í síðasta mánuði. Forsetinn birti í gær myndskeið á samfélagsmiðlum, þar sem hann ávarpar landa sína og segist „vera við góða heilsu og á batavegi.“
Mexíkóforseti með COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tilkynnti í dag að hann hefði greinst með COVID-19. Einkennin væri þó væg enn sem komið er, skrifaði forsetinn, sem sagði frá veikindunum á samfélagsmiðlum. „Því miður þarf ég að greina ykkur frá því að ég er smitaður af COVID-19. Einkennin eru væg en læknismeðferð er þegar hafin,“ skrifaði forsetinn, „og eins og alltaf, þá er ég bjartsýnn.“
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.