Færslur: andlitsgrímur

Varað við ófullnægjandi andlitsgrímum
Neytendastofa varar við ófullnægjandi andlitsgrímum. Til dæmis hafa verið seldar grímur í kössum merktum fyrirtæki í Chile sem veita litla sem enga vörn.
16.10.2020 - 15:47
Viðtal
„Auðvitað á fólk að vera með grímur“
Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar, segir Erna Milunka Kojic íslenskur smitsjúkdómalæknir í New York. Þar er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið.
11.10.2020 - 20:36
Rétt grímunotkun er mikilvæg svo hún skili árangri
Færst hefur í vöxt undanfarnar vikur að fólk beri grímu á almannafæri til að vernda sig og aðra frá að smitast af veirunni. Til að gríman gagnist þarf að hafa nokkur atriði í huga og nota grímuna rétt því annars skilar hún engum árangri.
08.10.2020 - 20:43
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Kletturinn og allt hans fólk smitaðist af Covid-19
Bandarísk-kanadíski leikarinn Dwayne Johnson smitaðist af Covid-19. Hann segist vera búinn að ná sér og sé hættur að smita.
Donald Trump beinir spjótum að grímulausri Nancy Pelosi
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings finna til tevatnsins eftir að myndir náðust af henni grímulausri á hárgreiðslustofu í San Francisco.
Talið að loftkæling geti verið ofurdreifari COVID-19
Ofurdreifarar kórónuveirunnar eru ekki manneskjur heldur loftkæli- og loftræstibúnaður í lokuðum rýmum.
Andlitsgrímur skylda á almannafæri í Seoul
Nú ber fólki skylda að bera andlitsgrímur almannafæri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Myndskeið
Breytingar á hömlum á næsta leiti
Landamæraaðgerðir verða endurskoðaðar eftir eina til tvær vikur, segir sóttvarnalæknir. Þeim þurfi þó að halda áfram. Hann telur að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands. 
Grímuskylda á flestum frönskum vinnustöðum
Yfirvöld í Frakklandi ætla að koma á grímuskyldu á flestum vinnustöðum. Reglurnar, sem verða kynntar á næstunni, munu taka gildi 1. september og eru til komnar vegna fjölgunar kórónuveirutilfella í landinu.
18.08.2020 - 19:51
Taugríma ekki það sama og taugríma
Efnisval og fjöldi laga skiptir miklu máli þegar kemur að gagnsemi taugríma til þess að bægja frá kórónuveirusmiti. Þetta segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum. Jón Magnús birti grein á Vísindavefnum í dag þar sem hann ræðir kosti og galla fjölnota taugríma.
13.08.2020 - 14:23
Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.
Skylt að bera grímur á fjölförnustu svæðum Parísar
Vegfarendur sem eiga leið um annríkustu staði Parísarborgar þurfa að bera grímu fyrir vitum sér frá og með mánudeginum. Börn undir ellefu ára aldri eru undanskilin.
08.08.2020 - 19:16
Vikulokin
„Vissum ekki það sem við vitum núna“
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að miðað við núverandi stöðu þekkingar á kórónuveirunni sé óhætt að mæla með grímunotkun fyrir almenning ef ekki er hægt að gæta fjarlægðatakmarkana. Hún segir jafnframt að falskt öryggi hafi hugsanlega verið fólgið í landamæraskimun.
08.08.2020 - 12:51
Yfir hundrað smit á dag í Danmörku
136 ný kórónuveirutilfelli greindust í Danmörku í dag og er það þriðji dagurinn í röð sem yfir hundrað ný smit greinast. Á fimmtudag greindist 121 nýtt tilfelli og á miðvikudag voru þau 112. Helmingur tilfellanna í dag greindist í Árósum.
07.08.2020 - 15:22
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Snyrtifræðingar laga sig að breyttum veruleika
Margar snyrtistofur landsins hafa í bili hætt að bjóða upp á andlitsmeðferðir, svo sem húðhreinsun. Þetta er gert vegna reglna um tveggja metra samskiptafjarlægð og grímunotkun. Hertar reglur tóku gildi í byrjun mánaðar um að alls staðar þar sem tveggja metra fjarlægð er ekki möguleg skuli fólk bera andlitsgrímur fyrir vitum sér.
05.08.2020 - 10:10
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð í strætó
Það er ómögulegt að tryggja tveggja metra bil milli farþega í öllum ferðum strætó, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum. 
31.07.2020 - 11:48
Grímuskylda um borð í Herjólfi
Farþegum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður gert að bera grímur um borð en um sinn verður farþegafjöldi ekki takmarkaður.
31.07.2020 - 02:17
Myndskeið
Svona á að nota grímur
Margir ruku út í búð strax eftir blaðamannafundinn í dag til að kaupa sér grímu. Sums staðar þurfti að kalla út auka mannskap til að afgreiða grímurnar. Sérfræðingur hjá sóttvarnalækni segir þó að tveggja metra reglan sé aðalatriðið. Grímur eigi bara að nota þar sem ekki sé unnt að halda tveggja metra fjarlægð. Þegar gríman er orðin rök verði að henda henni og fá sér nýja.
Bandarískum stjórnvöldum ráðlagt um viðbrögð
Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir hundruðum þúsunda dauðsfalla til viðbótar af völdum kórónuveirunnar. Þetta er mat samtaka læknaskóla í landinu. Taka þurfi upplýstar ákvarðanir um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar.
30.07.2020 - 01:05
Þurfa ekki að bera grímur á kránni
Almenningur í Englandi þarf að bera andlitsgrímur í verslunum, stórmörkuðum, bönkum, verslunarmiðstöðvum og sumum matsölustöðum frá og með deginum í dag. Reglurnar voru kynntar fyrr í júlí en þær taka gildi í dag.
24.07.2020 - 11:20
Trump hvetur til grímunotkunar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvetur nú landa sína til að bera andlitsgrímur til að varna kórónuveirusmiti. Hann birtir mynd af sér með grímu fyrir vitum sér á Twitter-síðu sinni og segir það bera vott um þjóðrækni.
20.07.2020 - 23:32