Færslur: Andlát

Kirkjuklukkum hringt til að minnast látinna
Bjöllur dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Washington höfuðborg Bandaríkjanna gullu þúsund sinnum í gær. Hver sláttur táknaði þúsund andlát af völdum COVID-19 í landinu. Nærri milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Andlát: Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lést í gær 93 ára að aldri.
04.05.2022 - 09:29
COVID-faraldurinn gæti hafa haft áhrif á fjölda andláta
Óvenjumargir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins, 150 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að COVID-faraldurinn geti hafa haft þar áhrif.
25.04.2022 - 12:06
Leifur Hauksson útvarpsmaður er látinn
Leifur Hauksson útvarpsmaður er látinn sjötugur að aldri, eftir veikindi. Leifur fæddist 11. október 1951 og þótt flestir minnist hans fyrir þætti hans á ríkisútvarpinu var hann einnig tónlistarmaður og leikari. Guðrún Bachmann ekkja Leifs greindi frá andláti hans.
24.04.2022 - 07:20
Æ fleiri látast af völdum COVID-19 í Shanghai
Borgaryfirvöld kínversku stórborgarinnar Shanghai greindu frá því að 39 hefðu látist af völdum COVID-19 í gær. Það er mesti fjöldi andláta frá því stjórnvöld gripu til útgöngubanns í byrjun apríl svo stemma mætti stigu við útbreiðslu veirunnar. Óttast er að útbreiðsla veirunnar sé að aukast í höfuðborginni.
24.04.2022 - 04:30
Tíu saknað eftir námuslys í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys í kolanámu í Zofiowka sunnanvert í Póllandi. Fulltrúar fyrirtækisins JSW sem á og rekur námuna greindu frá þessu í morgun. Jarðskjálfti reið yfir á öðrum tímanum í nótt, sem olli metanleka.
23.04.2022 - 07:20
Sex fórust í flugslysi á Haítí
Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil flugvél brotlenti í úthverfi höfuðborgar Haítí í gær. Vélin fórst skömmu eftir flugtak en hún var á leið frá höfuðborginni Port-au-Prince til bæjarins Jacmel í suðurhluta landsins. Forsætisráðherra landsins lýsir hryggð vegna slyssins.
21.04.2022 - 07:30
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Davíð Scheving Thorsteinsson látinn
Davíð Scheving Thorsteinsson lést á föstudag, 92 ára að aldri. Hann var fyrrverandi framkvæmdastjóri, formaður Rauða kross Íslands og formaður Félags íslenskra iðnrekenda svo fátt eitt sé nefnt.
11.04.2022 - 18:53
Sjónvarpsfrétt
Öðrum skíðamanninum haldið sofandi í öndunarvél
Vettvangsrannsókn hófst í Svarfaðadal í dag eftir að þrír bandarískir ferðamenn urðu þar undir snjóflóði í gærkvöldi. Einn þeirra lést í snjóflóðinu en hinir tveir eru alvarlega slasaðir. 
08.04.2022 - 22:10
Bjarni Tryggvason er látinn
Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Chris Hadfield, kanadískur geimfari, vinur og samstarfsmaður Bjarna, greinir frá þessu.
06.04.2022 - 19:25
Einn lést og fjórir slösuðust í snjóflóðum í Noregi
Einn lést og fjórir slösuðust í tveimur snjóflóðum sem féllu í Lyngen í Noregi í gær.
31.03.2022 - 03:44
Taylor Hawkins trommuleikari Foo Fighters látinn
Taylor Hawkins trommuleikari þeirrar margverðlaunu bandarísku rokksveitar Foo Fighters er látinn fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögum hans í hljómsveitinni.
Bandaríski leikarinn William Hurt látinn
Bandaríski óskarsverðlaunaleikarinn Willam Hurt er látinn 71 árs að aldri. Í tilkynningu segir að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldu sinnar en hann átti viku í að verða 72 ára.
13.03.2022 - 22:54
Eiginmaður Halynu Hutchins afar reiður við Baldwin
Eiginmaður Halynu Hutchins, tökustjóra sem lést af voðaskoti við gerð kvikmyndarinnar Rust í ágúst segist afar reiður leikaranum Alec Baldwin sem hefur borið af sér alla ábyrgð á atvikinu.
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri varð um helgina. 9 sjúklingar eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsinu, þrír þeirra vegna covid en sex af öðrum orsökum. 
21.02.2022 - 14:14
Draugabana-leikstjórinn Reitman látinn
Kanadíski leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn Ivan Reitman er látinn 75 ára að aldri. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa leikstýrt fyrstu myndunum tveimur um draugabanana eða Ghostbusters á níunda áratugnum.
14.02.2022 - 05:30
Eitrun álitin banamein veitingahúsgests
Rúmlega fimmtugur maður er látinn og sjö voru fluttir á sjúkrahús eftir heimsókn á veitingastað í miðbæ Weiden í Bæjaralandi. Lögregla óttast að fólkið hafi orðið fyrir eitrun.
14.02.2022 - 04:10
Ian McDonald einn stofnenda Foreigner er látinn
Enski tónlistarmaðurinn Ian McDonald einn hugmyndasmiða framsækins rokks sjöunda og áttunda áratugarins er látinn sjötíu og fimm ára að aldri. McDonald var einn stofnenda hljómsveitanna King Crimson og Foreigner.
12.02.2022 - 00:35
Andlát vegna COVID-19 á Sunnuhlíð
Einn heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi lést af völdum Covid-19 í morgun. Þrír heimilismenn hafa látist vegna covid eftir að hópsmit kom upp á heimilinu í byrjun mánaðar.
04.02.2022 - 12:09
Einn auðugasti maður Danmerkur látinn
Danski athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Michael Mortensen er látinn, 49 ára að aldri. Mortensen var stjórnarformaður og einn stærsti eigandi málningarfyrirtækisins Flügger. Fyrirtækið greindi frá andlátinu í tilkynningu.
01.02.2022 - 10:01
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.