Færslur: Andlát

Lést á Landspítala af völdum COVID-19
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum á síðasta sólarhringnum. Nú hafa 27 látist úr sjúkdómnum hér á landi, 17 í þriðju bylgjunni.
01.12.2020 - 10:16
Halldór Grönvold er látinn
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum 18. nóvember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall.
24.11.2020 - 09:29
Páll Pétursson fyrrverandi ráðherra er látinn
Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Landspítalanum í gær 23. nóvember, 83 ára að aldri.
24.11.2020 - 09:14
Einn forvígismanna ísfötuáskorunarinnar látinn
Patrick Quinn einn þeirra sem gerði ísfötuáskoruna að alþjóðlegu æði árið 2014 er látinn, þrjátíu og sjö ára að aldri. Quinn greindist með ALS eða Lou Gehgrig sjúkdóminn fyrir sjö árum. Ísfötuáskoruninni var ætlað að safna fé til rannsóknar á sjúkdómnum.
23.11.2020 - 04:51
Auðunn Gestsson blaðasali er fallinn frá
Auðunn Gestsson, sem betur var þekktur sem Auðunn blaðasali, lést síðastliðinn miðvikudag. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1938 og var álitinn elsti maður í heimi með Downs-heilkenni.
21.11.2020 - 22:53
Íslendingur lést úr COVID-19 í vinnuferð í Rússlandi
Íslenskur maður á sextugsaldri lést af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi á Kamtsjatka-skaganum í Rússlandi í gær. Maðurinn, sem var búsettur í Bolungarvík, var í vinnuferð þegar hann var lagður inn á sjúkrahús með skæða lungnabólgu fyrir tæpum tveimur vikum.
12.11.2020 - 16:09
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Myndskeið
Sean Connery látinn
Skoski stórleikarinn Sean Connery er látinn, níræður að aldri. Hann var fyrstur manna til að leika njósnara hennar hátígnar James Bond á hvíta tjaldinu.
31.10.2020 - 12:41
Stjórnarformaður Samsung-samsteypunnar látinn
Lee Kun-hee, auðugasti og valdamesti iðjuhöldur Suður Kóreu lést í dag 78 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður Samsung og tókst í sinni tíð að gera fyrirtækið að einhverju mesta tæknistórveldi heimsins.
25.10.2020 - 04:23
Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari látin
Ruth Ginsburg dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna er látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skipaði hana í embætti árið 1993.
Tónlistarmaðurinn Reel 2 Real látinn
Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Erick Morillo sem gekk meðal annars undir listamannsnafninu Reel 2 Real fannst látinn á heimili sínu í Miami í gær.
02.09.2020 - 06:13
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna er allur
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna í Kambódíu er allur, 77 ára að aldri. Kaing Guek Eav, betur þekktur sem Duch dó á sjúkrahúsi en hann hafði verið veikur um árabil.
02.09.2020 - 03:36
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
Myndskeið
Gísli Rúnar Jónsson látinn
Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri og handritshöfundur, lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.
29.07.2020 - 13:21
Síðdegisútvarpið
Ástvinum er frjálst að segja minningarorð við útfarir
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, segir að ekkert girði fyrir það að ástvinir flytji ræður við útfarir. Jón Steinar Gunnlaugsson vakti máls á því á dögunum að ástvinir gætu flutt minningarræður við útfarir í stað presta, eins og hefð er fyrir hér á landi.
23.07.2020 - 19:43
Innlent · Útfarir · Andlát · kirkja
Halldóra K. Thoroddsen skáldkona bráðkvödd
Halldóra K. Thoroddsen, rithöfundur, lést þann 18. júlí, sjötug að aldri. Hún gaf út ljóðabækur, örsögur, skáldsögu og smásögusafn. Halldóra hlaut Fjöruverðlaunin 2016 og verðlaun Evrópusambandsins ári síðar fyrir bók sína Tvöfalt gler. 
22.07.2020 - 10:56
Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.
Kelly Preston er látin
Leikkonan Kelly Preston er látin, 57 ára að aldri. Preston greindist með brjóstakrabbamein fyrir tveimur árum. Hún lætur eftir sig eiginmann sinn, leikarann John Travolta, og tvö börn.
13.07.2020 - 11:09
Breski leikarinn Ian Holm er látinn
Breski leikarinn Ian Holm lést í dag 88 ára að aldri. Holm fæddist í Essex á Englandi 12. september 1931, af skosku foreldri. Hann hóf ungur feril sinn á leiksviði og lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda.
19.06.2020 - 16:28
Listamaðurinn Christo látinn
Búlgarskættaði listamaðurinn Christo er látinn 84 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í New York í dag.
31.05.2020 - 22:51
Andlát: Vilhjálmur Einarsson
Vilhjálmur Einarsson er látinn, 85 ára að aldri. Vilhjálmur var einn fremsti þrístökkvari í heimi á árunum 1956-1962. Frægasta afrek hans vann Vilhjálmur þegar hann vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu 1956 og var um leið fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þá hefur enginn verið kjörinn íþróttamaður ársins oftar en Vilhjálmur.
29.12.2019 - 15:22
Geiri Sæm er látinn
Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík 15. desember, 55 ára að aldri. Ásgeir lærði og starfaði sem matreiðslumeistari en þekktastur er hann fyrir störf sín á tónlistarsviðinu. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans og ástvinum segir að Ásgeir hafi ungur byrjað að læra og semja tónlist. Eftir hann liggja hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu og mikið af óútgefnu efni.
17.12.2019 - 03:41
Ída Jónasdóttir Herman er látin
Ída Jónasdóttir Herman er látin, 94 ára að aldri. Fjallað var um lífshlaup Ídu í heimildaþættinum Aldrei of seint á RÚV í vor.
10.10.2019 - 07:43