Færslur: Andlát

Sjónvarpsfrétt
Kántrídrottningin Loretta Lynn látin
Kántrídrottningin Loretta Lynn lést á heimili sínu í Tennesse í dag, 90 ára að aldri. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir tónlist sína en var umdeild í fyrstu.
04.10.2022 - 19:41
Svavar Pétur: Hversdagsleikinn, lífið og dauðinn
Svavar Pétur Eysteinsson tónlistar-, myndlistarmaður og frumkvöðull er látinn, 45 ára að aldri. Svavar Pétur, sem kom fram undir listamannsnafninu Prins Póló, tókst á við spurningar um listina, lífið og erfiða baráttu sína við krabbamein, bæði í viðtölum og sköpunarverkum sínum.
30.09.2022 - 14:21
Elísabet II Bretadrottning dó úr elli
Elísabet II Bretadrottning dó úr elli. Þetta kemur fram á dánarvottorði drottningar, sem skoska þjóðskjalasafnið birti í gær, fimmtudag. Þar segir að hún hafi andast í Balmoralkastala í Skotlandi klukkan 15.10 hinn 8. september 2022 og er dánarorsök sögð vera elli (e. old age). Skjalið er undirritað af dóttur drottningar, Önnu prinsessu.
30.09.2022 - 05:37
Rapparinn Coolio fannst látinn í Los Angeles
Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Umboðsmaður hans, Jarez Posey, staðfestir þetta í samtali við bandaríska dagblaðið New York Times og fleiri fjölmiðla vestra. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök hins goðsagnakennda rappara sem lést á heimili vinar síns í Los Angeles í gær. Posey sagði þó í samtali við vefmiðilinn TMZ að bráðaliðar teldu hann hafa fengið hjartaáfall.
29.09.2022 - 06:20
Fimm fórust við björgunaraðgerðir á Filippseyjum
Fimm björgunarmenn á Filippseyjum fórust á svæði þar sem fellibylurinn Noru fer mikinn og eirir engu sem á vegi hans verður. Mennirnir urðu undir vegg sem hrundi yfir þá meðan á björgunarstörfum stóð.
26.09.2022 - 06:52
Andlát: Ragnar Arnalds
Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er látinn, 84 ára að aldri. Ragnar var landskjörinn alþingismaður á Norðurlandi vestra fyrir Alþýðubandalagið frá 1963 - 1967 og aftur frá 1971 til 1999, fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna. Hann var menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Einnig var hann fyrsti varaforseti Alþingis síðasta kjörtímabil sitt á þingi.
16.09.2022 - 06:10
Fólk safnast saman í miðborg Lundúna
Fólk er byrjað að safnast saman í miðborg Lundúna til að ganga fram hjá kistu Elísabetar Englandsdrottningar sem mun liggja á viðhafnarbörum í Westminster frá og með morgundeginum. Lögregla varar fólk við allt að þrjátíu klukkutíma bið.
13.09.2022 - 16:21
Biðja fólk um að koma ekki með fleiri Paddington-bangsa
Konunglegu garðarnir í Lundúnum hafa beðið syrgjendur um að koma ekki með fleiri Paddington-birni og marmelaðisamlokur til að minnast Elísabetar Englandsdrottningar.
12.09.2022 - 17:06
Westminster Abbey leikur ríkt hlutverk í ævi Elísabetar
Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður gerð frá Westminster Abbey, þeirri sögufrægu kirkju í miðborg Lundúna sem hefur farið með stórt hlutverk í ævi hennar. Drottningin lést í gær, 96 ára að aldri, eftir 70 ár á valdastóli í Bretlandi.
Undirbúningur hafinn að útför drottningar
Það verður í mörg horn að líta í Bretlandi næstu daga í kjölfar andláts Elísabetar Bretadrottningar. Arftakaráðinu er ætlað að koma saman í St. James höll á laugardag. Ráðið lýsir formlega yfir í ávarpi af svölum hallarinnar að Karl III. verði arftaki Elísabetar.
Kastljós
Manneskja skyldunnar umfram allt
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Bogi Ágústsson, fréttamaður, ræddu um andlát Elísabetar Englandsdrottningar í Kastljósi kvöldsins.
Einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda er fallinn frá
„Ég sendi fyrir mína hönd og íslensku þjóðarinnar samúðarkveðju til Karls þriðja Bretakonungs, besku konungsfjölskyldunnar, bresku þjóðarinnar og breska samveldisins. Einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda er fallinn frá. Þetta eru kaflaskil í sögu Stóra Bretlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í kvöldfréttum.
08.09.2022 - 19:28
Féll út um glugga og lést eftir gagnrýni á stríðið
Yfirmaður í einu stærsta olíufélagi Rússlands, lést þegar hann féll út um glugga á sjúkrahúsi í Moskvu. Maðurinn, Ravil Maganov, hafði nokkrum mánuðum áður gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi fyrir að gera innrás í Úkraínu.
Sjónvarpsfrétt
„Vísbending um það að staðan er ekki góð“
Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrana en á síðasta ári. Af þeim sem létust voru hátt í tíu undir þrítugu. Ópíóíðinn oxycontin og flogaveikilyfið pregabalin voru algengustu lyfin.
31.08.2022 - 20:09
Sagði af sér embætti eftir andlát ófrískrar konu
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgals, sagði af sér embætti í gær. Afsögn ráðherrans var tilkynnt nokkrum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá andláti ófrískrar konu sem hafði verið vísað frá fæðingardeild vegna manneklu.
Óvenju mörg andlát eftir afléttingar
Óvenju margt fólk í aldurshópnum 70 ára og eldri lést í mars, apríl og júlí á þessu ári miðað við fyrri ár.
29.08.2022 - 11:53
Leikkonan Anne Heche er látin
Bandaríska leikkonan Anne Heche er látin 53 ára að aldri. Vika er síðan hún slasaðist alvarlega í umferðarslysi.
13.08.2022 - 04:00
Sjósundmaður fannst látinn
Maður, sem leitað var að úti fyrir Langasandi á Akranesi í gærkvöldi og nótt, fannst látinn eftir leit lögreglu og björgunarsveita.
10.08.2022 - 10:52
Darryl Hunt bassaleikari The Pogues er látinn
Darryl Hunt, bassaleikari ensku þjóðlagapönksveitarinnar The Pogues er látinn 72 ára að aldri. Félegar hans í sveitinni greindu frá andláti hans á Twitter. Hann starfaði með sveitinni frá 1988 til 1996.
Eiríkur Guðmundsson látinn
Eiríkur Guðmundsson, útvarpsmaður og rithöfundur, er látinn. Eftir hann liggja skáldverk og menningarumfjöllun af ýmsu tagi, einkum á Rás 1 Ríkisútvarpsins.
09.08.2022 - 12:27
Star Trek leikkonan Nichelle Nichols látin
Bandaríska leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Nyota Uhura liðsforingi í Star Trek þáttunum á sjöunda áratugnum.
Fundu látna manneskju í Skriðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann í kvöld látna manneskju í svokölluðum Skriðum, austan Hvalvatnsfjarðar, vestur af Skjálfanda.
28.07.2022 - 22:09
Marit Paulsen er látin
Marit Paulsen, rithöfundur, fyrrverandi Evrópuþingmaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð og einn helsti hvatamaðurinn að aðild Svía að ESB, er látin 82 ára að aldri. Þetta hefur Expressen eftir fjölskyldu hennar.
26.07.2022 - 14:36
Gísli Víkingsson er látinn
Dr. Gísli Arnór Víkinsson er látinn, 65 ára að aldri. Gísli var sjávarlíffræðingur og einn fremsti hvalasérfræðingur landsins. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Ítalíu aðfaranótt þriðjudags.
20.07.2022 - 19:06
Telja Ivönu Trump hafa látist af slysförum
Ivana Trump, athafnakona og fyrsta eiginkona Donalds Trumps fyrrum bandaríkjaforseta, er talin hafa látist af slysförum.
16.07.2022 - 03:31