Færslur: Andlát

Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni í morgun
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur hins látna og að mikill harmur sé kveðinn að starfsfólki og vistmönnum á Litla-Hrauni. 
Larry King er látinn
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er látinn, áttatíu og sjö ára að aldri. King var einn af þekkstustu sjónvarpsmönnum Bandaríkjanna og starfaði á fjölmiðlum í sextíu og þrjú ár.
23.01.2021 - 13:36
Lík allra sem fórust í brunanum á Andøya fundin
Björgunarfólk hefur fundið lík allra þeirra fimm sem fórust í eldsvoðanum í Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi aðfaranótt laugardags. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hin látnu en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 18:23
Erlent · Noregur · Evrópa · Eldsvoði · Bruni · Banaslys · Andlát · lögregla · Slökkvilið
Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Lögreglustjóri á Capitol-hæð segir upp
Lögreglumaður lést eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington. Fjögur úr hópi mótmælenda féllu í valinn og fjöldi fólks særðist. Varðgæsla á Capitol-hæð þykir hafa brugðist.
Dauði stúlku í frumskógi í Malasíu var slys
Malasískur dánardómsstjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að fransk-írska unglingsstúlkan Nora Anne Quoirin hafi látist af slysförum í frumskógi í Malasíu í ágúst 2019 .
04.01.2021 - 06:32
Fimm nafngreind af þeim sjö sem fundist hafa
Sjö af þeim tíu sem urðu undir leirskriðunum í Ask í Noregi hafa fundist látin. Lögregla hefur þegar nafngreint fimm þeirra.
04.01.2021 - 00:24
Erlent · Hamfarir · Noregur · Ask · Evrópa · Náttúruhamfarir · Náttúra · Andlát · Gjerdrum
Illræmdur fjöldamorðingi deyr í fangelsi
Samuel Little sem álitinn er mesti fjöldamorðingi Bandaríkjanna dó í fangelsi í Kaliforníu í gær, áttræður að aldri. Little játaði að hafa orðið 93 að bana á árabilinu 1970 til 2005.
31.12.2020 - 03:45
Verðandi þingmaður látinn af völdum COVID-19
Luke Letlow, nýkjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Repúblikanaflokksins, lést af völdum Covid-19 í gær. Til stóð að hann tæki við embætti næstkomandi sunnudag.
Hinn upprunalegi Boba Fett látinn
Enski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 17. desember, 75 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikið mannaveiðarann Boba Fett í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru um Stjörnustríð.
18.12.2020 - 01:08
Myndskeið
„Þú kemst langt á því að þykja vænt um fólk“
Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur og frumkvöðull, er látin 63 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði í gær. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá lítið brot af litríkri ævi Jónínu.
17.12.2020 - 15:56
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Enska leikkonan Barbara Windsor látin
Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr gamanmyndaröðinni Carry On og sem veitingakonuna Peggy Mithchell í þáttaröðinni East Enders.Hún hlaut jafngildi riddaratignar árið 2016.
11.12.2020 - 10:46
Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Giscard d'Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti látinn
Valery Giscard d'Estaing fyrrverandi forseti Frakklands lést í dag 94 ára að aldri. Hann var kjörinn í embætti árið 1974 og hóf þegar að beita sér fyrir margvíslegum umbótum.
02.12.2020 - 23:44
Lést á Landspítala af völdum COVID-19
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum á síðasta sólarhringnum. Nú hafa 27 látist úr sjúkdómnum hér á landi, 17 í þriðju bylgjunni.
01.12.2020 - 10:16
Halldór Grönvold er látinn
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum 18. nóvember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall.
24.11.2020 - 09:29
Páll Pétursson fyrrverandi ráðherra er látinn
Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Landspítalanum í gær 23. nóvember, 83 ára að aldri.
24.11.2020 - 09:14
Einn forvígismanna ísfötuáskorunarinnar látinn
Patrick Quinn einn þeirra sem gerði ísfötuáskoruna að alþjóðlegu æði árið 2014 er látinn, þrjátíu og sjö ára að aldri. Quinn greindist með ALS eða Lou Gehgrig sjúkdóminn fyrir sjö árum. Ísfötuáskoruninni var ætlað að safna fé til rannsóknar á sjúkdómnum.
23.11.2020 - 04:51
Auðunn Gestsson blaðasali er fallinn frá
Auðunn Gestsson, sem betur var þekktur sem Auðunn blaðasali, lést síðastliðinn miðvikudag. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1938 og var álitinn elsti maður í heimi með Downs-heilkenni.
21.11.2020 - 22:53
Íslendingur lést úr COVID-19 í vinnuferð í Rússlandi
Íslenskur maður á sextugsaldri lést af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi á Kamtsjatka-skaganum í Rússlandi í gær. Maðurinn, sem var búsettur í Bolungarvík, var í vinnuferð þegar hann var lagður inn á sjúkrahús með skæða lungnabólgu fyrir tæpum tveimur vikum.
12.11.2020 - 16:09
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Myndskeið
Sean Connery látinn
Skoski stórleikarinn Sean Connery er látinn, níræður að aldri. Hann var fyrstur manna til að leika njósnara hennar hátígnar James Bond á hvíta tjaldinu.
31.10.2020 - 12:41