Færslur: Andið eðlilega

Viðtal
Samtvinnuð líf ólíkra kvenna
Myndin Andið eðlilega segir frá því hvernig líf tveggja kvenna, einstæðrar íslenskrar móður og hælisleitanda frá Gíneu-Bissaú, fléttast saman á óvæntan hátt. Hún verður sýnd á föstudaginn langa á RÚV.
Andið eðlilega í The New York Times
Kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur vekur hrifningu gagnrýnenda New York Times og LA Times. Myndin er í alþjóðlegri dreifingu á Netflix. Þá var hún frumsýnd í Prag í gær og er í almennum sýningum í 60 kvikmyndahúsum í Tékklandi.
11.01.2019 - 17:26
Gagnrýni
Raunsæisdrama sem kallar fram tár og reiði
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur er sterkt byrjendaverk, napurt raunsæisdrama sem ekki er hægt að horfa á án þess að tárast eða reiðast, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
Gagnrýni
Vel smíðað drama sem dregur fram hið mannlega
Kvikmyndin Andið eðlilega á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna, segir Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi.
Viðtal
„Við erum alltaf að elta einhver kerfi“
„Að fá þessar sterku viðtökur, það var eins og í lygasögu. Maður trúði því ekki að ég væri að fá verðlaun á þessari hátíð,“ segir Ísold Uggadóttir en mynd hennar Andið eðlilega sem fékk leikstjóraverðlaun í flokki alþjóðlegra kvikmynda á Sundance hátíðinni var frumsýnd á Íslandi í gær.  
09.03.2018 - 09:19
Viðtal
Ísold fylgir eftir draumabyrjun
„Þetta er algjör draumabyrjun og kom algjörlega á óvart,“ segir Ísold Uggadóttir, sem var valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum fyrir myndina Andið eðlilega.
30.01.2018 - 15:56
„Okkur finnst við þegar hafa unnið“
Viðtökurnar eru ótrúlega góðar, segir íslensk kvikmyndagerðakona en mynd hennar Andið eðlilega er ein tólf kvikmynda sem keppa á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á hátíðinni í gær. okkur finnst við þegar hafa unnið með því að vera hérna. Þannig að við erum bara glöð með myndina og viðtökurnar þannig að allt annað væri fullkominn bónus,“ segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðakona.
23.01.2018 - 19:38
Andið eðlilega fær lofsamlega dóma á Sundance
Kvikmyndin Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur sem heimsfrumsýnd var á Sundance kvikmyndahátíðinni í gær hefur fengið lofsamlega dóma í miðlum eins og Variety, Cineuropa og Screen Daily í dag.
23.01.2018 - 15:26
Skiptast á hárspreyi fyrir rauða dregilinn
Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, er heimsfrumsýnd í dag á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum. Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, segir spenninginn mikinn í hópi íslensku aðstandendanna sem búa öll saman í húsi.
22.01.2018 - 18:59
„Get loksins andað eðlilega“
„Ég bara hoppaði af gleði, þetta er mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar. Hún segir að þetta sé draumabyrjun fyrir kvikmyndina.
05.12.2017 - 09:30