Færslur: Andi

Pistill
Galsafullar laglínur og mikið Andans efni
Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi er einn frjóasti raftónlistarmaður landsins um þessar mundir. Á dögunum gaf hann út sjötommu vínylplötu með tveimur nýjum lögum, sem hann nefnir Á meðan.
19.04.2021 - 10:22
Rómantískur hversdagsleiki á dansgólfinu
Allt í einu nefnist önnur breiðskífa raftónlistarmannsins Anda. Tónlistin er glaðleg og litrík hljóðgervladrifin raftónlist. Lögin eru melódísk og mörg hver grípandi og dansvæn, vísa á sama tíma í ítaló-diskó, hið framtíðarlega og rómantíska hljóðgervlapopp sem Ítalir gerðu að útflutningsvöru á níunda áratugnum, og svo séríslenskt dægurpopp. Það er einhvern veginn eins og andi þorparans hans Pálma svífi alltaf yfir vötnum, þannig líður manni eins og þessi tónlist sé á sama tíma gömul og glæný.