Færslur: Anders Behring Breivik

Fær ekki reynslulausn
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik á að sitja áfram í fangelsi og fær ekki reynslulausn. Dómarar héraðsdóms í Þelamörk komust að þessari niðurstöðu í dag.
Réttargeðlæknir segir Breivik jafnhættulegan og áður
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik er jafnhættulegur samfélaginu og fyrir tíu árum. Þetta er mat réttargeðlæknis sem bar vitni á öðrum degi málflutnings varðandi umsókn hans um reynslulausn.
Krafa Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag
Dómstóll í Þelamörk í Noregi tekur kröfu Anders Behrings Breivik um reynslulausn fyrir í dag. Tíu ár eru síðan hann var dæmdur til 21 árs fangavistar fyrir fjöldamorð í Ósló og Útey. Almennt er búist við að kröfunni verði hafnað en ætla má að málflutningur taki þrjá daga.
Myndskeið
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló
Reiði yfir að hafa ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu er meðal tilfinninga þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás í Útey árið 2011. Tíu ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló.
22.07.2021 - 07:30