Færslur: Amerískur fótbolti

U-beygja hjá NFL varðandi kynþáttamisrétti
NFL-deildin í bandarískum fótbolta ætlar að verja 250 milljónum dollara á næstu tíu árum í að berjast gegn kerfisbundnu kynþáttamisrétti þar í landi. Fyrir tveimur árum bannaði deildin mótmæli gegn kynþáttamisrétti undir þjóðsöngnum.
Kansas City í úrslit í fyrsta sinn í rúm 50 ár
San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs kljást um meistaratitilinn í NFL deildinni í amerískum fótbolta eftir hálfan mánuð. Liðin unnu bæði nokkuð örugga sigra gegn andstæðingum sínum í undanúrslitum í gærkvöld. 
20.01.2020 - 04:06
Verða fyrstu karlkyns klappstýrurnar
Félagarnir Quinton Peron og Napoleon Jinnies verða á sunnudagskvöld fyrstu karlkyns klappstýrurnar í sögunni til að koma fram á Ofurskálinni (e. Super Bowl), úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.
29.01.2019 - 16:45
Leikmenn í NFL sektaðir ef þeir krjúpa
Leikmenn NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum verða sektaðir ef þeir krjúpa á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er sunginn fyrir leiki á næstu leiktíð. Að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er sunginn er talið óvirðing við bandaríska fánann sem og þjóðsönginn.
23.05.2018 - 17:35