Færslur: Amdalla Hamdok
Á annað hundrað særðist í mótmælum í Súdan
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Khartoum höfuðborg Súdans í dag. Öryggissveitir skutu táragasi að mannfjöldanum sem safnaðist saman í miðborginni og talið er að 123 hafi særst meðan á mótmælunum stóð.
20.12.2021 - 01:20
Stjórnarandstæðingar boða til útifunda í Súdan í dag
Andófsmenn úr hópi stjórnarandstæðinga í Súdan boða til útifunda í dag til að minnast þess að nákvæmlega þrjú ár eru liðin frá því að einvaldurinn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum. Eins hafa þeir áhyggjur af framvindu lýðræðislegra stjórnarskipta í landinu.
19.12.2021 - 04:50
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
04.12.2021 - 03:42
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
21.11.2021 - 07:14