Færslur: Amazon

Ætla sér stóra hluti á hljóðbókamarkaði
Sænska streymisveitan Spotify ætlar að gera um 300 þúsund hljóðbækur aðgengilegar fyrir bandaríska notendur streymisveitunnar. Hverja og eina bók verður hægt að kaupa og hlaða niður í gegnum þjónustuleiðir Spotify, sem er frábrugðið frá núverandi viðskiptamódeli fyrirtækisins.
20.09.2022 - 21:47
Síðasti eftirlifandi frumbyggjasamfélags látinn
Frumbyggi í Brasilíu, sem var sá síðasti sem eftir var á lífi, af sínum ættflokki, fannst látinn 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði lifað í einangrun í nær þrjá áratugi, eftir að stórbændur og námumenn myrtu alla í ættflokknum hans.
30.08.2022 - 00:06
Lík breska blaðamannsins Dom Phillips fundið í Brasilíu
Lögreglan í Brasilíu staðfesti í dag að lík breska blaðamannsins Dom Phillips hefði fundist í Amazon-regnskóginum. Phillips og samferðamanni hans, sérfræðingsins Bruno Pereira, var leitað í tæpar tvær vikur eftir rannsóknarleiðangur þeirra í Amazon-regnskóginn í Brasilíu.
Viðurkennir að hafa myrt breskan blaðamann í Amazon
Maður sem lögreglan í Brasilíu hafði handtekið í tengslum við hvarf blaðamannsins Don Phillips og frumbyggjasérfræðingsins Bruno Pereira hefur viðurkennt á sig að hafa skotið og myrt tvímenningana. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir lögreglunni þar í landi. Hinn grunaði, veiðimaðurinn Amarildo da Costa de Oliveira, hafði þá þegar leitt lögreglu þangað sem mennirnir voru grafnir, lengst inni í regnskóginum í Javari dalnum í vesturhluta landsins.
16.06.2022 - 03:48
Sjónvarpsfrétt
Týndir í Amazon-regnskóginum í níu daga
Tvennum sögum fer af því hvort lík tveggja manna sem hefur verið saknað síðan fimmta júní hafi fundist í Brasilíu. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og frumbyggjasérfræðingurinn Bruno Pereira voru á ferðalagi í Amazon-regnskóginum í Brasilíu þegar þeir hurfu.
13.06.2022 - 20:03
Líkamsleifar blaðamannsins hugsanlega fundnar
Brasilíska lögreglan telur sig hafa fundið líkamsleifar í leit hennar að breska blaðamanninum Dom Phillip og frumbyggjasérfræðingnum Bruno Pereira í Amazon regnskóginum í Brasilíu. Ekkert hefur spurst til þeirra í tæpa viku.
11.06.2022 - 09:14
Bresks blaðamanns leitað í Amazon regnskóginum
Ekkert hefur spurst til bresks blaðamanns í tvo daga eftir rannsóknarleiðangur hans í Amazon-regnskóginn í Brasilíu. Lögreglan í Brasilíu leitar hans og ferðafélaga hans, en þeim höfðu borist hótanir vegna umfjöllunar um ólöglegan námugröft og fíkniefnaviðskipti á svæðinu.
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Amazon regnskógurinn felldur á ógnarhraða
Skógareyðing í Amazon regnskógunum í Brasilíu var nær tvöfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Náttúruverndarsinnar segjast slegnir yfir umfanginu, en aðeins í apríl mánuði var yfir eitt þúsund ferkílómetrum af regnskóginum felldur.
07.05.2022 - 00:19
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Ítalir sekta Amazon um nær 170 millarða
Ítölsk samkeppnisyfirvöld tilkynntu í gær að þau hafi sektað netverslunarrisann Amazon um 1.13 milljarða evra, jafnvirði tæplega 170 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar og brota á lögum um starfshætti fyrirtækja í markaðsráðandi stöðu.
Starfsmenn Amazon ætla í verkfall á morgun
Starfsmenn vöruhúsa vefverslunarkeðjunnar Amazon í tuttugu löndum ætla að leggja niður störf og mótmæla á morgun. Morgundagurinn er meðal allra stærstu netverslunardaga hvers árs, svokallaður svartur föstudagur.
25.11.2021 - 17:28
Amazon vill ná sáttum við Evrópusambandið
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon leitast nú við að ná samkomulagi við Evrópusambandið um lok tveggja rannsókna á meintum samkeppnislagabrotum fyrirtækisins. Þetta segir í frétt Reuters. Amazon vilji þannig komast hjá því fyrir að greiða háa sekt og þurfa að breyta viðskiptaháttum sínum.
09.11.2021 - 15:07
Sakaður um glæpi gegn mannkyni í Haag
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sakaður um glæpi gegn mannkyni í kæru til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna þáttar hans í eyðileggingu Amazon-skóganna.
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
„Lungu heimsins“ losa meira kolefni en þau binda
Loftslagsbreytingar og skógareyðing hafa gert það að verkum að Amazon-regnskógurinn losar meira koltvíoxíð en hann bindur. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós. Þessi risavaxni regnskógur þjónar mikilvægu hlutverki og bindur stóran hluta þess koltvíoxíðs sem losnar út í andrúmsloftið en nú gæti svo verið að hann hafi snúist upp í andhverfu sína.
Biðla til Amazon að breyta nafni Alexu
Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir raddstýringarbúnað sem heitir því nafni, að breyta nafni búnaðarins því dætrum þeirra sé stanslaust strítt.
03.07.2021 - 13:50
Jeff Bezos á leið út í geim
Jeff Bezos, stofnandi Amazon-netverslanarisans og einn ríkasti maður heims, er á leið út í geim í næsta mánuði. Hann segir á Instagram að hann hafi dreymt um að fara í geimferð frá því að hann var fimm ára. Bróðir hans verður með í draumaferðinni, sem verður hin fyrsta mannaða með geimfari frá geimferðafyrirtæki hans Blue Origin.
07.06.2021 - 13:14
Amazon stefnt fyrir samkeppnislagabrot
Saksóknari í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, höfðaði í dag mál gegn netrisanum Amazon. Hann sakar fyrirtækið um að misnota markaðsráðandi stöðu sína í verslun á netinu til að halda uppi verði og grafa undan öðrum seljendum. Talsmaður Amazon neitaði öllum ásökunum og sagði saksóknarann snúa hlutum á haus.
25.05.2021 - 23:54
Sekta Google og Amazon vegna vafrakaka
Franska persónuverndareftirlitið hefur sektað bandarísku tæknirisana Google og Amazon um samtalst 135 milljónir evra vegna notkunar á vafrakökum (e. cookies) í auglýsingaskyni.
10.12.2020 - 08:42
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Mestu skógareldar í Amazon í þrettán ár
Skógareldar í Amazon-regnskóginum voru nærri fimmtungi meiri í júní í ár en í sama mánuði í fyrra. Eldarnir voru þeir verstu í júnímánuði í þrettán ár að sögn yfirvalda í Brasilíu.
02.07.2020 - 07:02
Bolsonaro sendir herinn til verndar Amazon
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, skipaði hernum að takast á við skógarelda og skógarhögg í Amazon. Eyðing skóganna fyrstu þrjá mánuði ársins er þegar 50 prósentum meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða nærri 800 ferkílómetrar. 
08.05.2020 - 01:38