Færslur: Amazon

Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Mestu skógareldar í Amazon í þrettán ár
Skógareldar í Amazon-regnskóginum voru nærri fimmtungi meiri í júní í ár en í sama mánuði í fyrra. Eldarnir voru þeir verstu í júnímánuði í þrettán ár að sögn yfirvalda í Brasilíu.
02.07.2020 - 07:02
Bolsonaro sendir herinn til verndar Amazon
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, skipaði hernum að takast á við skógarelda og skógarhögg í Amazon. Eyðing skóganna fyrstu þrjá mánuði ársins er þegar 50 prósentum meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða nærri 800 ferkílómetrar. 
08.05.2020 - 01:38
Starfsmenn vöruhúsa hræddir um heilsu sína
Starfsmenn stórra vöruhúsa kvarta sáran undan aðbúnaði sínum vegna kórónuveirufaraldursins sem herjar á heimsbyggðina. Starfsmenn hjá Amazon krefjast aukinnar verndar gegn smiti, og hafa hótað því að fara í verkfall til að fá sínu fram.
31.03.2020 - 04:11
Aðbúnaður starfsmanna Amazon ekkert batnað
Nýjar upplýsingar um slys í vöruhúsum Amazon í Bretlandi sýna að öryggi þeirra hefur ekki batnað, þrátt fyrir nýlega auglýsingaherferð fyrirtækisins. Amazon rekur um 50 vöruhús í Bretlandi.
18.02.2020 - 05:18
Erlent · Evrópa · Bretland · Amazon
Bandaríkin og Brasilía sameinast um Amazon
Bandaríkin og Brasilía heita 100 milljónum dollara í verndarsjóð líffræðilegs fjölbreytileika Amazon-frumskógarins. Sjóðnum verður stýrt af einkageiranum. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Mike Pompeo og Ernesto Araujo, greindu sameiginlega frá þessu í Washington í gær. 
14.09.2019 - 03:32
Samþykktu aðgerðir til að vernda Amazon
Sjö ríki í Suður-Ameríku samþykktu samræmda aðgerðaáætlun til að vernda Amazon-regnskóginn á neyðarfundi í Kólumbíu í kvöld. Rúmlega áttatíu þúsund skógareldar hafa kviknað í Amazon það sem af er ári en það eru 77 prósentum fleiri en í fyrra.
07.09.2019 - 02:28
Bolsonaro fer ekki á Amazon-ráðstefnu
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, ætlar að sleppa ráðstefnu ríkjanna sem sem Amazon-regnskógurinn er í samkvæmt læknisráði. Forsetinn verður að vera á fljótandi fæði yfir helgina vegna skurðaðgerðar sem hann fer í í næstu viku.
03.09.2019 - 06:56
Bandaríkin og Brasilía á sömu blaðsíðu
Utanríkisráðherra Brasilíu, Ernesto Araujo, segir Bandaríkin og Brasilíu á sömu blaðsíðu varðandi eldana í Amazon regnskóginum. Araujo átti fund með Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa sýnt því fullan skilning að Brasilía vilji ekki að önnur ríki skipti sér af því hvernig Brasilía tekst á við framtíð skógarins. 
31.08.2019 - 04:55
Spegillinn
Baráttan um regnskógana
Eldarnir í Amazon-regnskóginum hafa beint kastljósi að enn stærra og flóknara vandamáli, örlögum allra hitabeltisregnskóga jarðarinnar. Þetta segir Jón Geir Pétursson, umhverfis- og auðlindafræðingur. Eldar loga líka í hitabeltisskógum Afríku, og skógar Súmötru og Borneó brunnu fyrir skömmu. Eyðing skóganna er af mannavöldum, og veldur allt að 17% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
29.08.2019 - 18:03
Bolsonaro: Gögn um skógareyðingu í Amazon röng
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu segir gögn Inpe, geimrannsóknarstofnunar landsins, sem benda til þess að skógareyðing í Amazon-frumskóginum hafi aukist frá embættistöku hans í engu samræmi við raunveruleikann og sakar hana um lygar.
20.07.2019 - 00:34
Umdeilt eftirlitskerfi selt til Bandaríkjahers
Sala á eftirlitskerfinu Rekognition, sem þróað var af tæknirisanum Amazon, til Bandaríkjahers hefur verið harðlega gagnrýnd af réttindasamtökunum ACLU. Forritið er notað með eftirlitsmyndavélum og gerir löggæslufólki kleift að bera kennsl á og rekja ferðir einstaklinga í rauntíma. Það hefur þó verið gagnrýnt fyrir lélega nákvæmni sér í lagi þegar kemur að fólki sem ekki er hvítt á hörund.
03.08.2018 - 16:59
Áður óþekktir staðir á yfirborði í Amazon
Vísindamenn hafa fundið yfir 80 fornar borgir, bæi og þorp á svæðum í Amazon sem áður voru talin með öllu óbyggð. Talið er að hátt í milljón manna hafi búið þar fyrir nokkrum öldum.
28.03.2018 - 05:57
Skógarhögg bænda í Amazon ekki refsivert
Umhverfisverndarsinnar óttast að úrskurður hæstaréttar í Brasilíu eigi eftir að hafa alvarleg áhrif á regnskóga Amazon. Segja þeir að með úrskurðinum sé í raun litið framhjá ólöglegu skógarhöggi. BBC greinir frá þessu.
01.03.2018 - 04:53
Aldrei meiri hætta steðjað að íbúum Amazon
Frans páfi segir frumbyggja á Amazon-svæðinu aldrei hafa verið í jafn mikilli hættu og nú á dögum. Hann krafðist þess að bundinn verði endi á rányrkju timburs, gulls og gastegunda á svæiðnu.
20.01.2018 - 05:22
Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann
Endurkoman, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kemur út í Bandaríkjunum þann 5. desember. „One Station Away“ heitir hún í enskri þýðingu, en gagnrýnendur og menningarspekúlantar vestanhafs keppast um að ausa hana lofi.
02.12.2017 - 15:54
Amazon aldrei greitt út arð
Í síðustu var tilkynnt að Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar, væri orðinn ríkasti maður heims og hefði tekið fram úr Bill Gates. Það var þó skammgóður vermir þar sem strax daginn eftir féllu hlutabréf í Amazon um 3% í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs og Bezos féll því aftur niður í annað sæti.
01.08.2017 - 18:20