Færslur: Alzheimer-sjúkdómur

Uppvöxtur í sveit talinn efla ratvísi og rýmisgreind
Fólk sem elst upp í sveit virðist hafa meiri rýmisgreind og rati betur en borgarbúar. Þetta er meðal niðurstaðna viðamikillar rannsóknar sem teygir sig víða um lönd.
Vilja létta álagi af heimilum fólks með heilabilun
Nýju þróunarverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilun og bæta lífsgæði þess og aðstandenda sömuleiðis. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að fjölga þeim sem njóta þjónustunnar. Tilgangurinn er að fólk geti búið á heimilum sínum sem lengst.
Fagnar alzheimer-lyfi en varar við of mikilli bjartsýni
Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna fagnar tilkomu lyfsins Aduhelm en varar þó við of mikilli bjartsýni enda fylgi lyfinu aukaverkanir, það sé dýrt og enn í þróun. Hafa þurfi í huga að það sé ekki ætlað til meðferðar við öðrum heilabilunarsjúkdómum.
Óvenjulitlar kröfur gerðar til nýs alzheimer-lyfs
Þekkingu á því hvað veldur alzheimer hefur fleygt fram á síðustu tuttugu árum og talið er að nýja lyfið Aducanumab, sem fékk markaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna á mánudag, marki tímabót í baráttunni við sjúkdóminn. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1. Óvenjulega litlar kröfur hafi verið gerðar til lyfsins áður en leyfið var samþykkt.
09.06.2021 - 08:20
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Leyfi veitt til notkunar Alzheimer-lyfs í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í gær leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfið er þróað af lyfjarisanum Biogen og er ætlað Alzheimer-sjúklingum. Leyfið er veitt með fyrirvara um að frekari rannsóknir verði gerðar á því.
08.06.2021 - 08:10
Blóðprufa í alzheimerskimun markar þáttaskil
Vísindafólk í Svíþjóð og Bretlandi telur sig hafa fundið upp leið til að skima fyrir alzheimer-sjúkdómnum með blóðprufu. Sérfræðingar segja uppgötvunina geta breytt miklu í baráttunni gegn hrörnunarsjúkdómnum sem talið er að herji á um 50 milljónir manns á heimsvísu.
Þögðu um að lyf gæti hægt á alzheimers
Árið 2015 komst vísindafólk hjá bandaríska lyfjarisanum Pfizer að því að Enbrel, gríðarlega vinsælt lyf við liðagigt, virtist draga úr hættunni á alzheimers-sjúkdómnum um 64 prósent. Yfirmenn fyrirtækisins ákváðu hins vegar að rannsaka málið ekki frekar og opinberuðu ekki gögnin.
06.06.2019 - 02:25
Kallar eftir stefnu um fólk með heilabilun
Engin stefna hefur verið mótuð hér á landi í málefnum einstaklinga með heilabilun og engar tölur eru til um raunverulegan fjölda einstaklinga með heilabilun hérlendis, hvað þá um beinan og óbeinan kostnað um meðferð og umönnun þeirra. Þetta kemur fram í ritstjórnargrein Steinunnar Þórðardóttur, sérfræðings í öldrunarlækningum á Landspítala, í Læknablaðinu.
Úrræðaleysi og „fáránlegir“ biðlistar
Stefnuleysi og úrræðaleysi er áberandi hér á landi þegar kemur að málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna er þó bjartsýnn á að þetta breytist á næstunni. Þingsályktunartillaga um stefnu í málaflokknum liggur fyrir Alþingi. 
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta“
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta að vinna en nú er ég það.“ Þetta segir 62 ára hjúkrunarfræðingur sem greindist með Alzheimer fyrir nokkru. Um þrjátíu Íslendingar á vinnualdri greinast árlega með heilabilunarsjúkdóm. Hvaða möguleikar standa þeim til boða? Geta þeir verið áfram á vinnumarkaði eða kemur ekkert annað til greina en að hætta að vinna með tilheyrandi tekjuskerðingu og hugsanlegu tengslarofi.