Færslur: Alzheimer

Spegillinn
Uppgötvun íslensks prófessors í alzheimer lyfjarannsókn
Klínísk rannsókn er hafin á mótefni gegn alzheimer. Hún er á fyrsta stigi hjá dönsku lyfjafyrirtæki. Uppgötvunina gerði íslenskur prófessor við New York háskóla.
Fagnar alzheimer-lyfi en varar við of mikilli bjartsýni
Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna fagnar tilkomu lyfsins Aduhelm en varar þó við of mikilli bjartsýni enda fylgi lyfinu aukaverkanir, það sé dýrt og enn í þróun. Hafa þurfi í huga að það sé ekki ætlað til meðferðar við öðrum heilabilunarsjúkdómum.
Tímamót í viðureigninni við alzheimer-sjúkdóminn
Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. 
Blóðprufa í alzheimerskimun markar þáttaskil
Vísindafólk í Svíþjóð og Bretlandi telur sig hafa fundið upp leið til að skima fyrir alzheimer-sjúkdómnum með blóðprufu. Sérfræðingar segja uppgötvunina geta breytt miklu í baráttunni gegn hrörnunarsjúkdómnum sem talið er að herji á um 50 milljónir manns á heimsvísu.
Telja oftar brotið á alzheimer sjúklingum
Brot gegn alzheimer sjúklingum eru líklega algengari en þau sem koma upp á yfirborðið og rata til lögreglu eða í fjölmiðla. Þetta segja Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður. 
Auka skilning fólks á heilabilun
Akureyrarbær ætlar, fyrstur íslenskra sveitarfélaga, að verða styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Heilavinir hljóta fræðslu um sjúkdóminn og læra að bregðast rétt við ef einhver er í neyð.
Myndlistin kveikir á langtímaminninu
Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer er yfirskrift málþings sem haldið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og Listasafni Íslands á milli kl. 13 og 18 á morgun, miðvikudag. Tilefni umræðunnar er útkoma samnefndrar bókar sem Halldóra Arnardóttir listfræðingur ritstýrir, en ásamt henni tala fjölmargir fræði- og vísindamenn á þinginu.
19.09.2017 - 16:25