Færslur: Álverið í Straumsvík

Viðtal
Segir að lokun álversins yrði gríðarlegt högg
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það yrði gífurlegt högg fyrir íslenskt atvinnulíf ef Rio Tinto hættir starfsemi í Straumsvík. Um 1.250 störf séu þarna undir, 500 störf hjá fyrirtækinu og 750 afleidd störf. Þá skapi fyrirtækið 60 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, þar af skilja það hér eftir 22-23 milljarða króna í sköttum, launum og raforku á hverju ári.
Öll þrjú álfyrirtækin rekin með tapi í fyrra
Öll álverin þrjú voru rekin með tapi í fyrra. Árið á undan var Norðurál á Grundartanga það eina sem var rekið réttu megin við núllið og skilaði þá hagnaði upp á hálfan milljarð.
13.02.2020 - 18:23
Viðtal
Bætist í óveðurskýin yfir Íslandi
„Við höfum talað um það síðustu vikur að það séu óveðurský yfir Íslandi og fréttir af Straumsvík í morgun eru enn ein staðfesting þess. Og þetta eru býsna skýr skilaboð sem þarna koma fram,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í hádegisfréttum RÚV. Tilkynnt var í morgun að Rio Tinto endurskoðar rekstur álversins. Hugsanlega verður dregið úr framleiðslu fyrirtækisins eða því lokað.
12.02.2020 - 12:48
Starfsfólk álversins slegið og áhyggjufullt
Starfsfólk álversins í Straumsvík er slegið vegna mögulegrar lokunar álversins. Boðað var til starfsmannafundar í morgun þar sem stjórnendur fyrirtækisins upplýstu fólk um stöðuna.
12.02.2020 - 11:32
Staða álversins alvarleg fyrir Hafnarfjörð
„Þetta er alvarlegt mál og við fylgjumst náið með framvindu þess. Við höfum áhyggjur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um fréttir af álverinu í Straumsvík. Fyrirtækið hefur tilkynnt að reksturinn verði endurskoðaður. Horft sé til ýmissa möguleika, meðal annars að draga úr framleiðslu eða jafnvel lokun álversins. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð á áli og raforkukostnaður sem fyrirtækið segist ekki ráða við.  
12.02.2020 - 10:39
  •