Færslur: Álverið í Straumsvík

Afskrifa allar óefnislegar eignir vegna álversins
Námufyrirtækið Rio Tinto hefur fært niður óefnislegar eignir sínar vegna álversins í Straumsvík um 269 milljónir dollara. Það jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi Rio Tinto, sem birtur var í dag.
29.07.2020 - 12:06
Óljóst hvort kæra Rio Tinto verður rannsökuð formlega
Samkeppniseftirlitið þarf að afla frekari upplýsinga frá Rio Tinto og Landsvirkjun áður en tekin verður ákvörðun um hvort kæra Rio Tinto til embættisins verður tekin til rannsóknar.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi vinna taki einhverjar vikur. Ákvörðunin um hvort hafin verði formleg rannsókn á grundvelli kvörtunarinnar liggi í fyrsta lagi fyrir í ágúst.
23.07.2020 - 16:44
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kvörtun Rio Tinto kom Landsvirkjun á óvart
Forstjóri Landsvirkjunar segir að kæra Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins komi á óvart. Hann vísar ásökunum um samkeppnisbrot á bug.
22.07.2020 - 20:46
Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna Landsvirkjunar. Að þeirra mati fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína gagnvart ISAL, álverinu í Straumsvík.
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Töldu fyrirvara skynsamlegan á kjarasamningi Rio Tinto
Talið var skynsamlegt að hafa fyrirvara á kjarasamningi við starfsmenn Rio Tinto þess efnis að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Furðar sig á skilyrðum kjarasamnings Rio Tinto
Forstjóri Landsvirkjunar segir það sæta furðu að Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi við að raforkusamningur við Landsvirkjun verði endurskoðaður. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir Rio Tinto að ákveðnu leyti beita starfsmönnum fyrir sig í baráttu fyrir betri raforkusamning.
07.04.2020 - 12:29
Forstjóri Landsvirkjunar: Þurfum að standa í lappirnar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur rétt að Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, sýni fram á að hátt raforkuverð sé ástæðan fyrir rekstrarerfiðleikum álversins með því að birta reikninga fyrirtækisins.
24.02.2020 - 21:21
Viðtal
Segir að lokun álversins yrði gríðarlegt högg
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það yrði gífurlegt högg fyrir íslenskt atvinnulíf ef Rio Tinto hættir starfsemi í Straumsvík. Um 1.250 störf séu þarna undir, 500 störf hjá fyrirtækinu og 750 afleidd störf. Þá skapi fyrirtækið 60 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, þar af skilja það hér eftir 22-23 milljarða króna í sköttum, launum og raforku á hverju ári.
Öll þrjú álfyrirtækin rekin með tapi í fyrra
Öll álverin þrjú voru rekin með tapi í fyrra. Árið á undan var Norðurál á Grundartanga það eina sem var rekið réttu megin við núllið og skilaði þá hagnaði upp á hálfan milljarð.
13.02.2020 - 18:23
Viðtal
Bætist í óveðurskýin yfir Íslandi
„Við höfum talað um það síðustu vikur að það séu óveðurský yfir Íslandi og fréttir af Straumsvík í morgun eru enn ein staðfesting þess. Og þetta eru býsna skýr skilaboð sem þarna koma fram,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í hádegisfréttum RÚV. Tilkynnt var í morgun að Rio Tinto endurskoðar rekstur álversins. Hugsanlega verður dregið úr framleiðslu fyrirtækisins eða því lokað.
12.02.2020 - 12:48
Starfsfólk álversins slegið og áhyggjufullt
Starfsfólk álversins í Straumsvík er slegið vegna mögulegrar lokunar álversins. Boðað var til starfsmannafundar í morgun þar sem stjórnendur fyrirtækisins upplýstu fólk um stöðuna.
12.02.2020 - 11:32
Staða álversins alvarleg fyrir Hafnarfjörð
„Þetta er alvarlegt mál og við fylgjumst náið með framvindu þess. Við höfum áhyggjur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um fréttir af álverinu í Straumsvík. Fyrirtækið hefur tilkynnt að reksturinn verði endurskoðaður. Horft sé til ýmissa möguleika, meðal annars að draga úr framleiðslu eða jafnvel lokun álversins. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð á áli og raforkukostnaður sem fyrirtækið segist ekki ráða við.  
12.02.2020 - 10:39