Færslur: álver

Félögin fimm krefjast að Rio Tinto standi við hækkunina
Fundi samninganefnda fimm stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto á Íslandi hjá ríkissáttasemjara lauk á tólfta tímanum í morgun. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar, sem er eitt félaganna fimm, sagði eftir fundinn að um hefði verið að ræða stöðufund, en þetta var fyrsti fundurinn í deilunni frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara. Félögin krefjast þess að Rio Tinto standi við hækkun sem samið hafði verið um með skilyrðum.
Rio Tinto sækir um sambærilegt starfsleyfi
Í umsókn Rio Tinto á Íslandi til Umhverfisstofnunar um nýtt starfsleyfi er sótt um leyfi sambærilegt því sem nú er í gildi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð ISAL, álvers fyrirtækisins í Straumsvík sem er eina álver Rio Tinto sem eftir er í Evrópu. 
20.08.2020 - 14:14
Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi
Rio Tinto á Íslandi hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og var álverið afskrifað að fullu í síðasta uppgjöri Rio Tinto. Stjórnendur Rio Tinto hafa gagnrýnt hátt orkuverð hér á landi og kærðu Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði fyrir misnotkun á yfirburðastöðu fyrirtækisins á raforkumarkaði.
Afskrifa allar óefnislegar eignir vegna álversins
Námufyrirtækið Rio Tinto hefur fært niður óefnislegar eignir sínar vegna álversins í Straumsvík um 269 milljónir dollara. Það jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi Rio Tinto, sem birtur var í dag.
29.07.2020 - 12:06
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Myndskeið
Ísland undantekningin í samkeppninni við Kína
Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum á síðustu tuttugu árum. Evrópskir álframleiðendur eiga erfitt með að standast ágjöfina, en aukin umhverfisvitund neytenda gæti fært íslenskum framleiðendum forskot.
09.02.2020 - 20:10
Framleiðsla í Straumsvík minnkuð um 15 prósent
Stjórnendur Rio Tinto, fyrirtækisins sem rekur álverið í Straumsvík, hafa ákveðið að minnka framleiðslu álversins um 15 prósent á þessu ári og raforkunotkun verksmiðjunnar um leið. Við þetta verður Landsvirkjun af tekjum upp á allt að 20 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar hálfum þriðja milljarði króna.
25.01.2020 - 07:13
Landsvirkjun tapaði rúmum 1,2 milljörðum vegna ljósboga
Tekjutap Landsvirkjunar, vegna ljósboga sem myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í júlí, nemur rúmum 1,24 millj­örðum íslenskra króna, nú það sem af er ári. 
23.11.2019 - 10:19
Fréttaskýring
Álverin greiða nærri milljarð í fasteignagjöld
Álverin á Íslandi greiða nærri milljarð í fasteignagjöld í ár. Álverið á Reyðarfirði greiðir meira en helming allra fasteignagjalda Fjarðabyggðar. Fasteignamat álversins er hundrað milljarðar samkvæmt Þjóðskrá, en er skráð þar sem 0,0 fermetrar að stærð. Tónlistarhúsið Harpa greiðir hærri fasteignagjöld en álverið í Straumsvík.
Óverulegt tjón af eldinum í Straumsvík
Eldurinn, sem kviknaði í álveri Rio Tinto í Straumsvík í gærkvöld, olli óverulegu tjóni og engan sakaði, segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi. Reykurinn var mestur milli kerskála eitt og tvö. Hann tengist ekki vandræðunum, sem álverið hefur glímt við undanfarið, eftir að ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í júlí.
03.09.2019 - 12:15
Ræsa ker sem slökkt var á vegna skæðs ljósboga
Búið er að ræsa tvö ker í álverinu í Straumsvík, sem hefur verið slökkt á síðan í júlí eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskálanum. Slökkt var á 160 kerjum af öryggisástæðum. Upplýsingafulltrúi álversins fullyrðir að ekki sé lengur nein hætta á ferðum.
31.08.2019 - 12:18
Kerskáli þrjú endurræstur í byrjun september
Hafist verður handa við að endurræsa kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík í september. Nokkra mánuði getur tekið að koma skálanum að fullu í gagnið. 
09.08.2019 - 12:08
Slökktu til að fyrirbyggja fleiri ljósboga
Forstjóri álvers Rio Tinto í Straumsvík segir að ákveðið hafi verið að slökkva á öllum kerskála þrjú til að fyrirbyggja að ljósbogar mynduðust í fleiri kerjum. Ljósbogi myndaðist í einu kerinu, en enginn starfsmaður var nálægt. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er, en það hleypur á milljörðum. Meira en þriðjungur framleiðslunnar liggur niðri.
Rio Tinto neitar að tjá sig um ljósbogann
Engar frekari upplýsingar fást frá forsvarsmönnum Rio Tinto um atvik sem varð til þess að kerskála þrjú var lokað í nótt. Ljósbogi myndaðist þegar ker ofhitnaði en forstjórinn sagði í tilkynningu að óróleiki í rekstri skýrði lokunina. Maður lést í ljósbogaslysi í Straumsvík 2001.
22.07.2019 - 21:32
Myndskeið
Slökktu á kerjunum vegna hættulegs ljósboga
Þriðjungur framleiðslu álvers Rio Tinto í Straumsvík liggur niðri. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, Bjarni Már Gylfason, segir öryggi starfsfólks ætíð í forgangi, en þetta sé mikið högg fyrir reksturinn. Svokallaður ljósbogi myndaðist í einum þriggja kerskála álversins og því var ákveðið að slökkva á kerjunum. Forsvarsmenn Rio Tinto vilja ekki tjá sig um málið.
22.07.2019 - 17:53
Þrjú fyrirtæki sýna Rio Tinto áhuga
Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, í Svíþjóð og í Hollandi, segja heimildarmenn New York Times. Kaupverðið nemur allt að 350 milljónum bandaríkjadala, eða 44 milljörðum íslenskra króna, að því er segir í fréttinni.
04.07.2019 - 16:37
Bananar á Kárahnjúkum
Gróðurhús fyrir banana á hálendi Íslands, ísbrú yfir jökulár og álbátar á uppistöðulóni á Kárahnjúkum eru meðal hugmynda Garðars Eyjólfssonar vöruhönnuðar um nýtingu álframleiðslu á Íslandi. Hann er meðal viðmælenda í fimmta þætti hugmyndasögu fullveldisins, Hundrað ár, dagur ei meir.
Raforkuverð til Norðuráls tengt markaðsverði
Norðurál og Landsvirkjun hafa samið um að endurnýja raforkusamning fyrirtækjanna til fjögurra ára. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun að fyrirtækin hafi samið um sölu á 161 megavatti af raforku. Kjörin á samningnum verða tengd við markaðsverð á raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum í stað þess að tengja raforkuverð álverði.
13.05.2016 - 13:48
Niðurstaða í álversdeilunni í dag
Atkvæðagreiðslu starfsmanna álversins í Straumsvík um miðlunartillögu ríkissáttasemjara lýkur klukkan 16 í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og verður tilkynnt um úrslit hennar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 17.
11.04.2016 - 10:49
Fundur í kjaradeilu álversins í dag
Samningafundur verður í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundi lauk án niðurstöðu í gærkvöld.
25.11.2015 - 06:54