Færslur: Alþýðusambandið

Spegillinn
Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meðal ungs fólks er nærri 42%.
08.02.2021 - 17:00
Áhyggjuefni að fjármálaráðherra segi loforð marklaus
Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi því yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamning séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Bæði ráðherra og verkalýðshreyfing hafa sagt að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar.  
Viðtal
„Hef ekki áhuga á spurningunni“ um forsendubrest
Fjármálaráðherra segir að allar helstu forsendur fyrir gerð lífskjarasamnings séu brostnar. Ekki sé áhugavert að velta því fyrir sér. Brýnna sé að finna út úr því hvernig unnt sé að bjarga störfum og efla efnahagslífið. „Við erum öll í einhverjum nýjum veruleika og ég hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á spurningunni: eru forsendur lífskjarasamninganna breyttar eða brostnar. Ég hef miklu meiri áhuga á að ræða: hvernig eigum við að fara af þessum stað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
23.06.2020 - 16:29
Viðtal
Sammála um að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, situr á fundum ásamt formönnum 47 öðrum formönnum aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Rætt er um forsendur lífskjarasamnings. Ragnar Þór segir fundarmenn sammála um það að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar. Bæði hann og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, kalla eftir aðgerðum stjórnvalda í þágu þeirra sem misst hafa vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Drífa segir ekki rétt að segja upp lífskjarasamningi í haust.
22.06.2020 - 13:59
„Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt“
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir stoðtækjaframleiðandann Össur harðlega fyrir að hafa „ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð.“ Miðstjórnin segir að slíkt athæfi sé ósiðlegt og ætti að vera ólöglegt.
ASÍ fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Alþýðusamband Íslands fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutastarfaleiðina til að standa vörð um afkomu og verja störf. Þá styður ASÍ einnig aðgerðir til að tryggja réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ vegna þeirra aðgerða sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í morgun.
ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðirnar
Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum Covid-19. Þá gagnrýnir sambandið stjórnvöld fyrir samráðsleysi við mótun aðgerðanna.
Viðtal
Segir fyrirsjáanlegt að atvinnuleysi aukist
Ekki er nóg að ríkisstjórnin hafi samráð við fjármálafyrirtæki varðandi aðgerðir til varnar efnahagslífinu vegna áhrifa COVID-19 kórónaveirunnar, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Að hennar mati hefðu stjórnvöld einnig átt að hafa samráð við fulltrúa launafólks. Kynntar voru aðgerðir til handa fyrirtækjum í dag vegna efnahagslægðar sem rekja má til fækkunar ferðamanna vegna COVID-19.
10.03.2020 - 19:35
Kjarabætur skila sér of seint
Miðstjórn ASÍ telur að breytingar á tekjuskattskerfinu skili sér allt of seint í vasa launafólks sem sé orðið óþreyjufullt eftir kjarabótum. Þá þurfi að beita skattkerfinu enn frekar til að auka jöfnuð í landinu.
Verðlag hækkað vegna kjarasamninga
Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir dæmi um að vöruverð hafi hækkað í aðdraganda kjarasamninga og eftir undirritun þeirra. Fjöldi ábendinga um verðlag berst eftirlitinu í hópnum Vertu á verði á Facebook. Þar er hægt að birta upplýsingar um verðlag hjá verslunum og fyrirtækjum.
23.05.2019 - 16:27
Alþýðusambandið kærir íslenska ríkið
Alþýðusambandið hefur kært íslenska ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögmaður ASÍ segir að nýlegur dómur Evrópudómstólsins hnykki á því að það sé á ábyrgð vinnuveitenda en ekki launafólks að passa að það njóti daglegrar hvíldar og vikulegra frídaga.
17.05.2019 - 16:43