Færslur: Alþýðusamband Íslands

Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Stýrivaxtahækkunin ógn við húsnæðisöryggi, segir Drífa
Hækkun stýrivaxta er ógn við húsnæðisöryggi fólks að mati forseta ASÍ. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkunina hafa verið mildari en gert var ráð fyrir. Vextir hafa tvöfaldast síðan í vor.
Forstjóri Play: „Þetta eru bara órökstuddar dylgjur“
Birgir Jónsson, forstjóri Play, gefur lítið fyrir gagnrýni Drífu Snædal, forseta ASÍ, á framgöngu flugfélagsins gagnvart starfsfólki. Hann segir hana fara með órökstuddar dylgjur og hvetur hana til að birta gögn máli sínu til stuðnings.
01.10.2021 - 16:48
Segja hætt við að heilsu hraki án frekari fjármögnunar
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands ályktaði í dag gegn arðvæðingu heilbrigðisþjónustu og skorar á stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis „að tjá sig með skýrum hætti gegn slíkum hugmyndum og fyrir uppbyggingu öflugs, opinbers heilbrigðiskerfis“.
02.09.2021 - 16:46
ASÍ aflýsir þingi vegna faraldursins
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands tilkynnti í morgun að þeir hafi aflýst málefnahluta þings sambandsins, sem átti að fara fram 8. og 9. september. Þau segja ástæðuna vera samkomutakmarkanir og fjöldi smita í samfélaginu. Þó ítrustu sóttvarnarráðstafana yrði gætt telja þau samt umtalsverða hættu á því að smit gæti breiðst út meðal þingfulltrúa.
Spegillinn
Atvinnulaust fólk ekki hilluvara sem hægt er að kippa í
Þó að atvinnuleysi hafi lækkað hlutfallslega um 12% í síðasta mánuði segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að ekki sé hægt að fagna því sérstaklega því atvinnuleysi sé enn óásættanlega hátt. Það gangi heldur ekki upp að atvinnurekendur séu í stökustu vandræðum með að manna störf sem þeir auglýsa. Forseti ASÍ segir að ekki megi líta á atvinnulaust fólk sem einhverja lagervöru sem hægt sé að kippa í með stuttum fyrirvara.
Almennilegir atvinnurekendur ekki í vanda með ráðningar
Forseti Alþýðusambands Íslands segir umræðu um að atvinnulaust fólk hafni vinnu lið í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk í hvaða vinnu sem er. Í föstudagspistli skrifar Drífa að með því sé reynt að „svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað“. Einhverjir atvinnurekendur telji sig þannig geta fengið ódýrara vinnuafl en ella.
Harma sleggjudóma um atvinnulausa og vara við fordómum
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við því að ýtt sé undir fordóma í garð atvinnulausra og harmar sleggjudóma í opinberri umræðu sem ekki sé studd gögnum og sé neikvæð og einhliða.
Samdráttur bitnar á smærri og viðkvæmari hópum
Hlutfall þeirra sem teljast langtímaatvinnulaus er nú um 30 af hundraði en nokkuð hafði borið á langtímaatvinnuleysi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í lok árs 2019 höfðu um 1.700 verið án atvinnu lengur en í tólf mánuði.
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Varhugavert að rýmka reglur á landamærum
Varhugavert er að opna landamærin frekar, meðan enn hafa ekki verið fleiri bólusettir. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þá segir að ávinningur sé óljós að því að rýmka reglur á landamærum.
Myndskeið
Algjörlega óviðunandi að 5-7000 búi í atvinnuhúsnæði
Það er algjörlega óviðunandi að allt að sjö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði sem ekki hefur hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði,segir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lágtekjufólk sem misst hefur vinnuna í COVID-kreppunni er stærsti hópur íbúa í svokölluðum óleyfisíbúðum, segir forseti Alþýðusambandsins.
Allt að sjö þúsund búa í óleyfisíbúðum
Áætlað er að um fimm til sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi, húsnæði sem er skipulagt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt vinnuhóps sem skipaður var, í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna, til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og leiðir til þess að fá eigendur óskráðra íbúða til að skrá þær opinberlega.
Spegillinn
11 flugmenn Bláfugls boða verkfall
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir ákvörðun flugfélagsins Bláfugls að segja upp 11 flugmönnum félagsins í miðri kjaradeilu. Það sé brot á lögum og jafnframt að ráða aðra flugmenn í staðinn á lægri kjörum. Kjaradeilan er hjá ríkissáttasemjara og hafa flugmenn boðað ótímabundið verkfall frá 1. febrúar.
ASÍ: Innan við fjórðungur landsmanna styður bankasölu
Innan við fjórðungur landsmanna er hlynntur sölu Íslandsbanka og stuðningurinn er langmestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur landsmanna er andvígur sölunni. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir ASÍ. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að könnunin sýni skýrt að almenningur sé ekki hlynntur sölunni.
Skora á ríkisstjórnina að samþykkja kjarnorkuafvopnun
Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tekur gildi í dag og hafa fimmtíu aðildarríki samþykkt hann. Ísland er ekki þeirra á meðal. Tuttugu og tvö félagasamtök, auk Biskupsstofu, skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samninginn. 
Myndskeið
„Það er verið að mylja undir þá sem eiga“
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands, segir þörf á greiningu á því hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar fólki og fyrirtækjum vegna kórónuveirunnar séu að fara til þeirra sem helst þurfi á að halda. Hún óttast að þetta ástand leiði til meiri samþjöppunar í atvinnulífinu og segir að þjóðin verði að hafa þolinmæði fyrir að skuldsetja sig einhver ár fram í tímann.
Spegillinn
Ragnar Þór nýr varaforseti ASÍ
Þing ASÍ krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar þegar í stað til samræmis við þróun lægstu launa og að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt úr 30 í 36 mánuð. Sjálfkjörið var í allar forsetastöður sambandsins og varaforsetum fjölgað úr tveimur í þrjá. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er nýr varaforseti ASÍ.
21.10.2020 - 18:15
Spegillinn
Yfir 22% atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum
Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi á næstu mánuðum og að það fari yfir 11% í nóvember. Atvinnuleysi er sem fyrr mest á Suðurnesjum,19,6%. Þar mælist nú atvinnuleysi meðal kvenna vel yfir 22%. Heildaratvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgarar var nærri 23%.
Viðtal
Hafnar því að SA hafi haft í hótunum við ASÍ 
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafnar því að samtökin hafi haft í hótunum við verkalýðshreyfinguna. „Við reyndum að ná fram samtali til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin í efnahagslífinu. Og flestir virðast sjá að hér séu allar forsendur breyttar,“ segir hann í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
Spegillinn
Átti von á stærri aðgerðum
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sé jákvæðar í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Hún hafi þó átt von á stærri aðgerðum. Hún tekur undir kröfu ASÍ um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar.
Viðtöl
Meta hvort stíga þurfi inn í deilu á vinnumarkaði
Stjórnvöld meta nú hvort þau grípi til aðgerða til að tryggja frið á vinnumarkaði. Formenn stjórnarflokkanna áttu fund með fulltrúum atvinnurekenda og launþega í dag. Atkvæðagreiðsla SA um mögulega riftun Lífskjarasamningsins hefst á morgun.
Segir uppsögn jafngilda ófriðaryfirlýsingu
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það boða mikinn ófrið á vinnumarkaði, komi til þess að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins segi Lífskjarasamningnum upp. Samninganefnd ASÍ fundaði í morgun og þar var einhugur um þessa afstöðu. 
Spegillinn
Ekki vilji til að segja upp Lífskjarasamningnum
Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að segja upp kjarasamningum vegna forsendubrests. Ef samningum verður sagt upp verður ekkert af samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót. Atvinnurekendur hafa ítrekað sagt að ekki sé svigrúm til launahækkana.
Segir miðstjórn ASÍ misnotaða til sátta við Icelandair
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og miðstjórnarmaður í ASÍ, segir að verið sé að misnota miðstjórn samtakanna með því að sættast við Icelandair Group. Miðstjórn ASÍ fundaði tvisvar í dag um sátt milli ASÍ og flugfélagsins.
16.09.2020 - 17:08