Færslur: Alþýðusamband Íslands

Sjónvarpsfrétt
Áttatíu þúsund króna hækkun á greiðslubyrði heimila
Rúmlega áttatíu þúsund krónur hafa bæst við greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldu á einu ári. Matur, bensín og vaxtagreiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum hafa hækkað mikið undanfarið ár. Verðhækkanir sem dynja á landsmönnum eru sársaukafullar og erfiðar fyrir stóran hóp, segir deildarstjóri hjá Íslandsbanka. Búist er við áframhaldandi verðhækkun.
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Sjónvarpsfrétt
Mesta hækkun fasteignamats á milli ára
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um tæp 20% á milli ára. Matið hefur aldrei hækkað meira á einu ári og mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ, rúm 32%. Aðalhagfræðingur ASÍ segir að þetta auðveldi ekki gerð kjarasamninga í haust.
Niceair semur við Flugfreyjufélag Íslands
Flugfreyjufélag Íslands og flugfélagið Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og flugþjóna félagsins. Samningurinn gildir til 1. júní 2024.
ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum
Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum á síðasta ári, samkvæmt nýrri úttekt Alþýðusambands Íslands. Hæstu almennu leikskólagjöldin eru í Garðabæ og þau lægstu í Reykjavík.
04.05.2022 - 21:54
Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Myndskeið
Ekki sjálfgefið að eiga frjálsa verkalýðshreyfingu
Göngufólk í kröfugöngu dagsins segir tíma til kominn að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Gott sé að geta loks gengið fylktu liði á baráttudegi verkalýðsins eftir tveggja ára hlé.
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Sjónvarpsfrétt
Mun meiri verðhækkun á mjólk en innfluttri matvöru
Verð á mjólkurvörum og kjöti hefur hækkað mun meira en á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár. Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir íslensk fyrirtæki virðast nýta hverja smugu til að hækka verð. 
Útvarpsviðtal
Hluti af uppgjöri innan verkalýðshreyfingarinnar
Formannskjörið í Starfsgreinasambandinu er einn liðurinn í uppgjöri sem fer fram innan verkalýðshreyfingarinnar, sagði Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í hádegisfréttum. Hann sagði að verkalýðshreyfingin verði að standa þétt saman og snúa bökum saman í kjarasamningum í haust.
Átök ekki heillavænleg í aðdraganda kjaraviðræðna
Formaður VR segir ekki annað í boði en að sætta ólík sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar. Ekki sé heillavænlegt að átök fari fram fyrir opnum tjöldum í aðdraganda kjaraviðræðna. 
17.03.2022 - 14:57
Verði að leggja persónur og leikendur til hliðar
Forseti ASÍ vonast til að forystufólk í verkalýðshreyfingunni beri gæfu til að stilla saman strengi fyrir kjaraviðræður í haust. Borið hefur á ágreiningi meðal þess og hefur síst dregið úr honum ef marka má skoðanaskipti síðustu daga.
16.03.2022 - 16:11
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Telja nýtt frumvarp ógna kjörum flugliða
Forseti ASÍ, Drífa Snædal, og Flugfreyjufélag Íslands sammælast um að nýtt frumvarp um loftferðir geti vegið að kjörum og réttarstöðu flugliða. Fari frumvarpið í gegn þýði það að mögulegt væri að greiða flugliðum með heimahöfn á Íslandi laun utan gildandi kjarasamninga hérlendis.
18.02.2022 - 16:21
Skýrt rof milli stjórnenda og almenns starfsfólks
Það er að verða mjög skýrt rof milli æðsta lagsins hjá Icelandair og almenns starfsfólks fyrirtækisins, segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hugmyndir stjórnar Icelandair um bónuskerfi og kauprétti minna á ástandið fyrir hrun, nú eins og þá sé farið að réttlæta há laun stjórnenda með því að þeir séu slíkir viðskiptasnillingar að koma verði í veg fyrir að fyrirtæki missi þá til starfa erlendis.
11.02.2022 - 10:39
Viðtal
„Ekki hefur verið gripið til réttra aðgerða“ segir BSRB
Aðgerðir stjórnvalda ná ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta segir formaður BSRB. Ný könnun leiðir í ljós að útivinnandi einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn sem glímir við fjárhagserfiðleika. Ríkisstjórnin verði að nýta barnabótakerfi til að aðstoða einstæða foreldra betur.
19.01.2022 - 18:34
30% félaga í ASÍ og BSRB eiga í fjárhagserfiðleikum
Þrjátíu prósent félagsmanna í BSRB og aðildarfélögum Alþýðusambandsins eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta leiða niðurstöður nýrrar könnunar í ljós. Sextíu prósent einstæðra foreldra á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman.
19.01.2022 - 13:29
Persónuafsláttur ekki fastur heldur fylgir verðbólgu
Persónuafsláttur verður ekki lengur föst krónutala heldur mun fylgja verðbólgu og framleiðnivexti frá áramótum. Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar þessum breytingum þótt vissulega hefði verkalýðshreyfingin viljað sjá gengið lengra til að koma í veg fyrir sjálfkrafa hækkun skatta.
05.12.2021 - 14:41
Sjónvarpsfrétt
Efling embættis ríkissáttasemjara vekur grunsemdir
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óljóst hvað átt sé við með eflingu embættis ríkissáttasemjara í nýja stjórnarsáttmálanum. Það veki þó grunsemdir um að að völd hans verði aukin, sem kemur illa við verkalýðshreyfinguna.
29.11.2021 - 19:49
Halldóra tekur við embætti varaforseta af Sólveigu Önnu
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi, var í dag kosin 3. varaforseti ASÍ á fundi miðstjórnar sambandsins.
17.11.2021 - 13:50
Drífa boðar meiri hörku í komandi kjaraviðræðum
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti hleypi meiri hörku í komandi kjaraviðræður. Formaður Bandalags háskólamanna telur að vaxtahækkunin skili sér beint út í verðlag og bitni verst á ungu fólki sem er nýkomið inn á fasteignamarkað.
17.11.2021 - 12:36
Silfrið
Íbúðir eiga að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta
Stór hluti þeirra sem kaupa íbúðir eru fjárfestar. Forseti Alþýðusambandsins vill að samfélagið sammælist um það að íbúðir til sölu séu fyrir fólk sem þurfi þak yfir höfuðið. Ýmis loforð sem stjórnvöld gáfu í tengslum við Lífskjarasamning hafi ekki verið efnd. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddi einnig um átökin innan Eflingar í Silfrinu í dag.
14.11.2021 - 14:13
ASÍ hafi sent tölvupóst eftir ákall frá starfsfólki
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ásakanir Birgis Jónssonar, forstjóra Play um að ASÍ standi í „skotgrafahernaði“ og óski eftir hryllingssögum starfsmanna vera alvarlegar og ósannar. „Inntakið í bréfinu sem við sendum flugliðum Play var að við buðum fram aðstoð okkar vegna þess að við höfðum fengið nafnlausar ábendingar. Við vildum koma því á framfæri að það væri hægt að tala við okkur í trúnaði og að við værum til þjónustu reiðubúin,“ segir Drífa.