Færslur: Alþýðufylkingin

Dögun á lista þeirra sem fæstir hafa kosið
Aðeins fjórir framboðslistar hafa fengið færri atkvæði í lýðveldissögunni en Dögun fékk í kosningunum á laugardag. Flokkurinn fékk 101 atkvæði í Suðurkjördæmi, eina kjördæminu þar sem Dögun bauð fram. Atkvæðafjöldinn er aðeins þriðjungur þess fjölda undirskrifta sem þurfti til að Dögun gæti farið í framboð í Suðurkjördæmi.
31.10.2017 - 15:38
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Myndskeið
Flestir forystumenn kusu fyrir hádegi
Kjörstaðir vegna Alþingiskosninga voru opnaðir klukkan níu og verða víðast hvar opnir til tíu í kvöld. Forystumenn stjórnmálaflokkanna kusu flestir með fyrra fallinu. Að venju stilltu þeir sér upp við kjörkassann á meðan ljósmyndarar og myndatökumenn festu augnablikið á filmu.
Ósátt við að fá ekki boð í leiðtogaumræður
Forsvarsmenn Alþýðufylkingarinnar eru ósáttir við að fá ekki að taka þátt í leiðtogaumræðum í kvöld. Aðeins fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu taka þátt í leiðtogaumræðunum í sjónvarpinu i kvöld sem hefjast klukkan 19:45.
Skatta- og jafnréttismál í Reykjavík suður
Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á um skattamál, fjármögnun kosningaloforða, kynbundinn launamun og húsnæðismál á rás2 í dag.
Vonar að hann sé almennilegur kommúnisti
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, er liðtækur tangódansari. Hann er viðmælandi dagsins í vefþáttunum Hvað í fjandanum á ég að kjósa?
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur stærst
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi allra flokka rúmri viku fyrir kosningar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri-græn mælast með rúmlega 23 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósenta fylgi. Munurinn er innan skekkjumarka. Litlar breytingar verða á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi en fylgi Bjartrar framtíðar fer úr þremur prósentum í rúmt eitt prósent.
Fréttaskýring
Hamskeri, þakdúkari og kerfóðrari í framboði
Einkaþjálfarar, viðburðastjórnendur og guðfræðingar eru á meðal frambjóðenda til alþingiskosninganna í lok mánaðarins. Framkvæmdastjórar, lögfræðingar, bændur og kennarar eru eftir sem áður stór hluti frambjóðenda. Starfsheiti eru tilgreind við nöfn flestra frambjóðenda á framboðslistum flokkanna. Fréttastofa fór yfir listana og kynnti sér starfsreynslu frambjóðenda.
Viðtöl
Tekist á í Suðvesturkjördæmi
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi tókust á og gerðu grein fyrir sínum áherslum í kjördæmaþætti Rás 2. Að þessu sinni eru tíu flokkar sem bjóða fram. Alls eru í boði 13 þingsæti í kjördæminu, 11 er kjördæmakjörin og 2 uppbótarþingsæti.
Vill snúa frá einkarekstri í heilbrigðismálum
Heilbrigðiskerfið hefur verið markaðsvætt í auknum mæli og fjármunir hafa fyrir vikið nýst verr segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar. Flokkurinn vill félagsvæða fjármálakerfið til að byggja upp alla innviði samfélagsins. 
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Vaðlaheiðargöng mistök eða gæfuspor?
Í kjördæmaþætti á Rás 2 með fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi var meðal annars rætt um hvort rétt hafi verið að ráðast í lagningu Vaðlaheiðarganga. Ýmis önnur mál voru rædd. Hvernig ætti að afla tekna til að auka framlög til heilbrigðismála og menntamála, svo eitthvað sé nefnt.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Erna leiðir í Suðvesturkjördæmi
Alþýðufylkingin hefur birt framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar. Erna Lína Örnudóttir Baldvinsdóttir, háskólanemi skipar efsta sæti listans. Þorvarður B. Kjartansson, tölvunarfræðingur skipar annað sæti listans og Guðmundur Sighvatsson byggingafræðingur það þriðja.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Þorvaldur leiðir lista Alþýðufylkingarinnar
Alþýðufylkingin hefur birt framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Alþingiskosningar. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, skipar efsta sæti listans. Tamila Gámez Garcell kennari skipar annað sætið og Valtýr Kári Daníelsson það þriðja.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Vésteinn leiðir lista Alþýðufylkingarinnar
Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir kosningarnar til Alþingis 28.október.
06.10.2017 - 10:54
Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum
Alþýðufylkingin ætlar að bjóða fram í fjórum kjördæmum í Alþingiskosningunum 28. október.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
Fátæktargildrur og velferðarmál
Sérstaða minni flokka í velferðarmálum felst í stöðu formanns eins þeirra sem öryrkja, áherslu annarra á innflytjendamál og baráttu gegn auðvaldshagkerfi sem dregur úr möguleikum til að byggja upp velferðarkerfi. Þetta sögðu formenn og oddvitar fimm flokka í kappræðum leiðtoganna á RÚV í kvöld.
Ruglandi bókstafir miðað við flokkaheiti
B fyrir Bjarta framtíð? F fyrir Framsóknarflokkinn? S fyrir Sjálfstæðisflokkinn? V fyrir Viðreisn? Nei, alls ekki. Listabókstafir fyrir Alþingiskosningarnar geta verið villandi. Sumir bókstafirnir eru eins og fyrsti bókstafurinn í nafni stjórnmálaflokksins. Fleiri bókstafir eiga þó ekkert skylt við nafn stjórnmálaflokksins og tilheyra jafnvel öðrum flokkum.
Þrjú framboð á móti aðild Íslands að NATO
Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru á móti veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Björt framtíð, Dögun og Píratar hafa ekki tekið afstöðu til aðildar.