Færslur: Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Tíu konur myrtar á degi hverjum í Mexíkó
Fjöldi kvenna tekur þátt í kröfugöngum um heim allan í dag í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Í Mexíkó beina mótmælendur sjónum að þeirri staðreynd að þar í landi eru að meðaltaki tíu konur myrtar á degi hverjum.
Áfallasaga kvenna kynnt í dag
Þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um sjö prósent þar sem þær vinna núna. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna sem verða kynntar í hádeginu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Reykjavík.
Baráttudagur kvenna um allan heim
Haldið er upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna víða um heim í dag. Konur á Spáni eru í verkfalli og í Frakklandi er dagblað selt á fjórðungi hærra verði til karla þar sem þeir fá að meðaltali fjórðungi hærri laun en konur.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, áttunda mars, og hafa fjöldagöngur verið boðaðar víða um heim af því tilefni.
08.03.2018 - 07:32
„Ekki bara brosandi fylgifiskur“
„Ég leitast við að sýna að ég er ekki bara brosandi fylgifiskur í fallegum fötum.“ Þetta sagði Eliza Reid forsetafrú í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna á hádegisverðarfundi hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu. „Ég vil ekki bara vera þekkt sem konan hans Guðna jafnvel þótt ég geti verið stolt af því hlutverki,“ sagði Eliza ennfremur.
Spurð hvort hún sé með pabba sínum í vinnunni
„Sumir karlar hafa kannski starfað sem smiðir í 50 ár og aldrei unnið með kvenmanni og ég er oft spurð að því hvort einhver eldri maður sé pabbi minn, hvort ég sé með pabba mínum í vinnunni,“ segir Eva Björk Sigurjónsdóttir, húsa- og húsgagnasmiður. Hún talaði í dag, sem fulltrúi Félags kvenna í karllægum iðngreinum, á fundi undir yfirskriftinni öll störf eru kvennastörf. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag.
8. mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur í rúm eitt hundrað ár. Upphaflega sneru kröfur kvenna fyrst og fremst að kosningarétti og samstöðu verkakvenna. Barátta fyrir friði varð meginefni baráttudagsins eftir síðari heimsstyrjöld. Þema alþjóðlegs baráttudags kvenna (International Women´s Day) í ár er „Be bold for change“, sem útleggja mætti sem „Höfum hugrekki til að knýja fram breytingar“.
Kynferðislegri áreitni viðhaldið
Meirihluti morða sem framin eru á konum hér á landi tengjast heimilisofbeldi. Kynferðislegri áreitni á vinnustöðum er viðhaldið með ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um að sá sem fyrir ofbeldinu verði sé ábyrgur fyrir því. Þá þarf að breyta lögum svo börn sem beitt eru kynferðisofbeldi séu líklegri til að leita sér hjálpar. Þetta er meðal þess sem kom fram í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Facebook stories fjallar um Þórunni Antoníu
Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona segist ekki hafa trúað því þegar hún fékk símtal frá Facebook þar sem henni var tilkynnt að hún væri ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna, sem er í dag. „Ég fór bara að hlæja fyrst og hélt að þetta væri eitthvað grín,“ segir Þórunn.
Rimlar hömluðu ekki tónlistarlífi í klaustrum
„Rimlarnir eru skírskotun í rimlana sem tíðkast í klaustrum, ekki öllum, en til dæmis eru rimlar í klaustrinu í Hafnarfirði. Nunnurnar eru bakvið rimla og tjá sig gegnum þá,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir, fiðluleikari í Kammersveitinni ReykjavíkBarokk, sem ætlar að minna á verk kvenna fyrr á tíð á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á þriðjudaginn.