Færslur: Alþjóðlega geimferðastöðin

Starliner-farið lagði að alþjóðageimstöðinni í nótt
Ómannað Starliner-far bandaríska loftferðarisans Boeing lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni laust eftir miðnættið að íslenskum tíma. Því var skotið frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í gærkvöld.
Starliner-far Boeing heldur að geimstöðinni
Ómönnuðu Starliner-fari Boeing-verksmiðjanna bandarísku var skotið upp frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í kvöld. Ferðinni er heitið til alþjóðageimstöðvarinnar en geimferðaáætlun Boeing er mörkuð vandræðum og mistökum.
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Fjórir geimfarar lentu heilu og höldnu í dag
Þrír auðugir kaupsýslumenn og einn fyrrverandi geimfari hjá NASA lentu síðdegis í dag heilu og höldnu í hafinu undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum. Þeir höfðu dvalið á þriðju viku í Alþjóðlegu geimstöðinni.
Fjórir geimfarar væntanlegir til jarðar í dag
Fjórir geimfarar eru væntanlegir til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni síðdegis í dag. Undanfarnar rúmar tvær vikur hafa þeir stundað margvíslegar vísindarannsóknir og tilraunir en þrír þeirra greiddu hátt verð fyrir farmiðann.
Bjóða lúxusferð með loftbelg hátt upp í heiðhvolfið
Margir leggja land undir fót um páska en nokkur fjöldi fyrirtækja undirbýr nú ferðalög hátt upp í heiðhvolf jarðar. Áhuginn virðist nokkur en fyrirtækið sem býður ferðirnar hefur selt nokkuð margar ferðir.
Fjórir geimfarar halda að alþjóðlegu geimstöðinni í dag
Fjórir geimfarar leggja af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Það er fyrsta ferðin þangað sem algerlega er fjármögnuð af einstaklingum. Geimsprotafyrirtækið Axiom skipuleggur ferðina.
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða til jarðar
Bandarískur geimfari og tveir rússneskir kollegar hans lentu heilu og höldnu í Kasakstan í morgun eftir dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Einn geimfaranna sló bandarískt met í geimdvöl og annar í rússneskri.
Þrír Rússar mættir til starfa í alþjóðlegu geimstöðinni
Þrír rússneskir geimfarar komu til alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS í gærkvöld, eftir rúmlega þriggja tíma flug með Soyuz-geimflaug sem skotið var upp fá Baikonur-geimstöðinni í Kasakstan. Þremenningarnir leysa landa sína af, sem fljúga aftur til Jarðar 30. mars, og munu næstu mánuði deila stöðinni með þremur bandarískum geimförum og einum þýskum, sem verið hafa um borð í ISS síðan í nóvember á síðasta ári.
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Auðkýfingar hyggja á geimferð í mars
Þrír auðjöfrar og fyrrverandi geimfari eru reiðubúnir að leggja upp í fyrstu ferðina til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem fjármögnuð er algerlega af einstaklingum. Þeir vilja ekki samt ekki láta kalla sig geimferðalanga. Farseðillinn er býsna dýr.
Alþjóðageimstöðin fer í sjóinn í byrjun árs 2031
Alþjóðageimstöðin, ISS, sem verið hefur á sporbaug um Jörðu síðan 1998, verður tekin úr umferð og látin hrapa í vota gröf í Kyrrahafinu í janúar 2031. Þetta má ráða af fjárhagsáætlun bandarísku geimferðamiðstöðvarinnar NASA fyrir næstu ár.
Japanskir geimferðalangar komu til jarðar í nótt
Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasastan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.
Myndskeið
Japanskur geimferðalangur heimsækir geimstöðina
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa heldur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudaginn kemur. Það eru Rússar sem eiga veg og vanda að geimferð Japanans sem borgar brúsann.
NASA semur við einkafyrirtæki um smíði geimstöðva
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við þrjú fyrirtæki sem ætlað er að hanna geimstöðvar sem taka muni við hlutverki Alþjóðlegu geimstöðvarinnar undir lok áratugarins.
Rússneskt geimrusl talið ógna geimstöðinni
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA kveðst æfur í garð Rússa sem eru taldir hafa sprengt gervihnött á braut um jörðu með flugskeyti. Óttast var að brak eða geimrusl úr hnettinum rækist bæði á alþjóðlegu geimstöðina og þá kínversku.
Fjórir geimfarar mættir til sex mánaða dvalar í geimnum
Geimfararnir fjórir sem lögðu upp í leiðangur frá Flórídaskaga seint á miðvikudagskvöld eru komnir heilu og höldnu á áfangastað, alþjóðlegu geimferðastöðina ISS. Bandaríska geimferðastofnunin NASA greindi frá þessu í gærkvöld.
Fjórir geimfarar lentu í Mexíkóflóa í nótt
Fjórir geimfarar sneru heim í nótt heilu og höldnu eftir sex mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Þeirra beið óvænt áskorun rétt fyrir heimför þgar í ljós kom bilun í úrgangskerfi geimhylkisins.
Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Kínversku geimfararnir þrír lentir heilu og höldnu
Shenzhou-12 geimhylki með þrjá kínverska geimfara innanborðs lenti heilu og höldnu í Góbí-eyðimörkinni í morgun. Kínverjar eru afar bjartsýnir á áframhaldandi sigurgöngu í geimnum en þeir hafa varið milljörðum Bandaríkjadala til geimferðaáætlunar sinnar.
Áhöfn Inspiration4 sögð hamingjusöm og hress
Áhöfnin í SpaceX geimfarinu Inspiration4 varði fyrsta deginum í vísindarannsóknir og spjall við börn sem liggja á St Jude, sérstöku sjúkrahúsi ætluðu krabbameinsveikum börnum.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Óhapp við tengingu við geimstöðina olli nokkru uppnámi
Rússum tókst að tengja Nauka rannsóknarferjuna við alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir teninguna.
Rússnesk lendingarferja til sölu
Rússar falbjóða nú eitt af geimförum sínum. Það er Soyuz MS-08 farið sem flutti rússneskan geimfara og tvo bandaríska frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2018.
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05