Færslur: Alþjóðlega geimferðastöðin

Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Kínversku geimfararnir þrír lentir heilu og höldnu
Shenzhou-12 geimhylki með þrjá kínverska geimfara innanborðs lenti heilu og höldnu í Góbí-eyðimörkinni í morgun. Kínverjar eru afar bjartsýnir á áframhaldandi sigurgöngu í geimnum en þeir hafa varið milljörðum Bandaríkjadala til geimferðaáætlunar sinnar.
Áhöfn Inspiration4 sögð hamingjusöm og hress
Áhöfnin í SpaceX geimfarinu Inspiration4 varði fyrsta deginum í vísindarannsóknir og spjall við börn sem liggja á St Jude, sérstöku sjúkrahúsi ætluðu krabbameinsveikum börnum.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Óhapp við tengingu við geimstöðina olli nokkru uppnámi
Rússum tókst að tengja Nauka rannsóknarferjuna við alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir teninguna.
Rússnesk lendingarferja til sölu
Rússar falbjóða nú eitt af geimförum sínum. Það er Soyuz MS-08 farið sem flutti rússneskan geimfara og tvo bandaríska frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2018.
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05
Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.
Giftusamleg heimkoma þriggja geimfara í nótt
Tveir rússneskir geimfarar og einn bandarískur lentu geimfari sínu á gresju í Kasakstan, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
ISS beygði frá geimrusli
Alþjóðageimstöðin, ISS, beygði af leið til þess að forðast árekstur við geimrusl. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greindi frá þessu í gærkvöld. Búist var við því að ruslið svifi nokkrum kílómetrum frá geimstöðinni, en til þess að gæta ítrustu varúðar beygði ISS enn lengra frá ruslinu.
23.09.2020 - 02:06
Geimfarar á leið til jarðar á ný
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
01.08.2020 - 23:46
Myndskeið
Geimsjónaukinn með sjónskekkjuna
Þrjátíu ár voru í gær frá því að geimsjónaukanum Hubble var skotið á loft. Í tilefni tímamótanna birti bandaríska geimferðastofnunin NASA mynd sem tekin var úr sjónaukanum. Sjónskekkja sem kom í ljós eftir að sjónaukanum var skotið á loft reyndist síðar happadrjúg því reynsla af myndgreiningu nýttist við skimun fyrir brjóstakrabbameini.
25.04.2020 - 14:20
Geimfarar NASA fljúga út í geim með flaug frá SpaceX
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst senda geimfara til dvalar í alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, í vor. Verður þetta í fyrsta skipti frá 2011, að bandarískir geimfarar halda til himins frá bandarískri grundu. Og þetta eru ekki einu tíðindin, því geimfararnir fara í þessa reisu með Falcon 9 eldflaug frá geimferðafyrirtæki Elons Musks, Space-X.
Kanna hvort það leynist líf á Títan
Geimferðastofnunin NASA hefur tilkynnt áform um að senda geimfar til fylgitungls Satúrnusar, Títan. Þetta er hluti af áætluninni Drekaflugu (e. Dragonfly) en geimfarið, sem verður smátt í sniðum og nokkurs konar þyrilvængja, mun fara yfir um 175 kílómetra svæði á tveggja ára tímabili. Geimfarið mun meðal annars kanna úr hverju yfirborð tunglsins samanstendur og hvort það sé æskilegur dvalarstaður manna.
Fyrsta kvennageimgangan varð að engu
Áform um fyrstu kvennageimgöngu sögunnar runnu út í sandinn þegar í ljós kom að í Alþjóðlegu geimstöðinni ISS voru ekki til búningar á báðar konurnar sem hugðust taka þátt í henni. Til stóð að Christina Koch og Anne McClain færu út úr geimstöðinni á föstudag til að gera við rafhlöðu.
26.03.2019 - 16:37
Frans páfi fær sérhannaðan geimbúning
Geimfarar úr alþjóðlegu geimstöðinni afhentu Frans páfa sérhannaðan bláan geimbúning á föstudag. Búningi páfa fylgir þó sérleg hvít skikkja til að aðgreina hann frá óbreyttum geimförum.