Færslur: Alþjóðleg stórfyrirtæki
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi.
09.07.2020 - 18:24
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
26.06.2020 - 07:09
Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?
Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströnd og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna og Google er ekki í nokkrum vandræðum með að leiðbeina þeim þangað. Íslendingar ættu kannski erfiðara með það og leitarvélin stendur á gati þegar spurt er um íslensku örnefnin yfir sömu staði; Vestri-Fellsfjöru, Breiðamerkursand eða Víkurfjöru.
15.08.2018 - 16:04
Erfitt að koma eldvarnarhurðum til Bangladess
Forsvarsmenn alþjóðlegra fatarisa á borð við Hennes og Mauritz hafa ekki staðið við gefin loforð um að öryggi verkafólks í verksmiðjum þeirra verði tryggt. Tugþúsundir verkamanna eiga enn á hættu að brenna inni verði eldur laus í verksmiðjunum sem þeir starfa í. Fatarisinn sænski getur ekki borið fyrir sig fjárskort, hagnaður hans náði nýjum hæðum árið 2015.
09.02.2016 - 18:34