Færslur: Alþjóðleg stórfyrirtæki

Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
Fréttaskýring
Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?
Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströnd og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna og Google er ekki í nokkrum vandræðum með að leiðbeina þeim þangað. Íslendingar ættu kannski erfiðara með það og leitarvélin stendur á gati þegar spurt er um íslensku örnefnin yfir sömu staði; Vestri-Fellsfjöru, Breiðamerkursand eða Víkurfjöru. 
Erfitt að koma eldvarnarhurðum til Bangladess
Forsvarsmenn alþjóðlegra fatarisa á borð við Hennes og Mauritz hafa ekki staðið við gefin loforð um að öryggi verkafólks í verksmiðjum þeirra verði tryggt. Tugþúsundir verkamanna eiga enn á hættu að brenna inni verði eldur laus í verksmiðjunum sem þeir starfa í. Fatarisinn sænski getur ekki borið fyrir sig fjárskort, hagnaður hans náði nýjum hæðum árið 2015.
09.02.2016 - 18:34