Færslur: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Myndskeið
RIFF verður á netinu: „Fólk þarf afþreyingu“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stefnir að því að ná til enn fleiri landsmanna en áður, þrátt fyrir COVID-19, með því að færa hátíðina að stóru leyti á netið. Stjórnandi hátíðarinnar segir afþreyingu sjaldan hafa verið mikilvægari.
Síðasta haustið sýnt í Árneshreppi
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg fjallar um síðustu mánuði í búskap á Krossnesi í Árneshreppi á Ströndum. Úlfar Eyjólfsson, bóndi á Krossnesi, er þar í forgrunni ásamt Oddnýju Þórðardóttur, konu hans og fjölskyldu. Um hundrað íbúar og gestir í Árneshreppi sóttu forsýningu á Síðasta haustinu fimmtudaginn 12. september.
RIFF opnar fyrir umsóknir
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur opnað fyrir umsóknir um þáttöku á fimmtándu hátíðinni sem haldin verður í september. Á síðasta ári hreppti stuttmyndin The Rider eftir Chloé Zhao Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar sem veitt eru í flokki verka eftir nýja höfunda.
Gagnrýni
Falleg saga um hommaklám
Tom of Finland, leikin mynd um ævi finnska listamannsins Tauko Laaksonen, var frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíó í gær. Sýningin er hluti af dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en þessi sjöunda mynd í fullri lengd verðlaunaleikstjórans Dome Karukoski var framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár.
Mynd um „kafbátamanninn“ á RIFF
Glöggir kvikmyndaunnendur hafa rekið upp stór augu vegna dönsku heimildamyndarinnar Amateurs in Space sem nú er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Er sjálfur „kafbátamaðurinn“ Peter Madsen önnur tveggja aðalpersóna í myndinni.
Karlmennska, birnir og sjálfsíhugun á RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst fyrir helgi. Hér má lesa stutta umfjöllun um þrjár af þeim myndum sem sýndar eru á hátíðinni.
Tíu hápunktar á RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett á morgun 28. september, en er þetta í 14. skiptið sem hátíðin er haldin. Á hátíðinni verður boðið upp á 226 titla og vafalaust reynist einhverjum valið erfitt. Að þessu tilefni mælum við sérstaklega með eftirfarandi 10 myndum sem sýndar verða á hátíðinni.
Barnamenning, Herzog og Norðurslóðir á RIFF
Blaðamannafundur RIFF var haldinn í dag, 25. september á Hlemmur Square, en hátíðin sjálf verður sett í 14. sinn í Hafnarhúsinu þann 28. september nk.