Færslur: Alþjóðastjórnmál

Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.
Um 300 alþjóðasamningar Íslands bíða birtingar
Um 300 alþjóðasamningar sem Ísland hefur fullgilt að þjóðarrétti bíða lögbundinnar birtingar. Allir hafa samningarnir verið þýddir á íslensku, en um 25 til 30 slíkir samningar eru fullgiltir ár hvert.
20.08.2020 - 15:32
Vilja ekki vera peð í valdatafli stórvelda
Óbreyttir borgarar í Hvíta-Rússlandi vilja ekki að ástandið og mótmælin þar í landi verði að heimspólitísku máli, þar sem Evrópusambandið og Rússland takist á. Það virðist þó einmitt vera stefnan sem málið er að taka.
20.08.2020 - 10:53
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
Fóru gegn Ingibjörgu Sólrúnu sem hættir hjá ÖSE
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki áfram forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Hún hefur gegnt starfinu í þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram.
13.07.2020 - 16:00
Heimsglugginn
Erfið verkefni bíða Þjóðverja í formennsku ESB
Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong búa landvist og atvinnuleyfi. 
02.07.2020 - 11:25
Öryggislög í Hong Kong taka gildi 1. júlí
Kínverska þingið samþykkti endanlega í dag umdeild öryggislög um Hong Kong. Með þeim verða allar tilraunir til að segja sig úr lögum við Kína refsiverðar. Hörð viðurlög verða við hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynilegum samskiptum við erlend öfl.
30.06.2020 - 04:48
Sölubann á lækningatæki til Íslands með öllu ólíðandi
„Ég ætla að gera ráð fyrir að Evrópusambandið standi við skuldbindingar sínar gagnvart EFTA-ríkjunum og banni ekki sölu á þessum útbúnaði til okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á undanförnum dögum hefur utanríkisráðuneytið fengið fregnir af því að innflytjendur lækningatækja hér á landi hafi fengið þau svör frá birgjum í Evrópu, að Evrópusambandið sé búið að leggja bann við því að selja slík tæki út fyrir ríki sambandsins. Því sé ekki hægt að selja þau til Íslands.
Guðlaugur Þór ræðir við Pompeo á allra næstu dögum
Reiknað er með því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræði saman á símafundi á allra næstu dögum, jafnvel í dag eða á morgun. Þetta segir Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. Á fundinum ætlar Guðlaugur Þór að reyna að fá undanþágu frá ferðabanni til Bandaríkjanna fyrir Íslands hönd. Borgar Þór segir að niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar geti haft áhrif í þeim viðræðum.
Viðtal
Ákvörðun Trumps: „Þvert á allt sem við viljum sjá“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að setja á ferðabann frá Íslandi og öðrum Evrópulöndum, sé þvert á allt sem stjórnvöld vilji sjá gerast í alþjóðasamskiptum. Hann segir málið ekki bara alvarlegt fyrir ferðaþjónustuna, heldur fyrir hagkerfið allt. Ljóst sé að atvinnuleysi muni vaxa.
Viðtal
„Alveg ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að ferðabann sem Bandaríkjaforseti setti á í gærkvöldi, muni hafa mikil áhrif á flug til og frá landinu. Hún segir að ferðabannið auki á þær þrengingar sem íslenskt efnahagslíf þarf að komast í gegnum, en hún segir jafnframt að þær þrengingar verði tímabundnar.
Íslensk stjórnvöld mótmæla ferðabanninu harðlega
Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld kynntu í gærkvöldi. Þær fela í sér komubann ferðamanna sem dvalið hafa í Schengen-ríkjum og munu geta haft alvarleg áhrif á Íslandi, einkum fyrir ferðaþjónustu.
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.