Færslur: Alþjóðastjórnmál

„Gorbachev flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna“
Áhrif Mikhaíl Gorbachev á heimsmálin síðustu áratugi, einkum síðasta áratug 20. aldar voru afgerandi og veruleg. Hann flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og Washington og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum.
Sjónvarpsfrétt
Kína slítur samstarfi við Bandaríkin
Kínversk stjórnvöld hafa slitið samstarfi við Bandaríkjamenn á mörgum sviðum, svo sem í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er gert vegna heimsóknar Nancyar Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í vikunni.
05.08.2022 - 15:15
Endurvekja viðræður vegna kjarnavopnaáætlunar Írans
Samninganefndir vegna kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran, settust aftur að samningaborðinu í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis í dag. Markmið viðræðnanna er að reyna að bjarga því sem bjargað verður, vegna áætlana stjórnvalda í Íran um að koma sér upp tækni og búnaði til að þróa og framleiða kjarnavopn.
Sjónvarpsfrétt
Hóta hernaðaríhlutun vegna heimsóknar Pelosi
Heimurinn stendur frammi fyrir vali, milli einræðis og lýðræðis, sagði Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þegar hún lenti á Songshan flugvellinum í Taipei, höfuðborg Taívan síðdegis í dag.
02.08.2022 - 17:35
Danir kjósa í dag um varnarsamstarf Evrópusambandsins
Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku í morgun og verða opnir til sex í kvöld á íslenskum tíma. Dönum er gert að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ríkið eigi að taka þátt í varnarsambandi Evrópusambandsins, eða halda sig áfram utan þess hluta sambandsins.
01.06.2022 - 06:11
Silfrið
„Ekkert bendir til þess að stríðinu sé að ljúka“
Á þriðjudag verða þrír mánuðir liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Jón Ólafsson, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir ekkert benda til þess að stríðinu sé að ljúka. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda gætu farið að hafa áhrif á Rússa í haust. 
22.05.2022 - 12:26
Orban forsætisráðherra Ungverjalands í fjórða sinn
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tryggt sér fjórða kjörtímabilið í embætti. Þetta tilkynnti Orban í kvöld, sem sagði Fidesz -flokkinn hafa unnið yfirburða sigur.
04.04.2022 - 00:44
Segir Norðmenn eiga að ræða inngöngu í Evrópusambandið
Raymond Johansen, formaður borgarráðs Oslóar, segir tímabært að Norðmenn hefji samtal um inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsmaður hans í Verkmannaflokknum, þingmaðurinn Kari Henriksen tekur undir það.
NATO boðar aukinn viðbúnað í austri
Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur sett hersveitir í viðbragðsstöðu og hyggst senda fleiri herskip og -þotur til aðildarríkja sinna í austanverðri Evrópu. Jafnframt íhugar bandalagið að senda þangað sérstakar bardagasveitir til að styrkja varnir heimamanna, í ljósi hernaðarumsvifa Rússa við landamæri Úkraínu. Rússar fordæma þessi áform og segja þau til þess fallin að auka enn á spennuna í Úkraínudeilunni.
Yfirmaður þýska flotans látinn taka pokann sinn
Æðsti yfirmaður þýska flotans hefur verið látinn taka pokann sinn vegna ummæla sem hann lét falla um Úkraínudeiluna, Rússa, Kínverja og fleiri utanríkismál þegar hann var á Indlandi á dögunum. Þýska varnarmálaráðuneytið tilkynnti þetta formlega í gærkvöld.
Blinken og Wang funda í Róm
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kína, þeir Antony Blinken og Wang Yi. hyggjast nota tækifærið og halda fund í Róm í dag, sunnudag. Þar eru þeir báðir staddir á leiðtogafundi G20-ríkjanna. Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út tilkynningu þessa efnis í kvöld. Þetta verður annar fundur utanríkisráðherra stórveldanna eftir valdatöku Joes Bidens.
Spegillinn
AUKUS og staða Breta
Það voru varla aðrir en mestu áhugamenn um varnarmál sem tóku eftir því 2016 að ástralska stjórnin pantaði franska kjarnorkukafbáta. Það fór hins vegar fram hjá fæstum að Ástralar hafa nú afpantað bátana og taka aðra stefnu í  samstarfi við Bandaríkin, sem Bretar eru líka aðilar að, kallað AUKUS. Fyrir Breta er AUKUS óvænt samflot einmitt þegar Bretland eftir Brexit leitar sér að meira svigrúmi á alþjóðavettvangi.
04.10.2021 - 10:34
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttafundur Guðlaugs Þórs og Blinken í Hörpu
Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkis- og þróunarráðherra, og Antony Blinken, bandarískur kollegi hans, halda sameiginlega blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20 í dag. Guðlaugur Þór og Blinken funda saman í Björtuloftum Hörpu áður en blaðamannafundurinn hefst.
Spegillinn
Skilja má ummæli Lavrovs á tvo vegu
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að skilja megi orð Sergeis Lavrovs, utanríkiráðherra Rússlands, á tvennan hátt. Annars vegar sem hernaðarleg ummæli og hins vegar að ræða þurfi yfirráðasvæði á fundum Norðurheimskautsráðsins. Lavrov varaði vestræn ríki við því að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins.
Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Staðhæft að Rússar standi að baki tölvuárásum
Bandarískir stjórnmálamenn staðhæfa að Rússar standi að baki netárásum sem hafa undanfarið valdið miklum usla hjá bandarískum stjórnarstofnunum. Demókratar furða sig á þögn forsetans.
Bandaríski sjóherinn boðar aukinn sýnileika og hörku
Bandarísk hernaðaryfirvöld vara við því að herskipum þeirra verði beitt enn ákveðnar gegn brotum á alþjóðalögum. Einkum er spjótum beint að stjórnvöldum í Kína sem hafa aukið umsvif sín í Suður-Kínahafi verulega undanfarin ár.
18.12.2020 - 02:29
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Áfrýjun Lockerbie-sprengjumannsins tekin fyrir í dag
Málaferli sem ætlað er að snúa við dómi yfir Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum, hefjast í Edinborg í Skotlandi í dag. Al-Megrahi var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2001 fyrir að hafa sprengt farþegaþotu bandaríska flugfélagsins Pan-Am í loft upp, yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í desember1988.
Viðbrögð Trumps gætu orðið öðrum leiðtogum fordæmi
Stjórnmála- og fræðimenn víða um lönd óttast að þvermóðska Donalds Trump við að viðurkenna ósigur sinn verði vatn á myllu valdhafa í ríkjum þar sem lýðræði er fallvalt.
Fækkun í herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak
Ákveðið hefur verið að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan um 2.500, jafnframt verður nokkur fækkun hermanna í Írak. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Hvetur leiðtoga G20 til djarflegrar ákvarðanatöku
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur leiðtoga G20 ríkjanna, sem koma saman í Sádi-Arabíu næstu helgi, til að sýna metnað og djörfung í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum.
18.11.2020 - 00:37
Stefnir í eðlileg samskipti milli Súdan og Ísrael
Stjórnvöld í Súdan hafa lýst því yfir vilja til að taka upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael. Á sama tíma tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að Súdan yrði tekið af lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkastarfsemi, slakað yrði á refsiaðgerðum gegn ríkinu og að nú mætti veita því efnahagsaðstoð.
Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.