Færslur: Alþjóðasamskipti
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Segir Trump vilja skipta á Grænlandi og Púertó Ríkó
Fyrrum starfsmannastjóri heimavarnaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, Miles Taylor, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi viðrað þá hugmynd sína að Bandaríkin og Danmörk skipti á Púertó Ríkó og Grænlandi. Hann kveðst telja að forsetinn hafi ekki verið að grínast.
20.08.2020 - 11:37
Telja kínverskan vísindamann í felum á ræðisskrifstofu
Hnúturinn í samskiptum Bandaríkjanna og Kína virðist herðast dag hvern. Bandaríska alríkislögreglan telur að í ræðisskrifstofu Kína í San Francisco sé kínverskur líffræðingur í felum. Tilkynnt var um lokun ræðisskrifstofu Kína í Houston í Texas í gær.
23.07.2020 - 22:01
Vilja að fríverslunarsamningur taki gildi í ár
Samningaviðræður um fríverslunarsamning milli Íslands og Bretlands ættu að hefjast sem fyrst og hann ætti að taka gildi strax á þessu ári. Þetta urðu þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, um á fjarfundi í dag.
14.05.2020 - 17:44
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
30.04.2020 - 14:41
Vilja Ísland inn eftir áratugs fjarveru
Íslensk stjórnvöld hafa ekki svarað erindi frá NASCO, alþjóðasamtökum sem berjast fyrir verndun villta laxastofnsins í Norður Atlantshafi, þar sem þess er óskað að Ísland gerist aftur aðili að samtökunum. Áratugur er síðan Ísland sagði sig frá NASCO af fjárhagsástæðum.
27.12.2019 - 12:05
Kínverjar hlutgerðir og kenndir við Dalvík
Þeir skíta í vegköntum. Þeir koma illa fram við afgreiðslufólk. Þeir rústa hótelherbergjum og skilja baðherbergi eftir á floti Þeir setja upp kettlingsandlit til að kría út afslætti og tala enga ensku. Þeir kunna ekki að keyra og þú finnur það sko á lyktinni ef það voru Kínverjar með bílinn á leigu. Það er algengt að heyra eða rekast á miður skemmtilegar fullyrðingar um kínverska ferðamenn.
23.10.2019 - 19:21