Færslur: Alþjóðabankinn

Evrópusambandið beinir spjótum að valdamönnum í Líbanon
Evrópusambandið lýsti því yfir í dag að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.
Sárafátækt gæti blasað við vegna COVID-19
Alþjóðabankinn áætlar að sárafátækt blasi við 150 milljónum manna á næsta ári. Átta af hverjum tíu er talið að verði íbúar landa sem búa við miðlungs afkomu og búi í borgum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett líf milljóna jarðarbúa úr skorðum og fjöldinn allur hefur misst vinnuna og lífviðurværi sitt.
02.12.2020 - 04:16
1.680 milljarðar í baráttu við COVID-19 í þróunarríkjum
Stjórn Alþjóðabankans samþykkti í gær að veita tólf milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.680 milljarða króna, til að fjármagna kaup og dreifingu á bóluefni, sýnatöku og meðferð vegna COVID-19 í þróunarlöndum. Stefnt er að því að fjármagna bólusetningu allt að eins milljarðs manna með þessu framlagi, segir í yfirlýsingu frá bankanum.
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar heimskreppu
Kórónuveirufaraldurinn sem herjar á heimsbyggðina veldur að öllum líkindum meiriháttar kreppu í heiminum. David Malpass, forstjóri Alþjóðabankans varar við þessu.
04.04.2020 - 08:04
Ísland meðal stofnenda mannréttindasjóðs
Ísland er meðal stofnenda mannréttindasjóðs Alþjóðabankans. Greint var frá stofnun sjóðsins á vorfundi Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum í kvöld. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að mannréttindamál séu meðal áherslna Íslands í tvíhliða samstarfi við Alþjóðabankann. Samstarfið nær aftur til ársins 2006 þegar Ísland byrjaði að veita framlög til Norræna mannréttindasjóðsins.
13.04.2019 - 00:58
Hættir sem forseti Alþjóðabankans
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta hjá bankanum um næstu mánaðamót. Þrjú ár eru þar til skipunartíma hans lýkur en hann tók við starfinu árið 2012.
Alþjóðabankinn býður Indónesíu lán
Alþjóðabankinn tilkynnti í morgun að allt að Indónesía geti sótt allt að einn milljarð bandaríkjadala í formi lána í sjóði bankans til uppbyggingar eftir hörmungarnar sem dunið hafa á landið undanfarið. Kristalna Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, greindi frá þessu á ársfundi bankans á indónesísku eyjunni Bali.
14.10.2018 - 07:26