Færslur: Alþjóða heilbrigðisstofnunin

15 milljónir látist úr Covid-19
Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóða heilbrigðsstofnunarinnar, WHO, telur að um síðustu áramót hafi tala þeirra sem látist höfðu úr covid-19 verið komin í 15 milljónir.
Meira en helmingur kann að sýkjast af ómíkron
Meira en helmingur íbúa í Evrópuumdæmi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á að líkindum eftir að smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu sex til átta vikum, að mati sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Yfir sjö milljónir smituðust af afbrigðinu í fyrstu viku ársins.
Omíkron orðið allsráðandi í Bandaríkjunum
Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er orðið allsráðandi þegar kemur að nýjum smitum meðal Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Hluti starfsliðs Hvíta hússins er smitaður af COVID-19.
Óttast að mislingafaraldur geti verið yfirvofandi
Bakslag kom í baráttuna gegn mislingum í covid-faraldrinum. Mun færri ungabörn voru bólusett á heimsvísu við mislingum í fyrra en árin á undan og er óttast að faraldur brjótist út þegar lífið kemst í sama takt og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 
Yfir 4,3 milljónir látnar af völdum faraldursins
Kórónuveiran hefur orðið ríflega 4,3 milljónum jarðarbúa að aldurtila frá því hennar varð fyrst vart í Kína í desember 2019. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir fjölda andláta vera vanmetinn.
Varað við enn skæðari afbrigðum Covid-19
Neyðarnefnd Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) varaði við því í dag að ný og enn skæðari afbrigði af Covid-19 gætu mögulega tekið að dreifast um heiminn og það gæti gert enn erfiðara að hefta heimsfaraldurinn.
Indverska afbrigðið gæti verið ónæmt fyrir mótefni
Það afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer sem eldur í sinu um Indland virðist meira smitandi en önnur. Auk þess telja vísindamenn sig sjá vísbendingar um að það komist framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita.
Spegillinn
Veiran grasserar áfram vegna misskiptingar bóluefna
Gífurleg misskipting á bóluefnum í heiminum verður líklega til þess að veiran verður með okkur í ár og áratugi. Þetta er mat Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors lífupplýsingafræðings við Háskóla Íslands og 77 fremstu faraldsfræðinga í heiminum.
COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.
Ríkustu ríki heims snupruð fyrir að hamstra bóluefni
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, var ómyrkur í máli þegar hann snupraði ríkari þjóðir heims fyrir að hamstra bóluefni gegn COVID-19 á sama tíma og fátækari ríki fá lítið eða ekkert í sinn hlut. Segir hann þetta alvarlegt vandamál og hvetur stjórnvöld í auðugum ríkjum til að láta af þessari hegðan.
Í stöðugu sambandi við Breta vegna nýs COVID afbrigðis
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnuninnar eru í stöðugu sambandi við fulltrúa breskra stjórnvalda vegna nýs afbrigðis af COVID-19 sem greint hefur verið í Bretlandi.
20.12.2020 - 11:33
Heimskviður
Engum borgið fyrr en öllum er borgið
Um fátt annað er talað þessa dagana en bóluefni gegn COVID-19. Bóluefnið er líklega eina raunhæfa leiðin úr úr faraldrinum sem hefur haft áhrif á líf nær allra jarðarbúa á árinu. Um tvö hundruð bóluefni hafa verið í þróun og í haust fóru að berast fréttir af því að nokkur hefðu gefið góða raun. Sums staðar er annað hvort byrjað að bólusetja eða þá að slíkt ferli er á næsta leyti. En hvernig verður staða fátækustu ríkja heims í kapphlaupinu um bóluefnin?
Djúpstæðar afleiðingar verði fátæk ríki út undan
Heimurinn er nálægt því að sjá fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum, sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnarinnar, í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Hann varaði við því að það geti haft mjög djúpstæðar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar ef bóluefnum verði ekki dreift á sanngjarnan hátt um heiminn. 
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
26 bóluefni á lokastigi rannsókna
Alls er verið að gera tilraunir með 26 bóluefni gegn COVID-19 víðsvegar um heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Rússlandsstjórn tilkynnti í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefnið verið skráð.
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Alvarlegt ástand í Suður Afríku
Yfir hálf milljón kórónuveirusmita hefur verið skráð í Suður Afríku. Jafnframt álíta sérfræðingar að raunverulegur fjöldi þeirra sem látist hafi þar í landi sé töluvert vanmetinn.
COVID-19 alvarlegasta heilbrigðisógnin í sögu WHO
Yfirstandandi heimsfaraldur kórónaveiru sem veldur COVID-19 er langalvarlegasta heilbrigðisógnin sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekist á við á þeim 72 árum sem liðin eru frá stofnun hennar. Þetta segir framkvæmdastjórinn Tedros Adhanom Gebreyesus, sem hyggst kalla neyðarvarnanefnd stofnunarinnar saman í þessari viku til að fara yfir stöðu mála.
Fleiri smit á einum sólarhring en nokkru sinni
Aldrei hafa fleiri greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 á einum degi en síðasta sólarhringinn, og nær tveir mánuðir eru liðnir frá því að jafn mörg dauðsföll hafa verið rakin til þessa vágests.
Sakar Pompeo um ólíðandi ósannindi
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna fara með ósannindi og ólíðandi fleipur um sig og sína persónu og heitir því að láta þetta ekki trufla störf sín í þágu alþjóðasamfélagsins.
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll
Nú hafa yfir 600 þúsund látist af völdum kórónuveirufaraldursins í heiminum öllum. Yfir fjórtán milljónir hafa smitast.
Hálft ár af kórónuveiru
Hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vöruðu fyrst við þá óþekktum lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði. Síðan þá hafa að meðaltali 3000 manns dáið á degi hverjum í farsóttinni.
09.07.2020 - 14:23