Færslur: Alþjóða glæpadómstóllinn

Duterte vinnur ekki með Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir af og frá að hann aðstoði Alþjóðlega sakamáladómstólinn við rannsókn á stríði hans gegn fíkniefnum. Lögfræðingur hans segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu.
Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar snýr heim
Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, sneri aftur heim í gær eftir nærri áratugslanga fjarveru. Honum var ákaft fagnað en segist ætla að bíða með að gefa út pólítískar yfirlýsingar.
Segja árás á bækistöðvar fjölmiðla á Gasa stríðsglæp
Samtökin Fréttamenn án landamæra sendu Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag erindi í gær, þar sem farið er fram á að kannað verði hvort árás Ísraelshers á ritstjórnarskrifstofur tveggja alþjóðlegra fréttastofa og nokkurra minni fjölmiðla í Gasaborg flokkist sem stríðsglæpur.
Fyrrum barnahermaður dæmdur í 25 ára fangelsi
Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi Dominic Ongwen í gær í 25 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ongwen var leiðtogi Andspyrnuhreyfingar drottins í Úganda, sem herjaði landsmenn og nágrannaríki frá miðjum níunda áratug síðustu aldar þar til fyrir nokkrum árum.
Aflétta refsiaðgerðum gegn Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum þeim, sem ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar.
Alþjóða glæpadómstóllinn með lögsögu í Palestínu
Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag komst í gær að þeirri niðurstöðu, að hann hefði umboð og lögsögu til að taka til umfjöllunar stríðsglæpi og önnur grimmdarverk sem framin eru á Gaza, Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. Úrskurðurinn gerir saksóknurum dómstólsins kleift að hefja rannsókn á ætluðum glæpum á yfirráðasvæðum Palestínumanna.
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Omar al-Bashir framseldur til Hollands
Ráðamenn í Súdan hafa ákveðið að framselja Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta landsins, Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Þar bíða hans réttarhöld fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í Darfurhéraði í byrjun aldarinnar.