Færslur: Alþjóða glæpadómstóllinn

Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Omar al-Bashir framseldur til Hollands
Ráðamenn í Súdan hafa ákveðið að framselja Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta landsins, Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Þar bíða hans réttarhöld fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í Darfurhéraði í byrjun aldarinnar.