Færslur: Alþingismenn

Fyrsti þingfundur eftir jólafrí
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 og á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir og beiðni þingmanna Pírata og Flokks fólksins um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.
18.01.2021 - 07:05
Birgir talaði mest á þingi fyrir jólahlé
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins var ræðukóngur þingsins núna fyrir jólahlé en hann talaði samtals í tæpar tólf klukkustundir í ræðustól Alþingis. Næstur á eftir honum kom Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem talaði í tæpar ellefu klukkustundir.
19.12.2020 - 15:17
Ari Trausti ætlar að hætta á þingi
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.
Bilun á Alþingi og þingmenn gátu ekki greitt atkvæði
Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram á Alþingi í dag eins og til stóð. Ástæðan er sú að atkvæðagreiðslukerfið er bilað og hefur svo verið í nokkra daga.
24.11.2020 - 23:47
Segir ólguna á stjórnarheimilinu hafa aukist
Ólgan á stjórnarheimilinu hefur aukist undanfarið vegna ákvörðunar um að leyfa sóttvarnaryfirvöldum að stýra ferðinni og hefur Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagt að hans eigin ríkisstjórn sé að beita þjóðina alræði. Þetta sagði Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún segir að COVID muni skilja eftir sig sviðna jörð. Ríkisstjórnin verði að taka sig á.
18.11.2020 - 23:51
„Takið höfuðið upp úr keðjuverkandi skerðingarpyttinum“
Fjölmargt bar á góma undir dagskrárliðnum Störf þingsins á Alþingi í dag eins og gjarnan vill verða og þar stigu þingmenn úr öllum flokkum í ræðustól. Kórónuveirufaraldurinn, umhverfismál, mataraðstoð, hópsmitið á Landakoti, aðbúnaður fólks á Arnarholti, kíví og klementínur og COVID-þreyta var meðal þess sem rætt var á Alþingi í dag.
18.11.2020 - 16:59
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Örfáum boðið til þingsetningarinnar
Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til setningar Alþingis að þessu sinni sem verður fimmtudaginn 1. október. Athöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, að venju.
Birgir talaði í tæpan sólarhring
Alls voru haldnir 140 þingfundir á 109 dögum á 150. löggjafarþingi, sem frestað var á föstudaginn, og stóðu þeir samtals í 715 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var um fimm klukkustundir. Sá stysti stóð í eina mínútu og sá lengsti í rúmar 16 stundir. Ræðukóngur var Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ræðutími hans var samtals 23,5 klukkustundir, næstum því heill sólarhringur eða sem nemur um þremur heilum vinnudögum.
07.09.2020 - 14:20
Jón Þór: „Þingspilið er bara skemmtilegt grín“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, safnar fyrir prentun á Þingspilinu – með þingmenn í vasanum. Hann stefnir á að gefa spilið út fyrir næstu jól.
21.07.2020 - 14:30