Færslur: Alþingismenn

Sjónvarpsfrétt
Segir dómara ekki hika við að leita réttar síns
Formaður Dómarafélags Íslands telur ákvörðun um að skerða laun dómara vegna mistaka í útreikningi vera geðþóttaákvörðun framkvæmdarvaldsins. Fjármálaráðherra vísar því á bug og segir launin hafa verið leiðrétt svo þau samræmist gildandi lögum.
01.07.2022 - 19:00
Ráðherrum fjölgar og margir hafa vistaskipti
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar aðrir en formenn flokkanna hafa vistaskipti í nýrri ríkisstjórn. Ráðherrum í ríkisstjórninni fjölgar væntanlega um einn og kemur hann úr röðum Framsóknarmanna. Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt á morgun.
27.11.2021 - 12:54
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Bergþór Ólason með hæst hlutfall útstrikana
Í nýliðnum Alþingiskosningunum var Bergþór Ólason, frambjóðandi í fyrsta sæti lista Miðflokks í Norðvestur kjördæmi, með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í hans kjördæmi. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.
Þinglok ekki ákveðin enn - kapp lagt á að finna lausn
Þingflokksformönnum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um þinglok. Nú sitja formennirnir á fundi þar sem allt kapp er lagt á að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
Segir lagabreytingar „gjöf til glæpagengja“
Ástæða er til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi. Glæpamenn misnota hælisleitendakerfið og ekki hafa verið stigin nauðsynleg skref til að stemma stigu við þessari þróun. Í stað þess að búa lögreglu nauðsynlegum tækjabúnaði er hún send á rétttrúnaðarnámskeið. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag.
Skipt búseta barna samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í dag frumvarp dómsmálaráðherra sem heimilar börnum að hafa búsetu á tveimur stöðum ef foreldrar þeirra búa ekki saman.
15.04.2021 - 15:25
Takmörkun réttar til endurgreiðslu á ekki við ráðherra
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins og fulltrúi í forsætisnefnd, segir ástæðu þess að hann gat ekki samþykkt framlagningu frumvarps sem takmarkar rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga, vera þá að ráðherrar eru undanskildir.
Einn af hverjum sex ætlar að hætta á þingi
Nú hafa tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, lýst því yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir kosingarnar í haust. Meðal þeirra eru níu þingmenn sem leiddu lista fyrir síðustu kosningar, þar af oddvitar þriggja lista í Norðausturkjördæmi og þrír þingmenn af þeim sjö sem Samfylkingin fékk kjörna í síðustu kosningum.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Andrés Ingi liggur undir feldi
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann muni bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu og fyrir hvaða flokk. Hann segir stöðu sína flókna.
04.02.2021 - 17:18
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 og á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir og beiðni þingmanna Pírata og Flokks fólksins um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.
18.01.2021 - 07:05
Birgir talaði mest á þingi fyrir jólahlé
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins var ræðukóngur þingsins núna fyrir jólahlé en hann talaði samtals í tæpar tólf klukkustundir í ræðustól Alþingis. Næstur á eftir honum kom Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem talaði í tæpar ellefu klukkustundir.
19.12.2020 - 15:17
Ari Trausti ætlar að hætta á þingi
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.
Bilun á Alþingi og þingmenn gátu ekki greitt atkvæði
Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram á Alþingi í dag eins og til stóð. Ástæðan er sú að atkvæðagreiðslukerfið er bilað og hefur svo verið í nokkra daga.
24.11.2020 - 23:47
Segir ólguna á stjórnarheimilinu hafa aukist
Ólgan á stjórnarheimilinu hefur aukist undanfarið vegna ákvörðunar um að leyfa sóttvarnaryfirvöldum að stýra ferðinni og hefur Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagt að hans eigin ríkisstjórn sé að beita þjóðina alræði. Þetta sagði Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún segir að COVID muni skilja eftir sig sviðna jörð. Ríkisstjórnin verði að taka sig á.
18.11.2020 - 23:51
„Takið höfuðið upp úr keðjuverkandi skerðingarpyttinum“
Fjölmargt bar á góma undir dagskrárliðnum Störf þingsins á Alþingi í dag eins og gjarnan vill verða og þar stigu þingmenn úr öllum flokkum í ræðustól. Kórónuveirufaraldurinn, umhverfismál, mataraðstoð, hópsmitið á Landakoti, aðbúnaður fólks á Arnarholti, kíví og klementínur og COVID-þreyta var meðal þess sem rætt var á Alþingi í dag.
18.11.2020 - 16:59
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Örfáum boðið til þingsetningarinnar
Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til setningar Alþingis að þessu sinni sem verður fimmtudaginn 1. október. Athöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, að venju.
Birgir talaði í tæpan sólarhring
Alls voru haldnir 140 þingfundir á 109 dögum á 150. löggjafarþingi, sem frestað var á föstudaginn, og stóðu þeir samtals í 715 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var um fimm klukkustundir. Sá stysti stóð í eina mínútu og sá lengsti í rúmar 16 stundir. Ræðukóngur var Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ræðutími hans var samtals 23,5 klukkustundir, næstum því heill sólarhringur eða sem nemur um þremur heilum vinnudögum.
07.09.2020 - 14:20
Jón Þór: „Þingspilið er bara skemmtilegt grín“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, safnar fyrir prentun á Þingspilinu – með þingmenn í vasanum. Hann stefnir á að gefa spilið út fyrir næstu jól.
21.07.2020 - 14:30