Færslur: Alþingiskosningar 2021

Vel hefði mátt laga galla í kosningalögum
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vert að skoða skekkju í kosningakerfinu sem stjórnmálafræðiprófessor hefur ítrekað bent á. Þingmaður Pírata segir furðulegt að það hafi ekki verið gert fyrir löngu því nægur hafi tíminn verið.
Þarf að rjúfa þing áður en hægt verður að kjósa
Þótt minna en átta vikur séu til kosninga er enn ekki hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar þar sem ekki er búið að rjúfa þing. Fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins gæti gert kosningarnar afar flóknar í framkvæmd.
Katrín og Símon efst á lista Sósíalista
Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur skipar efsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Símon Vestarr Hjaltason kennari er annar og María Lilja Þrastardóttir Kemp laganemi í þriðja sæti.
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Einhver fær Svarta-Pétur
Formaður þingflokks Vinstri grænna segir að mun lengri tíma þurfi en gefinn var í vor til að ræða breytingar á kosningakerfinu sem minnihlutinn lagði til. Formaður þingflokks Samfylkingar telur fyrirkomulagið nú ólýðræðislegt.
02.08.2021 - 15:05
Gætu grætt á gölluðu kerfi fjórðu kosningarnar í röð
Síðustu stóru skoðanakannanir gefa allar til kynna að fjórðu kosningarnar í röð verði skipting þingsæta milli flokka ekki í samræmi við vilja almennings. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndu einn eða fleiri stjórnarflokkanna fá fleiri þingsæti en atkvæðaskiptingin segir til um. Leiðrétta má skekkju í kosningakerfinu með einfaldri lagasetningu en stjórnarflokkarnir stóðu gegn tilraun stjórnarandstöðuflokka í þá átt.
01.08.2021 - 15:42
Forsetinn vill huga betur að lýðheilsu og geðheilsu
Það er víðtækri bólusetningu að þakka að fáir hafa veikst alvarlega enn sem komið er í síðustu bylgju covid, segir Guðni Th. Jóhannesson forseti. Þetta segir Guðni í pistli sem hann skrifar í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því hann tók við embætti. Forsetinn segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að huga fyrr eða síðar rækilega að framtíð heilbrigðismála í heild sinni. Mest sé um vert að gera enn betur en nú í lýðheilsu, geðheilsu og forvirkum aðgerðum á þeim sviðum.
Sjónvarpsfrétt
Samfylkingin og Framsókn hástökkvararnir
Ríkisstjórnin heldur meirihluta samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast samanlagt með 49,8 prósenta fylgi en það dugar þeim þó til að fá meirihluta þingsæta, 34 af 63.
30.07.2021 - 20:10
Óli verður ekki oddviti VG — Bjarkey færð efst
Óli Halldórsson, sem varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, mun ekki leiða listann. Lagt er til að þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipi efsta sætið.
María leiðir lista Sósíalista í Suðvesturkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. María Pétursdóttir, myndlistarkona og öryrki, skipar efsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er í öðru sæti. Agnieszka Sokolowska bókavörður og Luciano Dutra þýðandi skipa þriðja og fjórða sæti.
17 þingmenn hið minnsta á útleið
Sautján þingmenn, þrettán karlar og fjórar konur, verða ekki í framboði í kosningunum í haust. Aðrir þingmenn, 25 karlar og 21 kona,  gefa kost á sér til endurkjörs.
28.07.2021 - 11:02
Halldóru ætlað að leiða stjórnarmyndunarviðræður
Halldóra Mogensen þingkona hefur umboð félagsfundar Pírata til að leiða stjórnarmyndunarviðræður að loknum Alþingiskosningum. Halldóra segir málið nú fara í kosningakerfi grasrótarinnar.
Karl Gauti leiðir lista Miðflokks í suðvesturkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosingarnar 2021 var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 83% atkvæða.
Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Þórdís í fyrsta og Haraldur í öðru
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í dag.
Myndskeið
Vill að ríkisstjórnin segi af sér vegna stöðunnar
Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar á þingi um hertar sóttvarnaaðgerðir og stefnu stjórnvalda í faraldrinum. Í dag eru tveir mánuðir til kosninga.
25.07.2021 - 19:25
Breytt ásýnd Miðflokksins og ákall um fleiri konur
Framkvæmdastjórinn hafði betur í baráttu við þingmanninn um oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fjóla Hrund skákaði Þorsteini Sæmundssyni
Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, hafði betur í oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður sem lauk í dag.
24.07.2021 - 17:50
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Birgir áfram oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Félagsfundur Miðflokksfélags suðurkjördæmis samþykkti í gærkvöld framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í haust með 93 prósentum atkvæða. Í fyrsta sæti er Birgir Þórarinsson alþingismaður sem leiddi listann síðast.
Greinileg endurnýjun á listum Miðflokksins
Félagsfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fer fram nú í kvöld þar sem lagður verður fram til samþykkis framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann hófst klukkan 20. Nokkur endurnýjun er að verða á listum flokksins en ný andlit voru kynnt til leiks í Reykjavíkurkjördæmi norður á mánudag þar sem Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir leiðir listann en Ólafur Ísleifsson sóttist þá einnig eftir því.
21.07.2021 - 19:49
Hættir við framboð og segist saklaus
Guðlaugur Hermannsson verður ekki í framboði fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi kosningum. Þetta ákvað Guðlaugur eftir að fréttir voru sagðar af því að hann væri meðal kærðra í máli vegna fjársvika úr Ábyrgðarsjóði launa. Guðlaugur segir í yfirlýsingu að hann hafi ekkert brotið af sér.
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
Flækjustig hjá Miðflokknum við uppstillingar
Á morgun og á miðvikudaginn verður kosið um uppstillingarlista hjá Miðflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi. Tveir Miðflokksþingmenn sem áður voru í Flokki fólksins bætast við í oddvitabaráttunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður vill ekki skipta sér af uppstillingum.
Uppstillinganefndin einróma um listann sem var felldur
Framboðslisti uppstillinganefndar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem felldur var á kjördæmafélagsfundi Miðflokksins á fimmtudaginn, var einróma samþykktur í nefndinni. Þetta segir Guðlaugur G. Sverrisson, formaður uppstillinganefndar.