Færslur: Alþingiskosningar 2021

Sjónvarpsfrétt
„Enginn kostur góður í stöðunni“
Frambjóðandi sem kærði kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis segir ekki saknæmt að benda á mistök. Annar segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa var í dag.
Sjónvarpsfrétt
Nefndin fundaði í 12. sinn - flókið mál segir formaður
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, segir flókið þegar framkvæmd kosningar er kærð af mörgum aðilum.
Lögmaður Guðmundar segir ummæli formanns dæma sig sjálf
Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Guðmundar Gunnarssonar, oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, segir að betur hefði farið á því að formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu hefði lesið kæru frambjóðandans gaumgæfilega, tekið hana til sín í stað þess að skrumskæla efni hennar. Sú ásökun sem formaður yfirkjörstjórnar telji vera rangar sakargiftir sé ekki að finna í kæru Guðmundar.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en Píratar eru í sókn
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,1 prósent, rúmum þremur prósentustigum minna en flokkurinn fékk í Alþingiskosningunum í síðasta mánuði. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um eitt prósentustig frá kosningunum og mælist 17,9 prósent.
21.10.2021 - 14:54
Svarar fullum hálsi og sakar frambjóðendur um lögbrot
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, svarar þeim kærum sem hafa borist vegna Alþingiskosninganna í síðasta mánuði fullum hálsi í bréfi sem hefur verið birt á vef Alþingis. Sumir sem hafa kært kosninguna fá býsna kaldar kveðjur og frambjóðendur Viðreisnar og Pírata eru sakaðir um lögbrot í kærum sínum með því að bera yfirkjörstjórnina röngum sökum.
Taldi sér ekki skylt að innsigla kjörgögnin
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi taldi sér ekki skylt að innsigla kjörgögnin frá því kjörfundi var frestað að morgni sunnudags þar til hann hófst aftur um hádegi og atkvæði voru talin að nýju. Þá sé ekkert athugavert við að formaður kjörstjórnar hafi verið einn með kjörgögnunum. Þetta kemur fram í svörum yfirkjörstjórnar við kærum og athugasemdum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar og birt eru á vef Alþingis.
Spegillinn
12 daga fangelsi ef sektin verður ekki greidd
Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu, segir að ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að bjóða kjörstjórnarmönnum að greiða sekt staðfesti að fyrri talningin eigi að standa. Frambjóðandi Pírata sem ekki náði kjöri segir að staðan í málinu kalli á að uppkosning fari fram í kjördæminu. Svo virðist sem kjörstjórnarmenn ætli ekki að þiggja boð um að greiða sekt. Það gæti varðað 12 daga fangelsi
Engin vísbending um að átt hafi verið við atkvæði
Ekkert bendir til þess að átt hafi verið við atkvæði í Norðvesturkjördæmi. Hins vegar sést starfsfólk Hótels Borgarness að störfum í talningarsalnum á meðan yfirkjörstjórn kjördæmisins var fjarverandi. Vegna þess hvernig sjónarhorn myndavélanna er hverfur starfsfólkið annað slagið úr sjónsviðinu, allt frá nokkrum sekúndum upp í 2 mínútur og 25 sekúndur. Starfsfólk sagði í vitnaskýrslu hjá lögreglu að það hefði aldrei átt við kjörgögnin.
Myndskeið
Ómögulegt að segja hvenær vinna nefndarinnar klárast
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í Borgarnesi í dag. Fjöldi ónotaðra atkvæðaseðla stemmir við kjörgögn, samkvæmt talningu á seðlunum sem fram fór í morgun.
Nefndarmenn fylgjast með talningu á ónotuðum seðlum
Þrír nefndarmenn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa eru komnir til Borgarness þar sem þeir fylgjast með fulltrúum frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis og sýslumanninum á Vesturlandi telja ónotaða atkvæðaseðla frá því í Alþingiskosningunum.
Vonast til að lögreglugögn varpi ljósi á talningarmálið
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina. 
Segir ekkert í lögum sem banni endurtalningu
Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segist ekki sjá að eitthvað í lögum banni endurtalningu á atkvæðum í þingkosningum. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði að á endanum væri það Alþingis að taka ákvörðun. „Og það voru sterk lýðræðisrök fyrir því þegar það ákvæði var sett inn í stjórnarskrá á sínum tíma.“
15.10.2021 - 12:52
12 kærur borist vegna þingkosninganna
Alþingi hefur birt þær 12 kærur sem hafa borist vegna alþingiskosninganna í lok síðasta mánaðar. Fimm þeirra eru frá frambjóðendum sem misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi og ein frá oddvita Pírata í kjördæminu. Tveir íbúar í Norðvesturkjördæmi hafa sent inn kæru sem og Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, og Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur. Þá gerir fatlaður kjósandi athugasemdir við að hann hafi ekki getað kosið leynilega í Reykjavík suður.
Breiður stuðningur allra kjósenda við Katrínu einstakur
Dósent í stjórnmálafræði segir það einstakt hversu breiðan stuðning Katrín Jakobsdóttir hefur meðal kjósenda flestallra flokka.
14.10.2021 - 09:14
Lögregla spurð um myndefnið frá hótelinu í Borgarnesi
Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa sendir í dag spurningar til lögreglunnar á Norðvesturlandi þar sem meðal annars verður óskað eftir upplýsingum um hvað sést á eftirlitsmyndavélunum sem voru við talningasalinn á Hótel Borgarnesi og hvort ástæða sé fyrir nefndina að skoða myndefnið.
Sjónvarpsfrétt
11 hafa kært kosningarnar til Alþingis
Þó að kæra Karls Gauta Hjaltasonar vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi myndi leiða til sakfellingar hefði það ekki sjálfkrafa áhrif á niðurstöður kosninganna. Þetta segir lektor í stjórnskipunarrétti. Kæran er nú á borði ákærusviðs lögreglu. Ellefu kærur hafa borist Alþingi vegna kosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Nýkjörnir þingmenn settust á skólabekk Alþingis
Nýir þingmenn eftir alþingiskosningarnar eru alls 25 og þeir settust á skólabekk í dag. Þeir hlakka flestir mikið til að taka til starfa á löggjafarsamkomunni og setja baráttumál sín á dagskrá.
12.10.2021 - 21:35
Gunnar Bragi birtir tövupóstinn sem Birgi sárnaði
Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, sendi þann tölvupóst sem Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir að hafi gert útslagið og orðið til þess að hann ákvað að skipta yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi greindi frá þessu í lokuðum Facebook-hópi Miðflokksmanna.
Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Rannsókn er lokið á kæru Karls Gauta
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er lokið og málið er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins.
Yfirgnæfandi stuðningur við Katrínu
Katrín Jakobsdóttir nýtur yfirgnæfandi stuðnings landsmanna til að gegna embætti forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Maskínu.
Nýir þingmenn á skólabekk í Alþingishúsinu
Kynning hófst á Alþingi klukkan hálftíu í morgun fyrir nýja alþingismenn en venja er fyrir því að skrifstofa Alþingis standi fyrir slíkri kynningu að loknum kosningum.
12.10.2021 - 09:52
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Segja vistaskipti Birgis óvenjuleg og orka tvímælis
Vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn eru óvenjuleg og orka tvímælis að mati formanna Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hafa komið sér á óvart þegar Birgir bauð þingflokknum krafta sína en segir ólíklegt að þessi viðbót í þingflokkinn hafi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður flokkanna.
Formennirnir halda spilunum þétt að sér
Formenn ríkisstjórnarflokkanna sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem rætt er um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formennirnir segja viðræður ganga vel, en halda spilunum þétt að sér. Ekki hefur verið rætt um annað en að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra og ekki er farið að ræða skiptingu ráðuneyta.