Færslur: Alþingiskosningar 2021

Spegillinn
Spennan verður í Reykjavík
Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið.
Mikil nýliðun í kjörstjórnum um allt land
Sveitarfélög landsins eru í óða önn að manna kjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningar í næsta mánuði. Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að auglýsa í stjórnirnar til að reyna að manna þær stöður sem losna vegna nýrra hæfisreglna.
Hæfisreglur sagðar setja kosningaundirbúning í uppnám
Margt þaulreynt kosningastarfsfólk er skyndilega orðið vanhæft vegna nýrra kosningalaga og skipa þarf óreynt fólk í þess stað. Sumir kjörstjórnarmenn hafa á orði að nýju hæfisreglurnar setji undirbúning sveitarstjórnarkosninganna í uppnám.
Spegillinn
Stafrænar hættur í kosningabaráttu
Tilkoma samfélagsmiðla hefur á liðnum árum gjörbreytt kosningabaráttu í vestrænum lýðræðisríkjum. Segja má að straumhvörf hafi orðið þegar upp komst árið 2018 að breska fyrirtækið Cambridge Analytica hafði selt forsetaframboði Donalds Trumps persónuupplýsingar um 87 milljóna Facebooknotenda fyrir forsetakosningarnar 2016.
Karl Gauti kærir niðurstöðuna til ríkissaksóknara
Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál Inga Tryggvasonar, fyrrverandi formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Þetta staðfestir Ingi í samtali við fréttastofu. Fullvíst má telja að aðrir í yfirkjörstjórninni fái sambærilegt bréf á næstu dögum. „Það var ekki talið líklegt til sakfellis. Það eru svo sem engin sérstök viðbrögð við þessari niðurstöðu, ég átti alltaf von á þessu,“ segir Ingi í samtali við fréttastofu.
Enginn greitt sektina eftir talningamálið í Borgarnesi
Enginn af þeim sem sat í yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í september hefur greitt sekt sem lögreglustjórinn á Vesturlandi gerði þeim að greiða, en fresturinn til þess er löngu útrunninn.
Spegillinn
Kosningabíll einn af fylgifiskum nýrra kosningalaga
Breytingar á kosningalögum hafa í för með sér að nú er leyfilegt að bjóða upp á færanlega kjörstaði og ekki þarf að aka með atkvæði um eins langan veg frá kjörstöðum að talningarstað. Völd landskjörstjórnar aukast nokkuð frá fyrri lögum.
Sigurður Ingi og Katrín þóttu standa sig best
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stóðu sig best af formönnum stjórnmálaflokkanna í síðustu þingkosningum samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar Maskínu. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þóttu standa sig verst.
14.01.2022 - 10:05
Fylgi Vinstri grænna fellur á milli mánaða
Fylgi stjórnmálaflokka helst nokkuð stöðugt á milli mánaða, fyrir utan fylgi Vinstri grænna sem lækkar um rúm tvö prósent í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi við Pírata mælist nú nær fjórum prósentum hærra en í kosningunum í september.
Kjósendur VG síst ánægðir með skiptingu ráðuneyta
Vel innan við helmingur kjósenda Vinstri grænna er ánægður með skiptingu ráðuneyta á milli flokka í núverandi ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Um 83 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með ráðherravalið og um 70 prósent kjósenda Framsóknarflokks.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Fleiri óánægðir með niðurstöðu í talningarmáli
Rétt rúmlega þriðji hver fullorðinn Íslendingur kveðst ánægður með ákvörðun Alþingis að seinni talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum Alþingis gildi og ekki hafi verið boðað til uppkosningar.
16.12.2021 - 07:17
Sjónvarpsfrétt
Tíu af tólf ráðherrum af suðvesturhorninu — „Ömurlegt“
Af tólf ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar eru aðeins tveir úr kjördæmum utan suðvesturhornsins. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna ríkisstjórn sem ekki hafði fulltrúa úr Norðausturkjördæmi.
30.11.2021 - 11:31
Fjöldi óskilgreindra markmiða í stefnu nýrrar stjórnar
Ríflega helmingur verkefna á lista ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála felur í sér óskilgreind og ótímagreind markmið. Skipa á fimm nefndir eða starfshópa.
29.11.2021 - 18:02
„Við erum ekki að boða skattahækkanir eða niðurskurð“
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár verður kynnt á morgun og var það rætt á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að gert sé ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs en að ekki verði gripið til niðurskurðar og skattahækkana.
29.11.2021 - 15:35
Myndskeið
Fyrsti fundur eftir hringekju lyklaskipta í morgun
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar skiptust á lyklum í morgun og eru nú allir komnir með lykla að sínu ráðuneyti. 
29.11.2021 - 13:24
Fordæma framgöngu þingmanna og Alþingis og líta til MDE
Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætlar að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá fordæmir Stjórnarskrárfélagið framgöngu Alþingis í málinu.
29.11.2021 - 12:02
Sjónvarpsfrétt
Willum Þór tekinn við og má alltaf hringja í vin
Willum Þór Þórsson tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu í morgun, en hann er nýr ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem kynnt var í gær.
29.11.2021 - 10:55
Fréttavaktin
Lyklaskipti fyrst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar
Nú er runninn upp fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem kynnt var formlega í gær. Það er nóg að gera hjá ráðherrum í morgunsárið, að fá afhenta lykla að ráðuneytum og afhenda aðra.
29.11.2021 - 08:40
Aðventustjórnin ætlar að gefa Hollywood undir fótinn
Ný ríkisstjórn, sem kynnt var á Kjarvalsstöðum í gær, ætlar að efla „alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda-og sjónvarpsefnis.“ Þetta kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Styðja á enn frekar við greinina með hærri endurgreiðslum á „skýrt afmörkuðum þáttum“ til að stuðla að því að fleiri stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi.
29.11.2021 - 08:07
Ný ríkisstjórn kynnt á sunnudag
Nýr stjórnarsáttmáli stjórnarflokkanna og ný ríkisstjórn verða kynnt á sunnudaginn.
26.11.2021 - 15:33
Þingflokkar funda á morgun ― þingmenn orðnir spenntir
Þingflokkar stjórnarflokkanna þriggja verða líklega ekki boðaðir til fundar vegna ríkisstjórnarmyndunar fyrr en á morgun og þingmenn bíða forvitnir og spenntir eftir niðurstöðunni. Hvorki var ríkisstjórnarfundur né þingfundur í dag.
26.11.2021 - 12:43
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Kjörbréf í öllum kjördæmum staðfest
Þingmenn á Alþingi staðfestu í kvöld kjörbréf allra þingmanna og varaþingmanna. Tillögur um að staðfesta öll kjörbréf nema í norðvesturkjördæmi var felld og sömuleiðis tillaga um að ógilda kosningarnar á landinu öllu. Allir þingmenn samþykktu kjörbréf í fimm af sex kjördæmum landsins. Kjörbréf þingmanna og varaþingmanna í norðvesturkjördæmi voru staðfest með talsverðum meirihluta.
25.11.2021 - 21:33