Færslur: Alþingiskosningar 2021
Segir enga elda loga í uppstillingarnefnd
„Mér þykir einstaklega leitt að hann hafi kosið að vinna ekki með okkur en það loga engir eldar í uppstillinganefndinni og gerðu ekki,“ sagði Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar, um ákvörðun Birgis Dýrfjörð um að segja sig úr nefndinni. „Þetta er hans ákvörðun og ég átta mig ekki á því af hverju hann tók hana.“
18.01.2021 - 22:09
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vill leiða lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningunum í haust. Líneik skipaði annað sæti listans á fyrir kosningarnar 2017 á eftir Þórunni Egilsdóttur sem gefur ekki kost á sér á ný.
18.01.2021 - 10:22
Guðveig Lind sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar
Guðveig Lind Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð, vill leiða framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Tveir aðrir frambjóðendur vilja leiða listann.
14.01.2021 - 16:25
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
14.01.2021 - 11:01
Stefán Vagn vill leiða Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann ákvað þetta í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ætlar að sæta lagi og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
13.01.2021 - 22:11
Þórhildur Sunna gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að gefa kost á sér til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. „Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æskuslóðir í Mosfellsbænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi,“ sagði Þórhildur.
13.01.2021 - 21:11
Ásmundur færir sig í Reykjavíkurkjördæmi norður
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokk, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum. Hann lýsti þessu yfir á Facebook síðu sinni í dag.
13.01.2021 - 16:30
Þórunn Egilsdóttir gefur ekki kost á sér áfram
Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Alþingi, ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju fyrir Alþingiskosningar í haust. Þórunn greinir frá þessu á Facebook.
13.01.2021 - 09:29
Kristrún og Jóhann Páll vilja á þing fyrir Samfylkingu
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, og Jóhann Páll Jóhannsson, ráðgjafi þingflokks Samfylkingarinnar, vilja komast á þing fyrir flokkinn í Reykjavík eftir þingkosningarnar í haust. Þau ætla bæði að gefa kost á sér í ráðgefandi skoðanakönnun um uppstillingu á lista.
15.12.2020 - 18:21
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.
14.12.2020 - 15:06
Samfylkingarlistar í borginni verði tilbúnir í febrúar
Samfylkingin í Reykjavík hyggst stilla upp á framboðslista með sænsku aðferðinni svokölluðu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Listarnir munu liggja fyrir 20. febrúar, en að öllu óbreyttu verða kosningarnar 25. september. Yfirleitt hefur verið efnt til prófkjörs hjá flokknum í borginni, nema fyrir síðustu alþingiskosningar þegar stillt var upp á lista.
29.11.2020 - 15:46