Færslur: Alþingiskosningar 2021

„Ég er að setjast yfir mín mál núna“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður, varð í fjórða sæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi sem lauk í gærkvöld. Kolbeinn skipaði annað sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu Alþingiskosningum en sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi að þessu sinni. Hann segist þakklátur þeim sem studdu hann en að niðurstaðan sé honum vonbrigði.
13.04.2021 - 08:28
Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.
Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Níu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí næstkomandi, þrjár konur og sex karlar. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu úrskurðaði öll þau framboð gild sem bárust áður en framboðsfrestur rann út.
Helmingur hefur kosið í forvali VG í Suðurkjördæmi
Kosningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) í Suðurkjördæmi lýkur síðdegis á morgun mánudag. Um helmingur kosningabærra höfðu greitt atkvæði í hádegi þegar kosningin var hálfnuð.
Karen hættir sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Karen Kjartansdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hún birti yfirlýsingu þess efnis á síðu Samfylkingarfólks á Facebook í morgun en hún hefur verið framkvæmdastjóri flokksins um tveggja ára skeið.
Logi og Hilda Jana í efstu sætum
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust. Hildur Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, skipar annað sæti. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kvöld.
Kolbrún Halldórsdóttir vill snúa aftur á þing
Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra gefur kost á sér í annað sæti á lista í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svokallaða. Forvalið verður haldið rafrænt dagana 15. til 17. apríl næstkomandi.
Gefur kost á sér á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi 19. júní næstkomandi.
Engin þriggja flokka stjórn samkvæmt Þjóðarpúlsi
Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur sjaldan mælst meiri, fylgi Samfylkingarinnar minnkar en stuðningur við Miðflokkinn eykst.
Vill leiða lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, gefur kost á sér til áframhaldandi forystu á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum en hann leiddi lista flokksins í kjördæminu fyrir fjórum árum.
29.03.2021 - 16:28
Glúmur er oddviti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn
Glúmur Baldvinsson mun skipa oddvitasæti í Reykjavík fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Það liggur ekki fyrir í hvoru Reykjavíkurkjördæmi hann býður sig fram. Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum samkvæmt Guðmundi Franklín Jónssyni fyrrum forsetaframbjóðanda og flokksmeðlim.
Vilja leyfa rafræn meðmæli fyrir þingkosningar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að safna megi meðmælum við framboðslista fyrir þingkosningar rafrænt, og að sömuleiðis megi staðfesta framboð með rafrænum hætti. Frumvarpið er sambærilegt lagasetningu Alþingis síðasta vor. Þá var brugðið á það ráð að heimila rafræna söfnun meðmæla við framboð til að bregðast við aðstæðum í COVID-19 faraldrinum.
27.03.2021 - 21:10
Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.
Takmörkun réttar til endurgreiðslu á ekki við ráðherra
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins og fulltrúi í forsætisnefnd, segir ástæðu þess að hann gat ekki samþykkt framlagningu frumvarps sem takmarkar rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga, vera þá að ráðherrar eru undanskildir.
Banna nafnlausan kosningaáróður
Formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi lögðu í dag fram frumvarp um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og upplýsingaskyldu þeirra. Meðal þess sem er lagt til er að banna nafnlausan kosningaáróður.
25.03.2021 - 21:28
Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.
Valgarður vill fara fyrir Samfylkingu í Norðvestur
Valgarður Lyngdal Jónsson kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Valgarður er umsjónarkennari á unglingastigi við Grundaskóla en hann hefur starfað við kennslu frá árinu 2003. 
Guðmundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Viðreisnar fyrir stuttu.
23.03.2021 - 10:30
Gunnar vill leiða lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi
Gunnar Tryggvason verkfræðingur sækist eftir oddvitasæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
Björn sækist eftir 1. - 4. sæti í Norðvesturkjördæmi
Björn Guðmundsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningu á rafrænu kjördæmisþingi 27. mars vegna komandi Alþingiskosninga. Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, frá 2016 tilkynnti nýlega að hann byði sig ekki fram að nýju.
Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður - Landsflokkurinn
Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður og listamaður hefur stofnað stjórnmálaflokk, Landsflokkinn. Fram kemur í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum nú rétt í þessu að flokkurinn sé nýstofnaður og stefnt sé að framboði á landinu öllu fyrir alþingiskosningarnar í september. Nái flokkurinn manni á þing, verði frumvarp að nýrri stjórnarskrá það fyrsta sem lagt verði fram.
Einn af hverjum sex ætlar að hætta á þingi
Nú hafa tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, lýst því yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir kosingarnar í haust. Meðal þeirra eru níu þingmenn sem leiddu lista fyrir síðustu kosningar, þar af oddvitar þriggja lista í Norðausturkjördæmi og þrír þingmenn af þeim sjö sem Samfylkingin fékk kjörna í síðustu kosningum.
Halldóra og Björn Leví fara fyrir Pírötum í Reykjavík
Framboðslistar Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum báðum liggja nú fyrir eftir sameiginlegt prófkjör. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen fara fyrir hvoru kjördæmi, Halldóra í því nyrðra en Björn Leví í því syðra.
Gauti vill fara fyrir sjálfstæðismönnum í Norðaustur
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, tilkynnti á Facebook síðu sinni í morgun að hann gefi kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Píratar - úrslit í prófkjöri í fjórum kjördæmum
Kosningu lauk í prófkjöri Pírata í fjórum kjördæmum í dag. Fimm af sjö efstu í prófkjöri Pírata á fjórum kjördæmum eru sitjandi alþingismenn. Fyrrverangi þingmaður VG náði öruggu sæti miðað við úrslit síðustu kosningar en ekki fyrrverandi borgarfulltrúi. 
13.03.2021 - 17:32