Færslur: Alþingiskosningar 2017

Loforðin sem stjórninni tókst ekki að standa við
Hálendisþjóðgarður, innleiðing keðjuábyrgðar og ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum haustið 2017 en lauk ekki við. Stjórnin segist hafa lokið þremur fjórða hluta aðgerða sem getið var í stjórnarsáttmála hennar. Mat á stöðu aðgerðanna byggir á huglægu mati.
Rannsókn á fölsunum Þjóðfylkingarinnar hætt
Lögregla hefur hætt rannsókn sinni á meintum undirskriftafölsunum Íslensku þjóðfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrrahaust. Þetta staðfestir yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í svari við fyrirspurn fréttastofu. Enginn hafði nokkru sinni réttarstöðu grunaðs við rannsóknina.
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust með því að hringja í mann sem var bannmerktur í símaskrá og kannaðist ekki við að vera skráður í flokkinn. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar, sem telur hringinguna vera brot á ákvæði fjarskiptalaga um óumbeðin fjarskipti.
F- og M-listar brutu fjarskiptalög með SMS-um
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn brutu gegn fjarskiptalögum með óumbeðnum SMS-sendingum til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar í október. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar sem birti í dag tvær ákvarðanir þess efnis á vef sínum.
29.12.2017 - 15:23
Stjórnarandstaða fer með þrjár þingnefndir
Stjórnarandstaðan ætlar að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum Alþingis, þ.e stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarandstöðuflokkana í morgun. Stjórnarandstaðan hafði farið fram á að fá formennsku í fjórum nefndum en því var hafnað.
11.12.2017 - 12:53
Sambandið ánægt með nýjan sáttmála
Enginn stjórnarsáttmáli undanfarna áratugi hefur lagt jafn mikla áherslu á málefni sveitarfélaga og sá sem fram kom í gær og það er ánægjuefni. Þetta segir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann er bjartsýnn á að loforðin verði að veruleika.
01.12.2017 - 14:49
„Augljósar málamiðlanir í sáttmálanum“
Nýr ríkisstjórnarsáttmáli ber þess merki að flokkarnir þrír hafi greinilega þurft að gera málamiðlanir til að komast að samkomulagi, sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn, að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðings. Vinstri Grænum og Framsóknarflokknum hafi tekist ágætlega að koma sínum málum á framfæri.
30.11.2017 - 18:51
Fékk 10 mínútur til að upplýsa samstarfsmenn
​​​​​​​Aðdragandinn að því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar varð umhverfisráðherra var býsna skammur. Hann lýsti honum í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar tvö í dag, sem hann var í ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.
Örskýring
Stjórnarsáttmálinn í hnotskurn
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, kynntu í morgun stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna þriggja.
Fundurinn í heild
Boða sókn og stöðugleika
Efnahagslegur stöðugleiki, sóknarfæri í efnahagsmálum og stórsókn í mennta- og samgöngumálum voru meðal þess sem formenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á þegar þeir kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Einnig átak í umhverfismálum þar sem Ísland ætli að ganga lengra en stjórnvöld skuldbundu sig til að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Formennirnir lögðu allir áherslu á að efla Alþingi og breyta vinnubrögðum.
Fordæmi fyrir að þingmenn styðji ekki stjórn
Ákvörðun tveggja þingmanna Vinstri grænna um að styðja ekki stjórnarsamstarf flokksins á sér fordæmi. Það hefur áður gerst að þingmenn fari gegn flokksvilja þegar kemur að stjórnarmyndun án þess að þeir hrökklist úr flokknum. Það gerðist til dæmis þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð, með aðkomu Sjálfstæðisflokks og Sósíalista 1944 og þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðbandalagi 1980 gegn vilja Sjálfstæðisflokksins.
Viðtal
Bjarni verður fjármálaráðherra
„Ég held að flokksmenn hafi verið að vona að það væri gott jafnvægi í þessum stjórnarsáttmála. Það var gerður góður rómur að þeirri niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að flokkráð samþykkti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Bjarni verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni sem mynduð verður á morgun og snýr þar með aftur í ráðuneytið sem hann fór með kjörtímabilið 2013 til 2016.
Sjálfstæðismenn samþykktu stjórnarsamstarfið
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum á fundi sínum sem lauk á sjöunda tímanum. Tillaga um stjórnarsamstarfið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Myndskeið
Stjórnarsáttmálinn borinn undir flokksráð VG
Flokksráð Vinstri-grænna kom saman til fundar á Grand Hótel í dag til að ræða ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Um 160 flokksmenn skráðu sig til setu á fundinum, með málfrelsi og tillögurétt, en aðeins fulltrúar í rúmlega hundrað manna flokksráði Vinstri-grænna hafa atkvæðisrétt þegar ríkisstjórnarsáttmálinn verður borinn upp til atkvæða.
3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil
Ríkisstjórnin sem væntanlega tekur við völdum á morgun yrði 9. þriggja flokka ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldisins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að engin dæmi séu um í Íslandssögunni að þriggja flokka stjórn hafi setið heilt kjörtímabil. Líkur séu á að flokkarnir muni lenda í átökum sín á milli og að bakland þeirra verið ótryggt.
29.11.2017 - 16:57
Greiða atkvæði um stjórnina í dag
Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði síðar í dag og í kvöld um málefnasamning flokkanna. Verði hann samþykktur tekur ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur við völdum á morgun. Hækkun fjármagnstekjuskatts, lengra fæðingarorlof og uppbygging innviða er meða áherslumála nýrrar ríkisstjórnar. 
Formenn ræddu við þingmenn sína
Formenn stjórnarmyndunarflokkanna þriggja hafa notað daginn til þess að ræða einslega við þingmenn sína og einhverjir halda því áfram á morgun. Þetta er venjan í aðdraganda þess að ríkisstjórn er mynduð en ekkert frekar er gefið upp um þau samtöl.
Óvíst um viðbrögð við nefndaformennsku
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir taki við formennsku í þeim þingnefndum Alþingis sem forystumenn verðandi stjórnarflokka hafa lagt til. Samkomulag hefur sjaldnast náðst um skiptingu nefndaformennsku eftir breytingar á þingskaparlögum.
Fundi formanna lokið án niðurstöðu
Fundi formanna allra flokka sem eiga sæti á Alþingi sem hófst klukkan 12:00 er lokið, án niðurstöðu. Á fundinum ræddu formennirnir um þingstörfin fram undan og hvenær þing hefst á ný.
27.11.2017 - 12:56
Viðtal
„Ég er bara brött fyrir þann fund“
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að það leggist vel í sig að kynna málefnasamning stjórnarmyndunarviðræðnanna fyrir flokksráði flokksins á miðvikudag. „[Málefnasamningurinn] er algjörlega á lokametrunum. Flest mál eru leyst milli flokkanna málefnalega en hann verður ekki lagður fyrir flokksstofnanir fyrr en á miðvikudag.“ Hún býst við að forsetinn boði til fundar til að afhenda formlegt stjórnarmyndunarumboð í dag eða á morgun.
Myndskeið
Skálað í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum
Fulltrúar Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru á fundum í Ráðherrabústaðnum í dag, til klukkan sex. Í lokin stóðu aðeins eftir þau mál sem formennirnir þrír ætla að útkljá sín á milli og verður að líkindum gert á morgun. Að fundahöldum loknum, og áður en fólk hélt heim á leið, var skálað í freyðivíni fyrir þá sem lokið höfðu störfum í viðræðunum - væntanlega til marks um þann árangur sem náðst hefur í viðræðum flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Viðtal
Formennirnir útkljá síðustu atriðin
Myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins er mjög langt komin. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að nokkur atriði standi ennþá út af sem formenn flokkanna þriggja þurfi að útkljá sín í milli. Hann segir mögulegt að stjórnarmyndun verði borin undir flokksstofnanir í vikunni og að Alþingi gæti komið saman snemma í næsta mánuði, eftir tíu daga eða svo.
Skýrist í dag eða á morgun
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stefnt sé að því að það skýrist í dag eða á morgun hvort ríkisstjórn þess flokks, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð. Hún segir að ríkisstjórnin yrði hvorki hrein vinstri né hægri stjórn og því þurfi að leysa úr ýmsum málum með öðrum hætti en gert hafi verið hingað til.
Biðstjórn eða breytt stjórnmál
Þriggja flokka stjórnin sem nú er til umræðu yrði biðstjórn þar sem pottlok yrði sett á breytingar segja formaður Viðreisnar og varaformaður Samfylkingarinnar. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna hefur trú á að gott komi út úr stjórnarmynduninni og stjórnmálin breytist, og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að til verði stjórn sem sitji heilt kjörtímabil.
Hitta fulltrúa aldraðra og öryrkja síðdegis
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar  hafa haldið viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar áfram í morgun. Eftir hádegi stendur til að hitta fulltrúa Öryrkjabandalagsins og eldri borgara.