Færslur: Alsír

Tugir urðu veikir eftir svaml í sjónum
Nærri tvö hundruð baðstrandargestir í Tenes í Alsír þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að hafa svamlað í sjónum á sunnudag. Fólkinu varð flökurt, fékk hita og roða í augun, hefur AFP eftir yfirvöldum. Enginn þurfti að dvelja lengi á sjúkrahúsi.
06.07.2021 - 06:46
Erlent · Afríka · Alsír
Franska ríkissjónvarpsstöðin bönnuð í Alsír
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Alsír hafa afturkallað sjónvarpsleyfi frönsku ríkissjónvarpsstöðvarinnar France 24, degi eftir að þingkosningar fóru fram í landinu, þar sem 70% kjósenda sátu heima.
13.06.2021 - 19:12
Falsfréttir verða refsiverðar í Alsír
Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu. 
23.04.2020 - 01:37
Erdogan hvetur til viðræðna í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist fylgjandi viðræðum milli stríðandi fylkinga í Líbíu. Deilur þeirra verði ekki leystar með hervaldi. Harðir bardagar blossuðu upp nærri borginni Misrata í Líbíu í gær.
27.01.2020 - 08:45
Erlent · Afríka · Asía · Líbía · Tyrkland · Alsír
Tebboune sigraði í Alsír
Abdelmadjid Tebboune, fyrrverandi forsætisráðherra Alsír, er sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í Alsír í gær. Yfirkjörstjörn tilkynnti þetta í morgun. 
13.12.2019 - 12:02
Erlent · Afríka · Alsír
Dræm kjörsókn í forsetakosningum í Alsír
Stjórnarandstæðingar í Alsír gerðu hvað þeir gátu til að trufla forsetakosningar í landinu í dag. Þeir saka alla frambjóðendurna um að hafa verið fylgismenn Abdelazis Bouteflika sem hraktist úr embætti í vor. Kjörsókn er sögð hafa verið dræm.
12.12.2019 - 18:05
Mótmæla forsetakosningum í Alsír
Um það bil tíu þúsund manns söfnuðust saman í Algeirsborg í dag og mótmæltu forsetakosningum sem standa yfir í Alsír. Stjórnarandstæðingar telja að með þeim sé verið að leiða stuðningsmann Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta, til valda. Fjöldi lögreglumanna er í miðborginni. Nokkrir hafa verið handteknir, að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar á staðnum.
12.12.2019 - 13:48
Forsetakosningar í Alsír í dag
Fimm eru í framboði í forsetakosningum sem fram fara í Alsír í dag. Kosningarnar eru haldnar þrátt fyrir mikla ólgu í landinu og andstöðu þeirra sem sem tekið hafa þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum undanfarna tíu mánuði.
12.12.2019 - 08:44
Erlent · Afríka · Alsír
Fjöldamótmæli í Alsír 37. föstudaginn í röð
Tugir þúsunda söfnuðust saman í Algeirsborg eftir föstudagsbænir í gær til að mótmæla stjórnvöldum um leið og fólk minntist þess að 65 ár eru liðin frá lokum frelsisstríðsins gegn Frökkum. Kjósa á forseta í Alsír 12. desember. Því eru mótmælendur andsnúnir og kalla þess í stað eftir „nýrri byltingu" í landinu.
02.11.2019 - 06:46
Said Bouteflika dæmdur
Said, bróðir Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, var ásamt þremur mönnum öðrum dæmdur í 15 ára fangelsi í morgun fyrir samsæri gegn ríkinu og að grafa undan valdi hersins í aðdraganda þess að bróðir hans sagði af sér fyrr á þessu ári eftir.
25.09.2019 - 10:01
Erlent · Afríka · Alsír
Fagnandi fótboltaáhugafólk endaði í fangelsi
Samtals voru 282 manns handteknir í tengslum við óbeisluð og á köflum óhófleg fagnaðarlæti sem brutust út víða um Frakkland eftir að Alsíringar tryggðu sér sæti í úrslitum Afríkubikarsins í fótbolta í gærkvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu sem franska innanríkisráðuneytið sendi frá sér í morgun.
15.07.2019 - 06:46
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Samstarfsmenn Bouteflika yfirheyrðir
Ahmed Ouyahia, fyrrverandi forsætisráðherra Alsír, var yfirheyrður í morgun vegna gruns um víðtæka spillingi í innsta hring Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta. Ríkisfjölmiðlar í Alsír greindu frá þessu.
30.04.2019 - 10:45
Erlent · Afríka · Alsír
Handtóku ríkasta mann landsins
Ríkasti maður Alsír og forstjóri stærsta einkahlutafélags landsins, Issad Rebrab, hefur verið fluttur í fangelsi eftir að saksóknari landsins gaf út handtökuskipun á hendur honum vegna rannsóknar spillingarmáls.
23.04.2019 - 16:01
Hundruð þúsunda mótmæltu í Alsír
Hundruð þúsunda Alsíringa söfnuðust saman á götum og torgum Algeirsborgar og annarra stærri borga landsins í dag, níunda föstudaginn í röð. Ítrekaði fólkið kröfur sínar um róttækar grundvallarbreytingar á stjórnkerfi landsins, dreifingu valds og upprætingu spillingar. Krefjast mótmælendur þess að fámenn valdaklíka háttsettra flokksgæðinga, auðkýfinga og herforingja víki þegar í stað og grunnur verði lagður að raunverulegu lýðræði í landinu.
19.04.2019 - 23:29
Mótmælendur handteknir í Alsír
Yfir 100 mótmælendur voru handteknir í Alsír í gær þar sem þúsundir kröfðust afsagnar sitjandi forseta, Abdelkader Bensalah. Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum í Algeirsborg í gær.
13.04.2019 - 07:07
Erlent · Afríka · Alsír
Táragasi og vatni beitt gegn mótmælendum
Lögregla í Algeirsborg, höfuðborg Alsírs skaut táragasi og beitti vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum sem söfnuðust saman í dag til að sýna andstöðu sína við að forseti efri deildar þingsins hefur verið skipaður forseti til bráðabirgða í stað Abdelaziz Bouteflika. Þetta var í fyrsta sinn frá því að mótmælaalda reis gegn forsetanum sem táragasi var beitt gegn mótmælendum. Þeir krefjast þess að pólitískir samherjar forsetans fyrrverandi hverfi einnig úr embættum sínum.
09.04.2019 - 13:37
Bensalah valinn forseti til bráðabirgða
Þingið í Alsír kaus í morgun Abdelkader Bensalah, forseta efri deildar þingsins, sem forseta til bráðabirgða í stað Abdelaziz Bouteflika sem sagði af sér í síðustu viku eftir langvarandi mótmæli gegn honum.
09.04.2019 - 09:52
Erlent · Afríka · Alsír
Hvatt til fjölmennra mótmæla í Alsír
Stjórnarandstæðingar í Alsír hafa hvatt landsmenn til að fjölmenna út á götur og mótmæla stjórnvöldum þrátt fyrir afsögn Abdelaziz Bouteflika, forseta landsins. 
05.04.2019 - 09:21
Erlent · Afríka · Alsír
Féllst á afsögn Bouteflika forseta
Stjórnlagadómstóllinn í Alsír féllst í dag á afsögn Abdulaziz Bouteflika forseta. Tilkynning um það var lesin upp í þinginu í Algeirsborg, að sögn ríkissjónvarps landsins.
03.04.2019 - 14:40
Bouteflika segir af sér
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sagði óvænt af sér embætti í kvöld en búist var við að hann myndi sitja áfram, í það minnsta út þennan mánuð. Alsírskir miðlar greina frá þessu en Bouteflika hafði boðað miklar breytingar á ríkisstjórn sinni, en almenningur í Alsír hefur síðustu mánuði kallað eftir afsögn forsetans.
02.04.2019 - 19:17
Forseti Alsírs boðar afsögn
Abdelaziz Bouteflika boðar að hann láti af forsetaembætti í Alsír áður en skipunartími hans rennur út í lok þessa mánaðar. Landsmenn hafa krafist þess að undanförnu að forsetinn víki úr embætti og yfirmaður herráðsins mælst til þess að hann verði settur af vegna vanheilsu.
01.04.2019 - 17:45
Bouteflika boðar stjórnarbreytingar í Alsír
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, boðar miklar breytingar á stjórn ríkisins. Sjálfur ætlar hann að sitja áfram í bili. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir ríkisssjónvarpi Alsírs að 21 af 27 ráðherrum landsins verði skipt út. Bouteflika heldur embætti varnarmálaráðherra, Ahmed Gaid Salah, herstjóri Alsírs, verður áfram aðstoðarvarnarmálaráðherra.
31.03.2019 - 23:39
Erlent · Afríka · Alsír
Myndskeið
Yfir milljón mótmælti forsetanum í Alsír
Hundruð þúsunda kölluðu eftir afsögn alsírska forsetans Abdelaziz Bouteflika á götum borga landsins í dag. Talið er að milljón manns hafi komið saman í höfuðborginni Algeirsborg.
30.03.2019 - 04:24
Erlent · Afríka · Alsír
Herinn í Alsír vill losna við forsetann
Yfirmaður alsírska herráðsins, krafðist þess í dag að úrskurðað yrði að Abdelaziz Bouteflika forseti væri óhæfur til að stýra ríkinu. Hörð mótmæli hafa verið í höfuðborginni Algeirsborg og víðar í Alsír undanfarnar vikur gegn forsetanum. Þau brutust út þegar forsetinn tilkynnti að hann áformaði að bjóða sig fram til endurkjörs í fimmta sinn.
26.03.2019 - 15:17