Færslur: Alsír

Spegillinn
Alsír í kreppu og ungt fólk flýr land
Knattspyrnulið Alsírs í Afríkumóti karla í fótbolta féll úr keppni fyrir síðustu helgi. Það komst ekki upp úr sínum riðli og leikmenn eru farnir heim. Þetta er áfall fyrir land og þjóð því Alsír er handhafi Afríkumeistartitilsins. Liðið varð Afríkumeistari árið 2019 þegar þjóðin var full af bjartsýni um betri tíð.
28.01.2022 - 07:37
Segir yfirráð Marokkó yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg
Múhammeð konungur Norður-Afríkuríkisins Marokkó segir yfirráð ríkisins yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg. Þetta kom fram í ræðu konungsins í dag en spenna hefur vaxið undanfarið milli Marokkó og nágrannaríkisins Alsír sem styður frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara.
Átta drukknuðu undan Afríkuströndum og 19 er saknað
Minnst átta manns af tveimur bátum drukknuðu undan Afríkuströndum á sunnudag þegar þau freistuðu þess að komast sjóleiðina til Evrópu. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni úr túníska dómskerfinu að minnst fjórir hefðu drukknað þegar litlum bát með 30 Túnisa, aðallega unga karlmenn, hvolfdi skammt undan austurströnd Túnis. Sjö var bjargað en 19 er enn saknað og vonir um að finna þau á lífi eru taldar hverfandi litlar.
17.10.2021 - 23:56
Minntust Alsíringa sem féllu fyrir hendi lögreglu 1961
Þeirra Alsíringa var minnst í París í dag sem franska lögreglan myrti þennan dag fyrir sextíu árum. Frakklandsforseti sagði í gær að atlaga lögreglunnar væri ófyrirgefanlegur glæpur og hefur verið gagnrýndur fyrir að biðjast ekki formlega afsökunar. 
17.10.2021 - 17:16
Forseti Alsír krefur Frakka um að sýna fulla virðingu
Abdelmadjid Tebboune, forseti Norður-Afríkuríkisins Alsír krefur fyrrum nýlenduherra Frakka um að sýna Alsíringum fulla virðingu. Sendiherra landsins sneri nýverið aftur til Parísar eftir heimkvaðningu fyrir nokkrum dögum.
Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.
02.10.2021 - 22:49
Bouteflika fyrrverandi Alsírforseti látinn
Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Alsír er látinn 84 ára að aldri eftir langvinn veikindi.
18.09.2021 - 06:11
Blýbensínbirgðir heims uppurnar
Birgðir heimsins af blýbensíni eru uppurnar. Umhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna segir þetta verða til þess að koma í veg fyrir 1,2 milljónir ótímabærra dauðsfalla og heimsbyggðin muni spara 2,4 billjónir Bandaríkjadala árlega.
30.08.2021 - 15:27
Alsír slítur stjórnmálasambandi við Marokkó
Utanríkisráðherra Alsírs tilkynnti í gær að ríkið hafi slitið stjórnmálasambandi við Marokkó vegna herskárra aðgerða þeirra. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Samband ríkjanna hefur verið þrungið spennu undanfarna mánuði. 
25.08.2021 - 04:42
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Maður myrtur grunaður um að bera ábyrgð á skógareldum
Ríkissaksóknari í Alsír fyrirskipaði í dag rannsókn á því að æstur múgur tók mann af lífi án dóms og laga. Talið var að hann bæri ábyrgð á víðfeðmum skógareldum í landinu. Yfirvöld telja næsta öruggt að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum og eru fjórir í haldi vegna þess.
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Tugir urðu veikir eftir svaml í sjónum
Nærri tvö hundruð baðstrandargestir í Tenes í Alsír þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að hafa svamlað í sjónum á sunnudag. Fólkinu varð flökurt, fékk hita og roða í augun, hefur AFP eftir yfirvöldum. Enginn þurfti að dvelja lengi á sjúkrahúsi.
06.07.2021 - 06:46
Erlent · Afríka · Alsír
Franska ríkissjónvarpsstöðin bönnuð í Alsír
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Alsír hafa afturkallað sjónvarpsleyfi frönsku ríkissjónvarpsstöðvarinnar France 24, degi eftir að þingkosningar fóru fram í landinu, þar sem 70% kjósenda sátu heima.
13.06.2021 - 19:12
Falsfréttir verða refsiverðar í Alsír
Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu. 
23.04.2020 - 01:37
Erdogan hvetur til viðræðna í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist fylgjandi viðræðum milli stríðandi fylkinga í Líbíu. Deilur þeirra verði ekki leystar með hervaldi. Harðir bardagar blossuðu upp nærri borginni Misrata í Líbíu í gær.
27.01.2020 - 08:45
Erlent · Afríka · Asía · Líbía · Tyrkland · Alsír
Tebboune sigraði í Alsír
Abdelmadjid Tebboune, fyrrverandi forsætisráðherra Alsír, er sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í Alsír í gær. Yfirkjörstjörn tilkynnti þetta í morgun. 
13.12.2019 - 12:02
Erlent · Afríka · Alsír
Dræm kjörsókn í forsetakosningum í Alsír
Stjórnarandstæðingar í Alsír gerðu hvað þeir gátu til að trufla forsetakosningar í landinu í dag. Þeir saka alla frambjóðendurna um að hafa verið fylgismenn Abdelazis Bouteflika sem hraktist úr embætti í vor. Kjörsókn er sögð hafa verið dræm.
12.12.2019 - 18:05
Mótmæla forsetakosningum í Alsír
Um það bil tíu þúsund manns söfnuðust saman í Algeirsborg í dag og mótmæltu forsetakosningum sem standa yfir í Alsír. Stjórnarandstæðingar telja að með þeim sé verið að leiða stuðningsmann Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta, til valda. Fjöldi lögreglumanna er í miðborginni. Nokkrir hafa verið handteknir, að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar á staðnum.
12.12.2019 - 13:48
Forsetakosningar í Alsír í dag
Fimm eru í framboði í forsetakosningum sem fram fara í Alsír í dag. Kosningarnar eru haldnar þrátt fyrir mikla ólgu í landinu og andstöðu þeirra sem sem tekið hafa þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum undanfarna tíu mánuði.
12.12.2019 - 08:44
Erlent · Afríka · Alsír
Fjöldamótmæli í Alsír 37. föstudaginn í röð
Tugir þúsunda söfnuðust saman í Algeirsborg eftir föstudagsbænir í gær til að mótmæla stjórnvöldum um leið og fólk minntist þess að 65 ár eru liðin frá lokum frelsisstríðsins gegn Frökkum. Kjósa á forseta í Alsír 12. desember. Því eru mótmælendur andsnúnir og kalla þess í stað eftir „nýrri byltingu" í landinu.
02.11.2019 - 06:46
Said Bouteflika dæmdur
Said, bróðir Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, var ásamt þremur mönnum öðrum dæmdur í 15 ára fangelsi í morgun fyrir samsæri gegn ríkinu og að grafa undan valdi hersins í aðdraganda þess að bróðir hans sagði af sér fyrr á þessu ári eftir.
25.09.2019 - 10:01
Erlent · Afríka · Alsír