Færslur: Alnæmi

Elton John heiðrar Fauci á alþjóða Alnæmisdeginum
Breski tónlistarmaðurinn Sir Elton John segir afar fáa hafa beitt sér jafn einarðlega í baráttunni gegn alnæmi og Anthony Fauci, sérfræðingur í smitsjúkdómum.
02.12.2020 - 06:19
Ísland er enn með flest klamydíusmit þrátt fyrir fækkun
Fleiri greindust með lekanda og sárasótt hér á landi í fyrra en árið áður. Klamydíutilfellum fækkaði, en Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Þrettán tilfelli af berklum greindust hér á landi í fyrra og fjögur af malaríu.
Rödd olnbogabarnsins, þjófsins og hórunnar
Bandaríski listamaðurinn David Wojnarowicz er einn þeirra fjölmörgu sem létust af völdum HIV áður en árangursrík lyf urðu aðgengileg almenningi. Hann er þekktastur fyrir mynd á umslagi smáskífu írsku hljómsveitarinnar U2 við smellinn One, svarthvíta ljósmynd af þremur nautgripum að falla fram af klettabrún, en á seinni árum hafa skrif hans sem vakið mikla athygli.
03.05.2017 - 17:03
Alnæmi algengasta dánarorsök unglinga í Afríku
Alnæmi er enn algengasta dánarorsök afrískra barna og ungmenna milli tíu og tuttugu ára aldurs. Anthony Lake, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greindi frá þessu við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um HIV og alnæmi nú í morgunsárið. Lake segir að þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í baráttunni við HIV-faraldurinn á heimsvísu sé mikið verk enn óunnið við að verja börn og ungmenni fyrir smiti, veikindum og dauða af völdum veirunnar.
18.07.2016 - 04:07