Færslur: Almenningssamgöngur

Næturstrætó ekur á ný um helgina
Næstu helgi, og allar helgar í sumar, verður hægt að taka næturstrætó heim af djamminu. Fyrstu ferðir næturstrætó verða eknar aðfaranótt laugardagsins 9. júlí. Tvö ár eru síðan næturstrætó gekk á höfuðborgarsvæðinu.
Tveir af sex stjórnarmönnum nota strætó reglulega
Tveir af sex fulltrúum í stjórn Strætó nota strætó reglulega. Stjórn Strætó er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
Ísland dýrast í Evrópu í fatnaði og samgöngum
Matur á Íslandi er 42% dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu. Skór og föt eru 35% dýrari hér og almenningssamgöngur 85% dýrari.
01.07.2022 - 12:30
Um fimm þúsund íslensk ungmenni fá frítt í Strætó
Tólf til sautján ára ungmennum stendur til boða frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu út júlímánuð. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þetta lið í að kynna Strætó fyrir þessum aldurshópi. Opnað var fyrir umsóknir í dag en um er að ræða þrjú til fimm þúsund ungmenni sem eiga kost á að ferðast gjaldfrjálst með Strætó.
27.06.2022 - 18:11
Lestarsamgöngur í Bretlandi í lamasessi vegna verkfalls
Stærsta verkfall lestarstjóra og annarra lestarstarfsmanna í Bretlandi í 30 ár hófst á miðnætti. Fyrir vikið eru lestarsamgöngur í lamasessi um allt land, en um 80% ferða hafa verið lögð niður á Englandi, í Skotlandi og Wales. Milljónir ferðalanga munu verða fyrir truflunum í dag og næstu daga, verði verkfalli ekki afstýrt.
21.06.2022 - 09:33
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
Strætó boðar aðhaldsaðgerðir til að ná endum saman
Minnka þarf þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins til að ná endum saman.
02.04.2022 - 13:18
Miklar breytingar á almenningssamgöngum í bígerð
Vegagerðin vinnur að heildarendurskoðun á almenningssamgöngum og frekari greiningu á hvernig fólk nýtir sér þær. Farþegum fækkaði verulega í faraldrinum og tekjur af fargjöldum drógust saman.
31.03.2022 - 12:49
Íbúar í Gufunesi fari með leigubíl að biðstöð Strætó
Íbúum í vistvænu hverfi í Gufunesi gefst nú kostur á að panta leigubíl á vegum Strætó, til þess að koma sér að næstu biðstöð Strætó. Bílinn þarf að panta með símtali, með 30 mínútna fyrirvara og þá keyrir hann samkvæmt tímatöflu að næstu biðstöð Strætó. Áður þurftu íbúar að ganga kílómeters langan ólýstan malarstíg til þess að komast í almenningssamgöngur.
30.12.2021 - 13:56
Nýtt greiðslukerfi og ný gjaldskrá á morgun
Strætó hefur notkun á nýju snertilausu greiðslukerfi í höfuðborginni á morgun. Að auki tekur gildi breytt og einfölduð gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó segir breytinguna hafa reynst vel í prófunum og hvetur notendur til þess að hlaða niður nýja greiðsluappinu, KLAPP.
15.11.2021 - 12:40
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
Danskir hjólreiðamenn telja sig hlunnfarna
Hjólreiðamenn í Danmörku telja sig bera heldur skarðan hlut frá borði í nýrri samgönguáætlun danska þingsins sem litið hefur dagsins ljós. Aðeins tvö prósent framkvæmdafjár renna til hjólreiðainnviða.
28.06.2021 - 21:23
Slakað á samkomutakmörkunum í Hollandi
Frá og með tuttugasta og sjötta júní næstkomandi verður slakað mjög á samkomutakmörkunum í Hollandi. Mark Rutte forsætisráðherra greindi frá þessu í dag.
Viðtal
„Mín skoðun er að Akureyri eigi ekki að vera bílabær“
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir að Akureyri þurfi ekki að vera sá mikli bílabær sem hann er. Þjónusta sé í flestum tilfellum innan seilingar og í göngufæri. Hann telur mikilvægt að virðing sé borin fyrir fjölbreyttum samgöngum.
21.04.2021 - 14:35
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
Viðtal
„Margt fyndið sem kemur fyrir mann í strætó“
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld tekur strætó frá Selfossi til Reykjavíkur í vinnuna og þar varð til ljóðabókin Er ekki á leið – strætóljóð.
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Vonir standa til að Baldur sigli að nýju á miðvikudag
Vonir standa til að Breiðafjarðaferjan Baldur geti hafið siglingar að nýju næstkomandi miðvikudag. Ný túrbína er á leið til landsins og verður ef allt gengur upp komin til Stykkishólms seint í kvöld.
Nýtt greiðslukerfi Strætó innleitt í maí næstkomandi
Vel miðar við uppsetningu nýs greiðslukerfis Strætó.bs sem fengið hefur heitið „Klapp“. Nú er búist við að það verði tekið í notkun í maí næstkomandi en að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó hefur verkið tafist nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Loftslagsáætlun ýtir undir breyttar ferðavenjur fólks
Líf Magneudóttir formaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar segir að vinda þurfi ofan af hörmulegri þróun í loftslagsmálum og sýna þurfi með aðgerðum að rými séu örugg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í borginni.
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Grænt plan samþykkt í borgarstjórn
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun sem gildir til 2025 var samþykkt í borgarstjórn í kvöld. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstur A-hluta borgarsjóðs verði neikvæður um 11,3 milljarða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Hátt í 800 flugleggir þegar verið bókaðir með Loftbrú
Hátt í átta hundruð flugleggir hafa verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar síðan verkefnið fór af stað fyrir viku. Ríkið hefur því niðurgreitt fargjöld fyrir tæpar fimm milljónir króna á einni viku.
Ætla að keyra þar til skýrari tilmæli liggja fyrir
Kynnisferðir bjóða enn upp á ferðir í hópferðabílum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í dag tóku gildi nýjar reglur fyrir alla komufarþega um tvöfalda sýnatöku og fimm til sex daga sóttkví. Samkvæmt tilmælum landlæknis eiga farþegar að að halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl.
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.