Færslur: Almenningsamgöngur

Strætó aldrei tapað jafn miklu
Strætó tapaði tæplega sex hundruð milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Leitað verður leiða til hagræðinga og reynt verður að komast hjá að fækka ferðum og skerða þjónustu.
26.08.2022 - 19:00
Strætókort í skiptum fyrir frestun bílprófs
Meðal hugmynda sem ámálgaðar eru í skýrslu um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki árskort í strætó um allt að þriggja ára skeið gegn því að það fresti því að taka bílpróf.
Segir Strætó verði ódýrari fyrir flest heimili
Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna verðhækkana á árskortum Strætó fyrir ungmenni og aldraða. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó vel hafa gengið að innleiða nýja gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Hann segir verðlagið hérlendis almennt lægra en fyrir sambærilega þjónustu á Norðurlöndunum.
Hækkun Strætó bitni mest á börnum sem búi við fátækt
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna hefur sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytingar á verðskrá fyrirtæksins. Með þeirri breytingu hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%. Umboðsmaður segir ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfðar félagslegar aðstæður.
06.12.2021 - 19:02
Samgöngukortin heyra sögunni til í bili
Samgöngukort sem starfsfólki ýmissra fyrirtækja og stofnana bauðst að kaupa af Strætó heyra sögunni til með KLAPP, nýju greiðslukerfi Strætó, að minnsta kosti í bili. Þetta segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.
03.12.2021 - 11:09
Sjónvarpsfrétt
Erfitt fyrir bíllausa að komast um vistvæna byggð
Það getur verið snúið og seinlegt að stunda bíllausan lífstíl í nýju vistvænu hverfi í Gufunesi. Íbúar í nýju vistvænu byggðinni í Gufunesi þurfa að ganga einn kílómetra upp ólýstan malastíg til að komast í strætó. Stendur til bóta, segir borgin.
03.11.2021 - 19:10
Ekki hægt að taka metan á Akureyri
Eina metanstöð Akureyringa er óvirk sem stendur. Það veldur því að Stætisvagnar Akureyrar þurfa að leigja bíla til að halda uppi fullri þjónustu því hluti vagna þeirra gengur fyrir metani. 
09.08.2021 - 15:45
Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.
24.07.2021 - 13:55
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Næturstrætó kemur ekki aftur í náinni framtíð
Næturstrætó sem hóf göngu sína í janúar 2018 og hefur legið í dvala frá upphafi kórónuveirufaraldursins mun ekki hefja göngu sína á ný. Allavega ekki í náinni framtið. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við fréttastofu.
07.07.2021 - 14:31
Tíu umfangsmiklar stofnbrautaframkvæmdir í bígerð
Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin boðuðu til kynningarfundar klukkan tíu í morgun. Farið var yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
06.07.2021 - 12:12
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Harðar sóttvarnarráðstafanir í Nuuk í kjölfar sex smita
Þrennt greindist með COVID-19 í Nuuk höfuðstað Grænlands eftir skimun í gær, föstudag, til viðbótar við þrjá sem greindust fyrr í vikunni. Um 80 hafi verið send í sóttkví eftir að þrír starfsmenn Munck byggingafyrirtækisins greindust með kórónuveirusmit. Í gær var gripið til harðra sóttvarnarráðstafana í bænum.
Áfram grímuskylda í Strætó
Það verður áfram skylda að bera andlitsgrímur í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum breyta því ekki starfsemi Strætó.
Baldur siglir ekki í dag
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki áætlanasiglingar í dag eins og var fyrst lagt upp með. Siglingar hafa legið niður síðan á fimmtudag þegar ferjan bilaði. Verið er að setja varahluti í Baldur og stefnt er að prufusiglingu síðar í dag. Ef allt gengur að óskum verður siglt samkvæmt áætlun á morgun, frá Stykkishólmi klukkan þrjú. Í skoðun er að sigla aukaferð fyrr um daginn, en það verður ákveðið með tilliti til færðar.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Baldur bilaði vegna gamallar viðgerðar á túrbínu
Gert er ráð fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli á ný á morgun. Verið er að tryggja að ný túrbína sem fengin var um helgina sé í lagi. Samgönguráðherra fundar nú með sveitarfélögum um Baldur.
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
Viðtal
Sjálfkeyrandi strætisvagnar framtíðin
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, kveðst vonast til að hægt verði að gera tilraun með sjálfkeyrandi strætisvagna á götum innan tveggja ára.