Færslur: Almannavarnir

Myndskeið
Vill framlengja lokun skemmtistaða til næsta sunnudags
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag vilja framlengja lokun skemmtistaða og kráa til næsta sunnudags, 27. september. Að öðru leyti leggur hann ekki til að ráðist verði í harðari aðgerðir. Hann sagði að staðan þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun og að yfirvöld væru reiðubúin að grípa fljótt til aðgerða.
20.09.2020 - 14:33
38 smit innanlands í gær
38 smit greindust innanlands í gær, mun færri en í fyrradag þegar greindust 75 smit. 21 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu.
20.09.2020 - 11:11
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 14:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Myndskeið
„Sú bjartsýna spá mín hefur nú ekki ræst“
Erfitt er að segja til um hvort fjölgun smita í gær sé vísbending um að smitum haldi áfram að fjölga sífellt hraðar, eða hvort talan í gær sé hápunktur. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði óljóst hversu víða veiran hefur dreifst um samfélagið. Þórólfur tekur ákvörðun um næstu sóttvarnaaðgerðir á næsta sólarhringnum.
Viðtal
Aðgerðir hertar í dag eða á morgun
Líklegt er að sóttvarnaraðgerðir verði hertar um helgina, segir Víðir Reynisson. 75 manns greindust kórónuveirusmitaðir í gær. Smitrakningu er ekki lokið en að minnsta kosti þriðjungur þeirra tengist skemmtistöðum í miðborginni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar á eftir. 
Myndskeið
Kynna litakóða fyrir stöðu faraldursins hverju sinni
Taka á upp litakóða í upplýsingagjöf sem gefur stöðu kórónuveirufaraldursins til kynna hverju sinni, áþekkan því sem þekkist í veðurviðvörunum Veðurstofu. Stefnt er að því að kynna hann á fimmtudaginn.
14.09.2020 - 17:39
Myndskeið
Erum að ná tökum á faraldrinum þökk sé aðgerðum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það væri ánægjulegt að sjá að nú væru yfirvöld að ná tökum á faraldrinum.
07.09.2020 - 15:06
Víðir í veikindaleyfi: „Ég ætla bara að hlýða því“
„Ég tók mér frí í síðustu viku og fór upp á hálendi. Þar fór ég að finna fyrir einhverjum skrítnum einkennum í kviðarholinu þegar ég var uppi í Kverkfjöllum. Það rjátlaði af mér en svo þegar nær dró helginni versnaði þetta. Þannig að ég fór til læknis á sunnudaginn, það kom í ljós að ég var með mjög bólginn botnlanga og hann var tekinn úr mér á mánudagskvöldið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Hann er kominn í tímabundið leyfi frá störfum á meðan hann jafnar sig eftir aðgerðina. 
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hríðar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðan hríðar sem gert er ráð fyrir að gangi yfir landið seinna í dag og á morgun. Yfirlýsingin er í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi.
03.09.2020 - 11:06
Skila skýrslu um aðventustorminn í október
Rannsóknarnefnd almannavarna, sem virkjuð var í fyrsta skipti í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, lýkur við gerð skýrslu um viðbrögð viðbragðsaðila í október. Nefndin hefur fundað reglulega síðan hún tók til starfa en gagnaöflun hefur tekið tíma.
01.09.2020 - 12:21
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 27. ágúst 2020
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þar verður farið yfir stöðu faraldursins hér á landi.
27.08.2020 - 13:57
Hafa ekki uppfært tilmæli á covid.is
Almannavarnir hafa enn ekki uppfært upplýsingar um nálægðartakmörk á upplýsingavefnum covid.is. Víðir Reynisson sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að upplýsingar á covid.is yrðu uppfærðar vegna ósamræmis milli tilmæla þar og í nýjustu auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir.
Viðtal
Víðir: „Samfélagið allt fær sömu þjónustu“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það sama ganga yfir ríkisstjórnina og alla aðra í sýnatöku. Ráðherrarnir fái úthlutaðan tíma í skimun og mæti þangað sem sýnataka fer fram í dag.
Myndskeið
Breytingar á hömlum á næsta leiti
Landamæraaðgerðir verða endurskoðaðar eftir eina til tvær vikur, segir sóttvarnalæknir. Þeim þurfi þó að halda áfram. Hann telur að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands. 
Hafa skimað yfir 3.000 manns á dag þegar mest er
Viðbúið er að álag á skimun aukist mikið þegar tekin verður upp tvöföld skimun á alla sem koma til landsins á miðvikudag en það ætti að vera viðráðanlegt sögðu Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó getur farið svo að dreifa þurfi álagi til að vinnan gangi sem best.
17.08.2020 - 16:06
Myndskeið
Ekki hefur tekist að rekja yfir 36 smit
Ekki hefur tekist að rekja uppruna að minnsta kosti 36 smita í stórri kórónuveiruhópsýkingu sem kom upp um miðjan júlí. Smit eru í öllum landsfjórðungum en yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna telur líklegt að veiran hafi dreifst um landið með fólki á ferðalagi í sumar.
14.08.2020 - 19:00
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hér á vefnum og í útvarpinu á Rás 2.
10.08.2020 - 13:52
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Myndskeið
Helgin sker úr um hvort herða þurfi aðgerðir
Helgin sker úr um það hvort herða þurfi sóttvarnaraðgerðir, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að faraldurinn væri í vexti og að því íhugaði hann nú alvarlega að leggja til á næstu dögum að samkomutakmarkanir verði hertar.
Myndskeið
Einn í öndunarvél – Veiran virðist ekki veikari
Einn á fertugsaldri er nú í öndunarvél með COVID-19. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna nú rétt í þessu. Hann sagði engin merki um að kórónuveiran væri veikari nú en áður og óttast að nú fari að bera á fleiri alvarlegum veikindum eins og í vor.
07.08.2020 - 14:20
Viðtal við Víði Reynisson
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær í sóttkví 
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Hann segir til skoðunar að leggja einhverja þeirra smituðu inn á spítala. Aðspurður hvort upp sé komin ný hópsýking segir Víðir að réttast sé að segja að upp sé kominn faraldur.  
17 ný smit innanlands
17 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þrjú virk smit greindust úr landamæraskimun. 119 bættust í fjölda þeirra sem eru í sóttkví. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá almannavörnum liggur enginn á spítala vegna COVID-19. Enn er óljóst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
07.08.2020 - 11:07
Myndskeið
Fara á veitingastaði til að tryggja að reglum sé fylgt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að fara í eftirlitsferðir á flesta veitingastaði til að tryggja að sóttvarnarreglum sé fylgt. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali við fréttastofu í dag.