Færslur: Almannavarnir

Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Snjóflóð í Köldukinn
Snjóflóð féll ofan Hrafnsstaða í Köldukinn. Þetta voru litlir flekar ofan Hrafnsstaða sem féllu úr brattri brún í um 240 metra hæð, samkvæmt snjóflóðatilkynningaskrá Veðurstofu Íslands.
10.10.2021 - 12:37
Þrír fluttir á Landspítala eftir rútuslys nærri Vík
Þrír slösuðust þegar smárúta fór út af Þjóðvegi eitt í hvassviðri við Skeiðflöt í grennd við Dyrhólaey á Suðurlandi klukkan hálfellefu í morgun. Átta erlendir ferðamenn voru um borð í rútunni. Almannavarnir virkjuðu Samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð og hópslysaáætlun.
07.10.2021 - 10:53
33 vilja tala máli ríkislögreglustjóra
Þrjátíu og þrír sóttu um nýtt starf samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Starfið er tímabundið til eins árs, en með möguleika á framlengingu að því er fram kom í starfslýsingu. Enn hefur ekki verið ráðið í starfið.
„Sjálfum finnst mér svona djúpt í árinni tekið“
Fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir rakningarteymið ganga lengra á Akureyri en reglur um sóttkví segja til um. Um 80 eru nú í einangrun og tæplega þúsund manns í sóttkví á Akureyri, að stærstum hluta börn á grunnskólaaldri.
05.10.2021 - 17:10
Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt
Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Skriðanna varð vart þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum í morgun.
04.10.2021 - 11:24
Morgunútvarpið
Aldrei heyrt önnur eins læti og í skriðunum
Bragi Kárason, bóndi á Nípá, kveðst aldrei hafa heyrt önnur eins læti og í skriðunum um helgina. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra um helgina og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og hafa tólf bæir í Kinn og Útkinn verið rýmdir vegna skriðuhættu, þar á meðal Nípá.
04.10.2021 - 09:50
Sjónvarpsfrétt
„Fjallið er komið niður"
„Ég hef ekkert heim að gera. Allt láglendið er undir vatni og fjallið er komið að stórum hluta niður, segir Hlöðver Hlöðversson, bóndi á Björgum í Útkinn. Stórir hlutar sveitarinnar urðu aurskriðum að bráð í nótt í mestu rigningum þar í manna minnum. Flytja þurfti fjölskylduna á brott með þyrlu, eftir að hún varð innlyksa á milli skriðnanna.
03.10.2021 - 18:54
Rýming enn í gildi en staðan batnar á Ólafsfirði
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir vinna enn hörðum höndum að því að dæla upp úr kjöllurum og brunnum á Ólafsfirði eftir þráláta úrkomu. Loks hefur tekið að draga úr úrkomu og Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir slökkviliðið hafa náð utan um stöðuna. Áfram eigi þó að rigna í dag.
03.10.2021 - 12:41
Mæðgur í sóttkví á Ófeigsstöðum vaktar um miðja nótt
„Móðir mín sem er 85 ára, hún hefur aldrei kynnst þessu,“ segir Kristjana Einarsdóttir, sem býr ásamt móður sinni á Ófeigsstöðum í Þingeyjarsýslu. Bærinn er einn þeirra bæja sem var rýmdur í nótt vegna skriðuhættu þegar hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslu. Kristjana segir að þeim mæðgum hafi verið brugðið þegar þær voru vaktar um eitt leytið í nótt.
03.10.2021 - 10:20
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Almannavarnir við öllu búnar vegna veðurofsa
Almannavarnir eru við öllu búnar vegna ofsaveðurs á norðvestanverðu landinu í dag. Búið er að loka vegum á Vestfjörðum, vegurinn yfir Möðrudalsöræfi er ófær og hætta er á rafmagnstruflunum.
28.09.2021 - 09:01
25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi
Sjónvarpsfrétt
Ekki enn um gosóróa að ræða í Öskju
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að ekki sé um að ræða eiginlegan gosóróa í Öskju, þó land hafi risið og aukning hafi orðið í smáskjálftavirkni. Fyrst og fremst séu þau að lýsa yfir óvissustigi til þess að vera undirbúin fyrir mögulegar sviðsmyndir ef land haldi áfram að rísa.
09.09.2021 - 19:52
Lýsa yfir óvissustigi vegna Öskju
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna landriss í Öskju. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna verður nú aukið eftirlit með svæðinu.
09.09.2021 - 16:42
Myndskeið
„Auðvitað erum við öll orðin óþreyjufull“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist óþreyjufullur, rétt eins og aðrir, eftir því að kórónuveirufaraldrinum linni. Forsetahjónin þökkuðu framlínufólki í faraldrinum vel unnin störf í morgun.
Smitin dreifð víða um land en smitrakning gengur vel
Þau covid-smit sem hafa verið greind síðustu daga dreifast víða um landið, og hafa verið greind svo sem í hópum á vinnustöðum og í vinahópum. Vel gengur að rekja smit, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna.
26.08.2021 - 12:17
Traust til almannavarna ekki mælst minna
Traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda til að takast á við kórónuveirufaraldurinn hefur ekki mælst minna frá því faraldurinn hófst.
Minnst 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni
Alls hafa fimmtíu og tvö kórónuveirusmit verið rakin til dansbúða á Laugarvatni í síðustu viku. Um það bil 130 unglingar tóku þátt í búðunum, auk tólf kennara, og dvöldu ýmist í Héraðsskólanum á Laugarvatni, á Hostel Laugarvatni eða í húsnæði Ungmennafélags Íslands. Eftir að tveir nemendanna greindust með COVID-19 voru um það bil 120 sendir í sóttkví.
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn smitaðir af COVID-19
Um þrjátíu manna hópur fullbólusettra Ísraelsmanna er smitaður af COVID-19 á ferðalagi sínu um Ísland. Samskiptastjóri almannavarna staðfestir í samtali við fréttastofu að nokkur hópur ísraelskra ferðamanna sé smitaður af COVID. Þetta er ekki sama ferðafólkið og greindist smitað í Vestmannaeyjum og greint var frá fyrir skemmstu.
Leggur til hertar aðgerðir skapist neyð á Landspítala
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir óljóst hvort núverandi sóttvarnaráðstafanir duga til að forða Landspítala frá neyðarástandi. Ef spítalinn telur neyð vera yfirvofandi og ef núverandi fjöldi smita yfirkeyrir spítalakerfið leggur Þórólfur til hertar aðgerðir innanlands fyrr en síðar. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna.
Undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna starfa við rakningu
Allir sem starfa fyrir smitrakningarteymi almannavarna undirrita sérstaka trúnaðaryfirlýsingu, þar sem þagnarskylda er áréttuð, áður en þeir hefja störf. Þetta kemur fram í skriflegu svari Almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Í gær var greint frá því að sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins aðstoðuðu rakningarteymið þessa dagana.
12.08.2021 - 09:55
Leggja enn kapp á smitrakningu – Rauði krossinn hjálpar
Smitrakningarteymi almannavarna vinnur að því hörðum höndum að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannvarna. Til að bregðast við auknu álagi leituðu almannavarnir til Rauða krossins og sjálfboðaliðar úr viðbragðshópum þaðan aðstoða nú við smitrakningu.