Færslur: Almannavarnir

Spegillinn
Íhuga að stýra hrauninu með varnargörðum
Til greina kemur að reistir verði varnargarðar fyrir ofan Grindavík og við Svartsengi til að verja þessa staði fyrir hraunrennsli ef gýs á fleiri stöðum á Reykjanesskaga. Einnig er í athugun að gera tilraunir með að stýra hraunrennslinu í Meradölum. Allar vinnuvélar á suðvesturhorni landsins hafa verið skráðar til að hægt verði að nota þær í neyðartilfellum.
19.04.2021 - 17:00
Vara við áhættuhegðun á hættusvæði við gosstöðvarnar
Fólk getur verið í mikilli hættu fari það inn á hættusvæðið við gosstöðvarnar vegna atburða sem þar geta orðið. Talsvert hefur borið á að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
11.04.2021 - 14:25
Myndskeið
Vísindamenn vara við gosferðum og hættulegu gasi
Gasmengun úr gosstöðvunum hefur tvöfaldast með tilkomu fleiri gossprunga og vara vísindamenn við ferðum þangað. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, lítil börn og þungaðar konur ættu ekki að fara að gosinu. Hraunbrúnir, undanhlaup og mengun geta reynst banvæn. Engin vakt verður á svæðinu fyrir hádegi um helgina.
Útbúa kort fyrir fólk sem ætlar að skoða eldgosið
Almannavarnir og Veðurstofan ætla að búa til kort og taka saman upplýsingar um hættur sem kunna að steðja að fólki sem hyggst skoða eldgosið á Reykjanesskaga. Þetta kom fram á fundi Vísindaráðs Almannavarna í dag. Litlar breytingar hafa orðið á gasmyndun eftir breytingar á eldgosinu síðustu daga.
Sex smit innanlands í gær – fimm í sóttkví
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví. Þrír greindust með COVID-19 á landamærunum.
01.04.2021 - 10:50
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 11:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til páskaupplýsingafundar vegna COVID-19 klukkan 11:00 miðvikudaginn 31. mars.
31.03.2021 - 09:01
Ráðið í fullt starf við almannavarnir á Norðausturlandi
Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, hefur verið ráðinn í fullt starf til að sinna verkefnum við almannavarnir. Ráðningin er tímabundin í fyrstu og er til næstu áramóta.
Nemendur í 2. bekk Vesturbæjarskóla í sóttkví
Öllum börnum í 2. bekk Vesturbæjarskóla er gert að fara í sóttkví eftir að starfsmaður sem vinnur með árganginum greindist með COVID-19.
25.03.2021 - 00:04
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Almannavarnir
Mjög hættulegt að nálgast gosið vegna gasmengunar
Almannavarnir sendu rétt í þessu frá sér viðvörun þar sem sterklega er varað við því að fara nálægt gígnum í Geldingadölum vegna gasmengunar. Mælingar í morgun sýni að gasmengunin sé komin upp fyrir hættumörk og mjög hættulegt að nálgast gosið eins og er. Svæðið í kringum gosstöðvarnar sé því lokað og er fólk beðið að virða þá lokun.
Almannavarnir og Veðurstofan boða upplýsingafund kl. 2
Almannavarnir og Veðurstofa Íslands halda sameiginlegan upplýsingafund í skrifstofum Almannavarna klukkan tvö í dag vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að almannavarnastig hafi verið hækkað upp á neyðarstig og vegna gossins og samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðastjórn á Suðurnesjum verið virkjaðar.
Íbúar á Völlum fengu SMS um að þeir væru á lokuðu svæði
Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði fengu fyrir mistök SMS-skilaboð frá Almannavörnum í dag um að þeir væru á lokuðu svæði og í skilaboðunum var vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. „Þetta var SMS sem átti að fara bara á þá sem eru á svæðinu í námunda við Keili og Fagradalsfjall, þar sem enginn býr, en fólk fékk þetta á allt of stóru svæði,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna.
Þrjú smit í seinni skimun: Mikilvægt að virða sóttkví
Tuttugu og sex virk smit hafa greinst á landamærunum það sem af er mars. Þrír greindust með virk smit í seinni landamæraskimun í gær, og höfðu því ekki greinst í fyrri sýnatöku. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, segir að það sýni hversu mikilvægt sé að fólk virði sóttkví við komuna til landsins og að aðstandendur þeirra sem eru nýkomnir til landsins umgangist þá ekkert fyrr en að lokinni sóttkví og seinni skimun.
16.03.2021 - 12:24
Vilja hafa jarðýturnar klárar ef verja þarf byggð
Almannavarnir vinna nú að lista yfir stórtækar vinnuvélar á Suðurnesjum. Ef hraun ógnar byggð eða mikilvægum innviðum verða gerðar stíflur eða grafnar rásir til að beina hrauninu í annan farveg. 
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Vísindaráð dregur upp mögulegar sviðsmyndir
Á fundi Vísindaráðs almannavarna sem lauk nú á sjötta tímanum voru mögulegar sviðsmyndir sem snúa að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall ræddar. Meðal þeirra eru að það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur, hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð, í nágrenni við Fagradalsfjall, skjálfti af stærð allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum og kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.