Færslur: Almannavarnir

Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Útvarp
Björgun hafin í Skötufirði - fjölskylda var í bílnum
Bíll með þremur innanborðs, manni, konu og barni, fór í sjóinn í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum á ellefta tímanum í morgun. Slysið er alvarlegt og var Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð virkjuð. Þvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn. Vegfarendur tilkynntu um slysið og er sagt að þeir hafi unnið þrekvirki. Flughált er á vegum á Vestfjörðum. Búið er að ná fólkinu úr bílnum.
Rýming fyrirskipuð á Seyðisfirði í varúðarskyni
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma nokkur svæði á Seyðisfirði í öryggisskyni vegna úrkomuspár. Búist er við talsverðri úrkomu sem skellur á skömmu eftir sjö í kvöld.
Lokað fyrir umferð um hluta Neskaupstaðar vegna veðurs
Vestanverðum Neskaupstað hefur verið lokað fyrir umferð en það er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna.
09.01.2021 - 15:10
22 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi
Hér á landi hafa 22 greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar, þar af þrír innanlands. Þeir tengjast allir þeim sem hafa greinst með afbrigðið á landamærunum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
07.01.2021 - 11:29
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 7. janúar 2021
Upplýsingafundur almannavarna og embættis landlæknis hefst klukkan rúmlega 11 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, Rás 2 og hér á Rúv.is. Þau Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, fara yfir stöðu mála. Vísbendingar voru í morgun um að innanlandssmitum sé að fjölga en staðfestar tölur verða birtar klukkan 11 á covid.is og hér á RÚV.
Þórólfur, Rögnvaldur og Rúna á upplýsingafundi í dag
Á upplýsingafundi Almannavarna í dag ræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
07.01.2021 - 09:47
Segir af sér eftir jólafrí á Kanarí
Dan Eliasson, forstjóri Almannavarna Svíþjóðar, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, sagði af sér í dag. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa í frí til Kanaríeyja um jólin. Sænsk yfirvöld höfðu þegar beðið almenning um að fara ekki í ónauðsynleg ferðalög.
06.01.2021 - 16:03
Fyrst og fremst dapurlegt að heyra af margmenni í messu
„Alltaf þegar við fáum svona fréttir þá verður maður fyrst og fremst leiður og dapur,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mannfjöldann í Landakotskirkju í dag.
03.01.2021 - 18:36
Engin skipulögð sýnataka í gær og engin ný smit
Sýnatökustaðir voru lokaðir í gær, á nýársdag, og því fór ekki fram nein skipulögð sýnataka. Búast má við að einhverjir hafi þó verið skimaðir innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, en samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna greindust engin ný smit.
02.01.2021 - 11:19
„Vona að ekkert sé að grassera undir yfirborðinu“
Að kórónuveirusmit hafi ekki verið fleiri undanfarna daga en raun ber vitni gefur tilefni til bjartsýni að mati Rögnvalds Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Hann segir að þetta sé merki um að engar litlar hópsýkingar hafi komið upp yfir jólin.
Fleiri Seyðfirðingar fá að fara heim
Stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hefur aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta rýmingu á ákveðnum svæðum. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga Veðurstofu Íslands sem könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag.
29.12.2020 - 19:57
Auðskilið mál
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst.
29.12.2020 - 16:07
„Svona tilfinning eins og foreldrar tengja vel við“
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til skoðunar hugsanlegt brot á sóttavarnalögum í Landakotskirkju í gærkvöldi þar sem of margir voru við messu. Hann segist leiður yfir slíkum fregnum og vegna fjölmenns samkvæmis sem haldið var á Þorláksmessukvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta.
Gleðskapur ráðherra ekki á borði almannavarna
Samkvæmi sem lögregla stöðvaði í gær og ráðherra í ríkisstjórninni var viðstaddur er ekki á borði almannavarna. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Myndskeið
Allt sem þú vildir vita um jólakúlur og sóttvarnir
Aðeins einn ætti að skammta á diskana í jólaboðum og þeir sem ekki eru í daglegum samskiptum ættu að hafa tvo metra á milli sín til að forðast smit. Þetta eru tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
23.12.2020 - 20:08
Um hundrað Seyðfirðingar mega snúa aftur heim í kvöld
Almannavarnadeild ríkslögreglustjóra hefur aflétt rýmingu af svæði neðan Múlavegar á Seyðisfirði. Afléttingin nær til um áttatíu til hundrað manns sem mega snúa aftur til síns heima. Aðstæður í Botnabrún voru skoðaðar sérstaklega í dag og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur eru á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar.
22.12.2020 - 22:00
Sérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu hættuna
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði. Skriðan sem féll þar er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi og var annars eðlis en skriðurnar sem féllu fyrr í síðustu viku. Sérfræðingar Veðurstofunnar vilja fjölga mælum í hlíðinni ofan bæjarins. Þá telja þeir brýnt að meta hættu á því að skriður af sömu stærðargráðu falli á svæðinu.  
22.12.2020 - 16:28
Myndskeið
Meira álag á björgunarfólki vegna COVID-19
Björgunarfólk á Seyðisfirði hefur verið undir sérstaklega miklu álagi sökum farsóttarinnar. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Ein af áskorununum við björgunaraðgerðirnar hafi verið að varna því að kórónuveirusmit bærist inn á svæðið og enginn hafi mátt koma þangað án þess að vera skimaður.
22.12.2020 - 15:26
Ekki víst að rýmingu verði aflétt í vikunni
Íbúar efstu húsa í jaðri rýmingarsvæðisins á Seyðisfirði fá ekki að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi sunnudaginn 27. desember. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna í dag . Aðstæður á svæðinu hafa batnað hratt eftir að rigningu slotaði og það kólnaði í veðri en aftur á móti er gert ráð fyrir því að það hlýni að nýju á aðfanga- og jóladag. 
22.12.2020 - 13:32
„Skrítið að koma og þurfa að fara aftur“
Yfir hundrað Seyðfirðingar fengu í dag að fara heim til sín í fylgd björgunarsveitarmanna og sækja nauðsynjar. „Það var erfitt að koma heim, afskaplega köld tilfinning,“ segir einn þeirra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir hitti nokkra íbúa í dag.
21.12.2020 - 18:09
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 21. desember 2020
Upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 11:03. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, snýr aftur í dag eftir að hafa náð sér af COVID-19. Alma Möller landlæknir og Víðir ræða stöðu faraldursins hér á landi.
Hugsanlegt að fleiri Seyðfirðingar komist heim í dag
Það skýrist í dag hvort hluti Seyðfirðinga sem býr á rýmingarsvæðinu fær að snúa heim í dag. Boðað hefur verið til samráðsfundar klukkan tíu. Í gær var 305 íbúum Seyðisfjarðar heimilað að fara heim en enn hafa 276 ekki fengið að snúa til baka. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að hugsanlega fái fólk að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag.
21.12.2020 - 08:12
Myndskeið
Flestir íbúar Seyðisfjarðar farnir
Rýming á Seyðisfirði gengur vel og þónokkur fjöldi fólks er kominn á fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við fréttastofu. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður á svæðinu segir að flestir séu farnir úr bænum.
18.12.2020 - 18:47