Færslur: Almannavarnir

Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
„Fólk er svolítið farið að gleyma sér“
„Við finnum stóran mun frá því hvernig þetta var í vetur. Þá voru allir samtaka um að gera þetta verkefni saman. Það er ekki alveg sama árvekni í gangi og fólk er svolítið farið að gleyma sér,“ segir Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri hjá Almannavörnum.
04.07.2020 - 14:51
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Þórólfur og Víðir fá frí um helgina
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan tvö í dag. Þar ætla Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn að fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.
01.07.2020 - 11:04
„Þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin“
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun ekki hika við að breyta ákvörðunum. „Við þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í viðtali í hádegisfréttum í dag. 
29.06.2020 - 12:55
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kölluð saman
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, kallaði saman neyðarstjórn Reykjavíkurborgar í morgun, eftir nokkurra vikna hlé. Tilefni fundarins var grunur sem kom upp fyrir helgi um hópsýkingu á höfuðborgarsvæðinu.
29.06.2020 - 11:44
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Margir þurfa í sóttkví í dag vegna Stjörnuleikmanns
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir líklegt að margir þurfi að fara í sóttkví í dag vegna leikmanns Stjörnunnar sem greindist með kórónuveirusmit í morgun. Smitið er talið tengjast leikmanni Breiðabliks sem kom frá Bandaríkjunum 17. júní. Sýni hans á landamærunum var neikvætt en hins vegar fór hann aftur í sýnatöku á miðvikudaginn og það reyndist jákvætt.
27.06.2020 - 12:33
Ljúki sóttkví þó sýnataka sé neikvæð
Allir þeir sem gert er að sæta 14 daga sóttkví vegna mögulegs kórónuveirusmits þurfa að ljúka sóttkví, jafnvel þó að sýnataka á tímabilinu gefi neikvæða niðurstöðu. 
27.06.2020 - 11:39
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Þurfa að ræða við um 300 manns vegna smits í Breiðablik
Haft hefur verið samband við yfir sjötíu manns sem fara í sóttkví eftir að knattspyrnukona hjá Breiðablik greindist með kórónuveiruna. 
Myndskeið
Tveir ferðamenn með virkt smit á viku — 20 í sóttkví
Ekkert innlent smit hefur greinst á síðustu viku eða síðan slakað var á ferðatakmörkunum. Síðan þá hafa fimm þúsund og fimm hundruð verið skimaðir á landamærunum. Ellefu af þeim hafa greinst með smit en aðeins tveir eru með virkt smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru með mótefni og því ekki smitandi. „Þannig ég held við getum sagt að hlutfallið er enn sem komið er mjög lágt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
„Hef ekki fundið svona öflugan skjálfta fyrr“
Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og íbúi á Siglufirði, segir að fólk hafi þust út á götu og leirtau hafi brotnað í skjálftanum sem varð um hálf átta í kvöld.
20.06.2020 - 20:48
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftans
Staðfest stærð skjálftans sem varð rétt eftir klukkan þrjú í dag er 5,3. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna skjálftanna. Margir eftirskjálftar um og yfir þrír fylgdu í kjölfar skjálftans. Ómögulegt er að segja til um hvernig eða hvenær þessi hrina endi.
20.06.2020 - 16:56
Myndskeið
Veiran er hér ennþá óháð landamæraopnun
Sex hafa greinst með kórónuveiru á þremur dögum við landamæraskimun en aðeins tveir þeirra eru smitandi. Veiran er enn í þjóðfélaginu segir sóttvarnalæknir og því ekki bara áhætta við að hleypa fólki til landsins. 
Telja Grímsvötn tilbúin að gjósa
Fundi vísindaráðs Almannavarna vegna stöðunnar í Grímsvötnum lauk rétt fyrir fjögur. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að viðbúið sé að hlaup úr Grímsvötnum hefjist á næstu vikum eða mánuðum. Kvikusöfnun hefur átt sér stað frá því síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og margt sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa á ný.
18.06.2020 - 16:24
Funda vegna stöðunnar í Grímsvötnum
Vísindaráð Almannavarna kemur saman til fundar í dag vegna stöðunnar í Grímsvötnum. Mælingar vísindamanna sýna að kvika hafi safnast fyrir í eldstöðinni og kvikuþrýstingur aukist frá því síðast gaus þar árið 2011.
18.06.2020 - 11:35
Myndskeið
Nýju smitin viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir
Tveir reyndust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Lögreglumaður á Selfossi smitaðist af Rúmenunum sem handteknir voru um helgina. Viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir. Sjö manns eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
Myndskeið
Gengur ekki að fólk sé að faðmast í Leifsstöð
„Við sáum það að fólk var að faðmast þegar það kom í Leifsstöð. Slíkt gengur ekki. Hættan er rétt handan við hornið. Það er mjög mikilvægt að menn hugi vel að þessu að þó að menn finni ekki fyrir neinu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á fundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 16:05
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Almannavarnir hafa boðað til fréttamannafundar vegna kórónaveirunnar og skimunar á Keflavíkurflugvelli. Fundurinn hefst kl. 14 og er sýndur hér á vefnum, í Sjónvarpi og á Rás 2.
16.06.2020 - 13:25
Þórólfur mælir ekki með notkun á andlitsgrímum
Engin ástæða er fyrir íslensk yfirvöld að fylgja ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunnarinnar (WHO) um að fólk noti andlitsgrímur í fjölmenni til að draga úr kórónaveirusmiti. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Rök skorti fyrir ákvörðuninni.
07.06.2020 - 21:07
Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.