Færslur: Almannavarnir

Kastljós
Almannavarnir hlustuðu á Sigríði Andersen
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld tóku málefnalegri gagnrýni á störf þeirra fagnandi í faraldrinum. Áhyggjur voru þó um að svo væri ekki alls staðar, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns.
Áfram óvissustig vegna landriss í Öskju
Enn mælist landris við Öskju og er því óvissustig Almannavarna enn í gildi.
26.04.2022 - 17:47
Lést með covid á Landspítala
Kona á sextugsaldri lést með covid á Landspítalanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.
07.03.2022 - 14:09
Snjóþyngsti febrúar í Reykjavík frá aldamótum
Febrúar var óvenju illviðrasamur þetta árið. Að auki var hann óvenju kaldur og sá snjóþyngsti í Reykjavík frá árinu 2000. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar.
03.03.2022 - 13:58
Bein textalýsing
Rafmagnsleysi, milljónatjón og miklar samgöngutruflanir
Halinn af lægðinni sem gekk yfir landið í gærkvöld hefur látið finna fyrir sér í morgunsárið. Óvissustig almannavarna vegna veðursins er enn í gildi.
21.02.2022 - 14:33
Spegillinn
Björgunarsveitirnar eru stór keðja sem slitnar ekki
Undanfarnar vikur hefur sá dagur varla liðið að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar til í verkefni stór og smá. Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar segir umhugsunarefni hvort svo stór hluti af viðbragði almannavarna sé á herðum sjálfboðaliða en engu síður sé þetta sá háttur sem hér sé á og við höfum vanist. Otti, segir að af öllum þeim verkefnum sem hann hefur tekist á við í störfum sínum fyrir björgunarsveitirnar hafi eldgosið í Geldingadölum kannski verið erfiðast.
„Hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á almenning“
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna COVID -19. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að breytingin hafi lítil áhrif.
01.02.2022 - 15:29
Almannavarnir af neyðarstigi niður á hættustig
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að færa almannavarnastig vegna covid-19 af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og var ákvörðunin tekin í samráði við sóttvarnalækni.
01.02.2022 - 13:44
Illviðri hefur kostað fjölda mannslífa í Brasilíu
Tugir hafa farist af völdum fárviðris sem gekk yfir Brasilíu um helgina. Að minnsta kosti átján létust í Sao Paulo-fylki einu. Frá því að regntímabilið hófst í október hefur iðulega skapast mikill vandi af völdum veðurs í landinu.
31.01.2022 - 01:50
Upplýsingafundur almannavarna í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar vegna kórónuveirufaraldursins klukkan 11 í dag. Fundurinn verður sýndur beint á RÚV, rúv.is og verður einnig í beinni útvarpsútsendingu á Rás 2.
19.01.2022 - 07:49
Sjónvarpsfrétt
Átak í nokkrar vikur en ljós framundan
„Við getum öll gripið til okkar ráðstafana og gert það sem við getum gert, sem skiptir langmestu máli í þessu, en ekki hvaða reglur stjórnvöld setja,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna um aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi vegna faraldursins var lýst yfir í fjórða sinn í dag.
11.01.2022 - 19:49
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir vegna covid
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna covid-faraldursins. Þetta er í fjórða skipti sem það gerist í faraldrinum, það gerðist síðast í mars í fyrra og gilti fram í maí. Landspítali hafði þegar verið settur á neyðarstig, það gerðist undir lok síðasta árs.
Morgunútvarpið
Aukin pressa á að fylgjast með grunsamlegri hegðun
Aukin pressa er á alla rekstraaðila að fylgjast með allri grunsamlegri hegðun á innri kerfum vefþjónum og netkerfum. Þetta er mat sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
Viðtal
Útkeyrt starfsfólk þakklátt liðsstyrk frá Klíníkinni
Margir starfsmenn Landspítala eru útkeyrðir eftir langtíma álag segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs og einn yfirmanna covid-göngudeildar Landspítalans. Liðsstyrkur Klíníkurinnar er gríðarlegar mikilvægur og ætti að létta strax undir álagi á spítalanum.
Sjónvarpsfrétt
Faraldurinn aldrei jafn þungbær
Faraldurinn hefur aldrei komið jafn hart niður á íslensku þjóðfélagi að mati framkvæmdastjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisráðherra gaf undir kvöld út nýja reglugerð þar sem ákveðið hefur verið að rýmka verulega sóttkví þríbólusettra
Covid-sýnataka frestast vegna veðurs
Ekkert verður af áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun vegna mjög slæmrar veðurspár. Gul veðurviðvörun vegna norðvestan storms eða roks gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun.
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Sjónvarpsfrétt
Vonar að gamlársboð verði ekki uppspretta smita
Hátt í sextán hundruð smit greindust í gær, eða 1557. Hluti smitanna gæti þó verið frá því í fyrradag. Víðir Reynisson á von á að smittölur haldist áfram háar. Hann segir ástæðu jólasmita vera í miklum mæli jólaboð og vonar að svo verði ekki með gamlársboðin.
Sjónvarpsfrétt
Gefur von um að faraldurinn sé á undanhaldi
Sóttvarnalæknir gaf landsmönnum von um að þjóðin kæmist brátt út úr faraldrinum og gæti horfið til eðlilegs lífs á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann leggur þó ekki til breytingar á sóttkví eða einangrun að svo stöddu.
Hvorki hægt að fullyrða um stað né stund komi til goss
Jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum segir atburðarásina á Reykjanesskaga mjög keimlíka þeirri sem var í aðdraganda gossins í mars. Ekki sé þó enn hægt að fullyrða, að til goss komi. Atburðarásin geti orðið mjög hröð.
Vara við aukinni hættu á grjóthruni
Varað er við aukinni hættu á grjóthruni vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesi. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands.
27.12.2021 - 16:27
Virkja sms-skilaboð til ferðafólks umhverfis Heklu
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa virkjað sms-skilaboð sem send verða til fólks sem fer inn á sérstök skilgreind svæði umhverfis Heklu.
27.12.2021 - 13:50
Óvissustigi vegna öryggisgalla í Log4j aflétt
Óvissustigi Almannavarna vegna öryggisgalla í kóðasafninu Log4j hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.
Virkja sms skilaboð til að vara við eldgosahættu
Almannavarnir ásamt Lögregreglunni á Suðurnesjum hafa nú virkjað sms skilaboð sem send verða til þeirra sem fara inn á skilgreint áhættusvæði nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þetta er gert vegna jarðskjálftahrinunnar og aukinnar áhættu á því að eldgos hefjist með litlum fyrirvara.