Færslur: Almannavarnir

Almannavarnir leiðrétta svar Víðis um sekt á landamærum
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að framvísa neikvæðu covid-prófi. Þá gildir einu hvort þeir eru íslenskir eða erlendir. Þeir sem ekki hafa vottorð um neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku meðferðis gætu þurft að greiða 100 þúsund króna sekt við komuna til landsins. 
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Hefur ekki áhyggjur af verslunarmannahelginni
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hefur ekki teljandi áhyggjur af skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina. Hann segir nóg hægt að gera þótt allt meiriháttar skemmtanahald hafi verið blásið af.
Boða til upplýsingafundar á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, þriðjudaginn 27.júlí, klukkan 11.
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.
Upplýsingafundur í dag og búist við fjölgun smita
Almannavarnir boða til upplýsingafundar í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. 56 kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og búist er við áframhaldandi fjölgun smita.
Morgunútvarpið
Gríðarlegur skellur þyrfti að blása Þjóðhátíð af
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að enn sé óhikað stefnt að því að halda hátíðina. Ekki hefur enn verið gripið til samkomutakmarkana vegna aukinnar útbreiðslu smita í landinu undanfarna daga. Það yrði þungur skellur ef til þess kæmi.
Alls greindust 44 ný kórónuveirusmit í gær
Alls greindust 44 með COVID-19, 38 smitanna eru innanlands. Níu þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. Verið er að taka saman hve stór hluti er bólusettur en umfangsmikil smitrakning stendur yfir samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna.
Almannavarnir leiðrétta tölur – 11 innanlandssmit í gær
Ellefu greindust innanlands með Covid-19 í gær, en ekki sextán eins og almannavarnir höfðu áður greint frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Viðtal
Telur fólk hafa áttað sig eftir smittölur síðustu daga
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir smitrakningu ganga ágætlega. Hann segir fólk almennt hafa skilning á að það þurfi að fara í sóttkví.
Annar upplýsingafundur á dagskrá að viku liðinni
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til annars upplýsingafundar á fimmtudaginn í næstu viku, 22. júlí. Í dag var haldinn fyrsti upplýsingafundurinn síðan 27. maí, eða eftir 49 daga hlé.
15.07.2021 - 14:40
Tíu innanlandssmit og helmingur utan sóttkvíar
Tíu greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm þeirra eru utan sóttkvíar og fullbólusettir samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Leita þarf aftur til 28. apríl að tíu innanlandssmit greindust síðast.
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Einn fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Einn hefur verið fluttur suður til Reykjavíkur eftir slysið í hoppukastalanum við Skautasvellið á Akureyri í dag.
01.07.2021 - 16:01
Myndskeið
Einboðið að hraun renni yfir gönguleiðina
Varnargarðarnir við eldgosið hafa sannað gildi sitt, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hægt verði að nýta hönnun þeirra til að stöðva hraunflæði tímabundið. Hann segir ljóst að á einhverjum tímapunkti flæði hraun yfir núverandi gönguleið. 
Víðir bjartsýnn á að slaka megi á sóttvarnareglum
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir ástæðu til bjartsýni á að enn megi slaka á sóttvarnareglum um miðjan mánuð, enda minnki líkur á stórum hópsmitum. Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands gildir til 16. júní.
Viðtal
Örfá tilfelli sem vísa hefur þurft til lögreglu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir langflesta fylgja fyrirmælum í sóttkví. Eftirlitsdeild almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hringi í fólk sem er í sóttkví utan sóttkvíarhótela til að kanna hvort það sé þar sem það á að vera. Í örfáum tilfellum hafi málum verið vísað til lögreglu.
31.05.2021 - 18:17
Tvö af þremur innanlandssmitum í gær utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands í gær, aðeins eitt þeirra innan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgatölum frá almannavörnum. Ekkert smit greindist á landamærunum.
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Varnir Suðurstrandarvegar fullmótaðar í næstu viku
Búast má við að kostir til varnar Suðurstrandarvegi verði fullmótaðir um miðja næstu viku. Hópur sérfræðinga vinnur nú að forhönnun mannvirkja og kostnaðargreiningu, að sögn Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Óvissustig á Norðausturlandi vegna hættu á gróðureldum
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra, í samráði við lögreglu- og slökkviliðsstjóra í fjórðungnum.
26.05.2021 - 16:08
Nokkrar vikur til stefnu áður en hraunið ógnar veginum
Allar leiðir til að verja Suðurstrandarveg verða skoðaðar. Kostnaður og hvað verja skal skiptir máli, að sögn umhverfisverkfræðings. Í vikunni verða skoðaðir allir möguleikar til að verja veginn fyrir hraunflæði úr Nátthaga.
Áfram þurrt og fólk brýnt til að gæta varkárni með eld
Austur-Skaftafellssýsla er nú á hættustigi vegna gróðurelda. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld utandyra. Fljótlegra sé að telja upp svæði þar sem hættustig gildir en ekki.
20.05.2021 - 09:42