Færslur: Almannatryggingar

Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Tryggingahneyksli skekur Noreg
Norska tryggingastofnunin mistúlkaði reglugerð Evrópusambandsins með þeim afleiðingum að 48 manns hlutu dóma fyrir tryggingasvindl, á grundvelli þessarar mistúlkunar. Sjúkratryggingastofnun Íslands lítur svo á að reglugerðin hafi ekki verið túlkuð með sama hætti hér og í Noregi.
30.10.2019 - 14:05
Myndskeið
Gæti þurft að greiða öldruðum 5 milljarða
Mistök við lagasetningu gætu kostað ríkið fimm milljarða króna. Landsréttur dæmdi í dag Tryggingastofnun til að endurgreiða ellilífeyrisþega tveggja mánaða skerðingu á bótum þar sem lög hefðu ekki heimilað skerðinguna. Félag eldri borgara gerði athugasemdir við frumvarpið áður en lögin tóku gildi. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að dómurinn verði skoðaður gaumgæfilega og hvort sótt verði um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar.