Færslur: Almannatryggingar

Komum til móts við þá sem minnst hafa, segir Katrín
Ríkisstjórnin ætlar að reyna að milda áhrif verðbólgu á þau tekjulægstu með hækkun bóta. Forsætisráðherra segir þannig sé komið til móts við þau sem minnst hafi milli handanna en að jafnframt verði ríkisstjórnin með aðgerðum sínum að styðja við aðgerðir Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgunni. 
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Gæti haft áhrif á greiðslur til fjölda fólks
Svo kann að vera að Tryggingastofnun hafi skert greiðslur til fjölda fólks með því að rangtúlka greiðslur sem það fékk úr erlendum almannatryggingasjóðum. Umboðsmaður Alþingis hefur gert úrskurðarnefnd velferðarmála að taka aftur til meðferðar mál konu sem fékk skertar greiðslur hér vegna greiðslu úr þýskum sjóði. Lögmaður konunnar segir að málið sé áfellisdómur yfir Tryggingastofnun.
Spegillinn
Vilja afnema skerðingar vegna atvinnutekna aldraðra
Samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins hafa kjör eldri borgara batnað verulega á síðustu árum. Heildartekjur ellilífeyrisþega, sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hafa aukist um helming frá 2015. Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara segir að tölurnar sýni að helmingur, eða 16 þúsund eftirlaunaþegar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og bætur frá ríkinu, séu með tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði. Spurningin sé hvort það teljist vera góð kjör.
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
Bæta má stöðu fólks á berstrípuðum bótum
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir hægt að laga stöðu þeirra sem eru á berstrípuðum bótum enda ætti það aðeins við um 1-2% þeirra sem fái bætur úr almannatryggingakerfinu.
Segir TR hagræða hlutunum sér í hag
Formaður Öryrkjabandalag Íslands segir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Tryggingastofnun staðfesta málflutning bandalagsins að stór hluti lífeyrisþega njóti ekki þeirra réttinda sem þeim ber. Þá hagræði Tryggingastofnun tölfræði sér í hag.
15.10.2020 - 16:54
Segist þreytt á loforðaflaumi félagsmálaráðherra
Þingmaður Pírata segir augljóst að félagsmálaráðuneytið geri sér grein fyrir brotalömum í almannatryggingakerfinu. Erfitt sé að segja hvort sé verra - að ráðherra viti ekki af vandanum, eða viti af honum og geri ekkert.Ráðherra segir rangt að ekkert hafi verið gert.
15.10.2020 - 12:35
Brotalamir í almannatryggingakerfinu
Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þá þurfi að auka hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur. Stofnunin þarf að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf.
14.10.2020 - 20:39
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Tryggingahneyksli skekur Noreg
Norska tryggingastofnunin mistúlkaði reglugerð Evrópusambandsins með þeim afleiðingum að 48 manns hlutu dóma fyrir tryggingasvindl, á grundvelli þessarar mistúlkunar. Sjúkratryggingastofnun Íslands lítur svo á að reglugerðin hafi ekki verið túlkuð með sama hætti hér og í Noregi.
30.10.2019 - 14:05
Myndskeið
Gæti þurft að greiða öldruðum 5 milljarða
Mistök við lagasetningu gætu kostað ríkið fimm milljarða króna. Landsréttur dæmdi í dag Tryggingastofnun til að endurgreiða ellilífeyrisþega tveggja mánaða skerðingu á bótum þar sem lög hefðu ekki heimilað skerðinguna. Félag eldri borgara gerði athugasemdir við frumvarpið áður en lögin tóku gildi. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að dómurinn verði skoðaður gaumgæfilega og hvort sótt verði um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar.