Færslur: almannaheill

Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Myndskeið
Funda um almannavarnastig í dag
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, mun funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins í dag um hvort þörf sé á að hækka almannavarnastig vegna fjölgunar kórónuveirusmita hér á landi.
30.07.2020 - 15:05
Fundur fólksins
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Hallgrímur ræddi við Ketil Berg Magnússon og Steinunni Hrafnsdóttur, stjórnarmenn í Almannaheillum, um þennan nýja vettvang fyrir samfélagsumræðu sem verður öllum opinn.