Færslur: allt sem er frábært

Þátttökuleikhús sem gengur upp
Rætt var um leiksýninguna Allt sem er frábært í Lestarklefanum, nýjum umræðuþætti um menningu og listir. Vel heppnuð og skemmtileg sýning um alvarlegt málefni, að mati álitsgjafa þáttarins.
„Ég var berháttaður þarna í Borgarleikhúsinu“
„Fyrir tíu árum hefði einhverjum misboðið þetta,“ segir Helgi Seljan um einleikinn Allt sem er frábært, sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Honum finnst hins vegar mjög gott að samfélagið sé nú reiðubúið að fjalla um sjálfsvíg í leikhúsi.
27.10.2018 - 14:43
Lestarklefinn – umræða um menningu og listir
Lestarklefinn er nýr umræðuþáttur um menningu og listir sem er útvarpað á Rás 1 og tekinn upp í mynd á menningarvef RÚV. Í fyrsta þættinum er rætt um kvikmyndina Undir Halastjörnu, leiksýninguna Allt sem er frábært og sýningu á verkum Ragnars Axelssonar í Ásmundarsal.
Orka, einbeiting og næmi
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir frá sinni upplifun af verkinu Allt sem er frábært, eftir Duncan Mcmillan, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.
Gagnrýni
Hrífandi leiksýning um þunglyndi
Allt sem er frábært er hrífandi og hjartnæm leiksýning segir Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi. Valur Freyr Einarsson vinni þar hjörtu áhorfenda með smitandi leikgleði og orku.
Svo gott að hlæja saman, þá slaka allir á
„Ef maður er eitthvað miður sín er gott að eiga nýja sokka og skella sér í þá. Þá er maður klár í slaginn,“ segir Ólafur Egilsson leikstjóri verksins Allt sem er frábært eftir Duncan Mcmillan. Verkið fjallar um strák sem tekst á við veikindi móður sinnar með því að gera lista yfir allt sem honum finnst frábært við lífið.