Færslur: Allir vinna

Sjónvarpsfrétt
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts hættir
Ekki er hægt að fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði eftir mánaðamótin. Endurgreiðslur í ár eru margfalt minni en í fyrra þegar þær námu nærri ellefu milljörðum.
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Vilja að Allir vinna verði fest í sessi til framtíðar
Samiðn, samband iðnfélaga, hvetur stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Ályktað var um málið á miðstjórnarfundi sambandsins. Átakið er meðal þeirra ráðstafana sem stjórnvöld gripu til í mars fyrra þegar Covid-faraldurinn fór að breiðast út og harða tók í ári. Að óbreyttu lýkur átakinu um áramót.
Stefnir í metár í framkvæmdum
Það stefnir í metár í framkvæmdum, að sögn formans Sambands iðnfélaga. Margir nýta sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og ráðast í framkvæmdir á heimilum sínum. Tólf milljarðar voru endurgreiddir frá mars 2020 til áramóta.
05.03.2021 - 12:20

Mest lesið