Færslur: Áliðnaður

Raforkuverð til stóriðju skerðir ekki samkeppnisstöðu
Raforkukostnaður stórnotenda skerðir almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndum. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt þýska rannsóknarstofnunarinnar Fraunhofer á samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju með tilliti til raforkukostnaðar.
14.11.2020 - 08:05
Vilja selja álverið í Helguvík
Forsvarsmenn álvers Norðuráls í Helguvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Suðurnesjum að geta selt byggingar fyrirtækisins undir annars konar starfsemi en álver.
Rio Tinto sækir um sambærilegt starfsleyfi
Í umsókn Rio Tinto á Íslandi til Umhverfisstofnunar um nýtt starfsleyfi er sótt um leyfi sambærilegt því sem nú er í gildi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð ISAL, álvers fyrirtækisins í Straumsvík sem er eina álver Rio Tinto sem eftir er í Evrópu. 
20.08.2020 - 14:14
Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi
Rio Tinto á Íslandi hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og var álverið afskrifað að fullu í síðasta uppgjöri Rio Tinto. Stjórnendur Rio Tinto hafa gagnrýnt hátt orkuverð hér á landi og kærðu Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði fyrir misnotkun á yfirburðastöðu fyrirtækisins á raforkumarkaði.
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Myndskeið
Ísland undantekningin í samkeppninni við Kína
Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum á síðustu tuttugu árum. Evrópskir álframleiðendur eiga erfitt með að standast ágjöfina, en aukin umhverfisvitund neytenda gæti fært íslenskum framleiðendum forskot.
09.02.2020 - 20:10
Rio Tinto braut jafnréttislög – nefndin klofin
Rio Tinto á Íslandi braut gegn jafnréttislögum með því að borga konu sem starfaði hjá álveri þeirra í Straumsvík umtalsvert lægri laun en karli í sambærilegri stöðu. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála, sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Konurnar tvær í nefndinni mynduðu meirihluta en eini karlinn skilaði sératkvæði og taldi að Rio Tinto hefði ekki gerst brotlegt.
25.08.2017 - 20:21
„Álver verða aldrei súrefnisverksmiðjur“
Með nýrri tækni mætti draga talsvert úr koltvísýringslosun frá álverum hér á landi en tæknin er dýr og álfyrirtækin alþjóðlegu hafa ekki áhuga á að fjárfesta í henni. Ný eðalskaut, sem Alcoa kveðst vera að þróa, koma aldrei til með að líta dagsins ljós. Þetta segir Barry Welch, nýsjálenskur fræðimaður á sviði efnaverkfræði sem státar af hátt í hálfrar aldar reynslu af rannsóknum á sviði álframleiðslu. Hann er prófessor emerítus í efnaverkfræði við Háskólann í Auckland, Nýja Sjálandi.
11.04.2016 - 16:25