Færslur: Alexei Navalny

Heilsu Navalny hrakar hratt í fangelsi
Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hrakar skart í fanganýlendunni að sögn Vadim Kobzev, lögmanns hans. Fréttastofa BBC hefur eftir Kobzev að Navalny sé byrjaður að missa tilfinningu í höndum og fótum. 
08.04.2021 - 04:37
Navalny segir samfanga sýkta af berklum
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny, sem afplánar nú fangelsisdóm í afskekktu fangelsi í Rússlandi, hefur átt við þrálátan hita og hósta að stríða. Lögmaður hans segir að hann sé við bága heilsu.
06.04.2021 - 13:35
Navalny í hungurverkfalli
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 
31.03.2021 - 20:29
Viðtal
Amnesty berst áfram fyrir frelsi Navalnys
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að áfram verði barist fyrir frelsun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny þó að hann sé ekki lengur skilgreindur sem samviskufangi. Navalny hefur verið fluttur í annað fangelsi á ótilgreindum stað.
26.02.2021 - 19:07
Alexei Navalny futtur í fangabúðir
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur í fangabúðir þar sem hann á að afplána rúmlega tveggja ára fangelsisdóm. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta í dag eftir Alexander Kalashnikov, yfirmanni fangelsismála.
26.02.2021 - 15:36
Ekki vitað hvar Navalny er
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var fluttur úr fangelsi í Moskvu í gær á ótilgreindan stað. Fréttastofan BBC hefur eftir aðstoðarmönnum hans að þeir hafi ekki verið látnir vita af flutningnum. Þeir óttast að hann hafi verið fluttur í fangabúðir.
26.02.2021 - 05:46
Navalny ekki lengur samviskufangi
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var í gær tekinn af lista alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty yfir samviskufanga. Samtökin bera fyrir sig fortíð Navalnys, en í upphafi stjórnmálaferils síns fyrir um áratug síðan var hann gagnrýndur fyrir málflutning sinn gegn innflytjendum.
25.02.2021 - 03:37
Áfrýjun Navalnys var hafnað
Áfrýjunardómstóll í Moskvu hafnaði í dag kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny um að dómi yfir honum yrði áfrýjað. Navalny var dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar í byrjun mánaðarins fyrir að brjóta gegn skilorði þegar hann var fluttur til Þýskalands síðasta sumar, en þá var hann í dái eftir að hafa verið byrlað taugaeitur. Dómurinn var styttur um 45 daga í dag, sem er sá tími sem Navalny var í stofufangelsi.
20.02.2021 - 21:13
Borrell ýjar að refsiaðgerðum ESB gegn Rússum
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, gagnrýnir Rússa fyrir að hafna uppbyggilegum samskiptum og ýjar að mögulegum refsiaðgerðum. Borrell var í tveggja daga opinberri heimsókn í Rússlandi í vikunni. Á meðan á þessari stuttu dvöl hans stóð var stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny leiddur fyrir rétt öðru sinni á skömmum tíma, ákærður fyrir ærumeiðingar, og þrír diplómatar Evrópusambandsríkja reknir úr landi fyrir að vera viðstaddir mótmæli gegn stjórnvöldum og fangelsun Navalnys.
08.02.2021 - 01:49
myndskeið
Mótmæltu við sendiráð Rússlands
Nokkrir tugir mótmælenda komu saman við sendiráð Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag, meðal annars til að krefjast þess að pólitískir fangar í Rússlandi verði látnir lausir. Mótmælt hefur verið í Rússlandi síðustu tvær helgar eftir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn við komuna til Moskvu frá Þýskalandi.
06.02.2021 - 17:09
Diplómötum vísað frá Rússlandi vegna mótmæla
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að starfsmönnum nokkurra erlendra sendiráða í landinu verði vísað úr landi á næstunni. Þetta eru diplómatar frá Póllandi, Þýskalandi og Svíþjóð og kemur brottvísunin til því fólkið tók þátt í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í Moskvu og Pétursborg 23 janúar.
05.02.2021 - 15:37
Borrell segir samskiptin við Rússa stirð
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði samskiptin við Rússa stirð um þessar mundir þegar hann gekk á fund Sergeis Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í morgun. 
05.02.2021 - 10:08
Aftur réttað yfir Navalny í dag, nú vegna ærumeiðinga
Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem fyrr í þessari viku var gert að afplána nær þrjú ár sem hann átti óafplánuð af skilorðsbundnum dómi fyrir fjársvik, á að mæta aftur fyrir dómara í dag. Þar verður honum gert að svara til saka vegna ákæru um ærumeiðingar og rógburð. Þessi réttarhöld hefjast sama dag og Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fer á fund Sergeis Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands til viðræðna um framtíðarsamskipti og viðskipti.
Yfir 1.400 mótmælendur handteknir í Rússlandi í gær
Yfir 1.400 manns voru handtekin þegar fólk kom saman í Moskvu, Pétursborg og fleiri borgum Rússlands til að lýsa stuðningi sínum við stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny og mótmæla þriggja og hálfs árs fangelsisdómi sem kveðinn var upp yfir honum. Dómurinn hefur verið harðlega gagnrýndur á Vesturlöndum.
03.02.2021 - 06:33
myndskeið
Navalny dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Fjöldi erlendra sendierindreka var viðstaddur réttarhöldin í dag.
02.02.2021 - 17:36
Fréttaskýring
Fátt um góða kosti í stöðunni hjá Pútín
Mannréttindasérfræðingur í Rússlandi segir að staðan sé orðin mjög þröng hjá forseta landsins, Vladimír Pútín. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hafi sýnt mikið hugrekki með því að snúa aftur til heimalandsins, eftir að reynt hafi verið að ráða hann af dögum.
02.02.2021 - 06:01
Réttarhöld yfir Navalny hefjast í dag
Réttarhöld vegna meints brots rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny á skilorði hefjast í Moskvu í dag. Hann á yfir höfði sér tveggja og hálfs árs fangelsisvist verði hann dæmdur. 
02.02.2021 - 04:48
Myndskeið
Yfir 1.000 manns handtekin í Rússlandi
Rússneska lögreglan hefur handtekið meira en þúsund manns í mótmælum víða um land. Viðbúnaður er mikill og sérstaklega í höfuðborginni Moskvu þar sem fólki er sópað upp í rútur nánast um leið og það mætir til að mótmæla. Mótmælendur krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr fangelsi.
31.01.2021 - 12:42
Meira en 500 handteknir í Navalny-mótmælum í Rússlandi
Á sjötta hundrað stuðningsmenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny voru handteknir í mótmælum í Síberíu og í austurhluta Rússlands í morgun. Fólkið hrópaði „Pútín er þjófur“ og „Látið Navalny lausan“ og krækti höndum saman þar sem það gekk um götur.
31.01.2021 - 10:27
Bróðir Navalnys handtekinn í Rússlandi
Rússnesk yfirvöld halda áfram að þjarma að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny, sem situr í fangelsi. Í gær var leitað á skrifstofum tengdum honum og íbúð hans og annarra, auk þess sem bróðir hans var hnepptur í varðhald. Navalny situr sjálfur inni fyrir að hafa rofið skilorð eftir ferð sína til Þýskalands þar sem hann hlaut bót meina sinna eftir eitrun. Hann kom aftur heim til Rússlands í síðustu viku, og var handtekinn á flugvellinum.
28.01.2021 - 05:24
Húsleit í íbúð Alexeis Navalnys
Húsleit var gerð í dag í íbúð rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys í Moskvu. Aðstoðarmaður hans greindi frá því á Twitter. Lögregla er sögð hafa gefið þá skýringu að Navalny hafi brotið gegn hreinlætis- og sóttvarnarreglum.
27.01.2021 - 18:06
Saka Bandaríkin um afskipti
Utanríkisráðuneyti Rússlands kom í dag á framfæri kvörtun við sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu vegna skeyta á samfélagsmiðlum þar sem hvatt er til mótmæla gegn stjórnvöldum. Jafnframt eru bandarískir tæknirisar sakaðir um að skipta sér af rússneskum innanríkismálum.
25.01.2021 - 13:43
Myndskeið
Yfir tvö þúsund manns handteknir í Rússlandi
Yfir tvö þúsund manns voru handteknir í mótmælum í Rússlandi í dag þar sem krafist var frelsunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Eiginkona hans var þar á meðal. Rússar á Íslandi segja andstöðuna við stjórnvöld sterkari, en búast samt ekki við breytingum strax.
23.01.2021 - 19:14
Myndskeið
Fjöldi manns handtekinn í mótmælum í Rússlandi
Þúsundir mótmælenda eru nú í Moskvu til að krefast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr fangelsi. Minnst tugir þeirra hafa verið handteknir..
23.01.2021 - 12:50
Segja ekkert hæft í fullyrðingum um höll Pútíns
Stjórnvöld í Rússlandi segja það helberan þvætting að forseti landsins eigi glæsihöll við Svartahaf, líkt og Alexei Navalny heldur fram í nýju myndbandi. Stjórnarandstæðingurinn sendi frá sér myndband í fyrradag þar sem sagt er frá höllinni og að hún sé ein sú glæsilegasta í heimi, með ísknattleikssvelli og spilavíti, svo fátt eitt sé nefnt.
21.01.2021 - 22:14